Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 11
11 „halda áfram að beita sér fyrir fjármagni til endurnýjunar skipakosts Hafrannsóknastofn- unar“. Verðugt markmið væri að stefna að því að nýr Bjarni Sæmundsson væri komin í gagnið áður en hinn eldri verð- ur 50 ára. Áframhaldandi rekstur á Bjarna Sæmundssyni mun kalla á endurbætur og endurbygg- ingu sem erfitt er að rökstyðja fyrir jafn gamalt skip. Enginn vafi er á því að Hafrannsókna- stofnun mun í framtíðinni þurfa á að halda tveimur öflugum rannsóknaskipum, öðrum með toggetu á miklu dýpi og með stærstu veiðarfærum en hinu af svipaðri stærð og núverandi Bjarni Sæmundsson sem bæði gæti sinnt ákveðnum verkefn- um í úthafinu og svo einnig verkefnum á grunnslóð. Að lokum Haf- og fiskirannsóknir eru for- sendur sjálfbærrar nýtingar auðlinda sjávar á Íslandsmiðum. Ekki verður undan því vikist hjá þjóð sem á stóran hluta lífsaf- komu sinnar undir auðlindum hafsins að stunda öflugar rann- sóknir á þessum sviðum. Veður- farsbreytingar og lega Íslands á mörkum kaldra og heitra haf- strauma kalla á sífellda og eflda vöktun umhverfis. Samhliða auknum kröfum um áreiðan- lega ráðgjöf eykst og fjöldi nytjastofna sem veita þarf ráð- gjöf um. Þá krefst vistkerfisnálg- un við stjórn fiskveiða umfangs- meiri og ítarlegri gagnasöfnun- ar og úrvinnslu en gerð hefur verið fram til þessa. Í ljósi þessa er efling hafrannsókna og end- urnýjun hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar löngu tímabær og mjög mikilvæg. Heimildir Hér að mestu byggt á upplýs- ingum frá eftirfarandi heimasíð- um rannsóknastofnana sem gera munu út viðkomandi skip sem og beinum upplýsingum frá starfsmönnum sem skipa- rekstrinum tengjast. Þessum aðilum er jafnframt þökkuð að- stoð við útvegun og leyfi til af- nota á myndum af skipunum sem um ræðir http://www.aqua.dtu.dk/om_dtu_ aqua/faciliteter/mindre_for- skningsskibe/havfisken http://science.gu.se/english/News/ News_detail/new-vessel-will- contribute-to-marine-know- ledge.cid1190650 http://www.skipsteknisk.no/new- builds/new-research-vessel-for- slu-sweden/57/614/ http://www.sspa.se/ship-design- and-hydrodynamics/concept- development http://www.hav.fo/index.php?op- tion=com_content&view=ar- ticle&id=149&Itemid=222 http://www.syke.fi/enUS/Rese- arch__Development/Research_ and_development_projects/ Projects/Research_vessel_Ar- anda_renovation http://www.npolar.no/no/om-oss/ stasjoner-fartoy/kronprins-ha- akon/ https://www.imr.no/om_havfor- skningsinstituttet/fasiliteter/ fartoy/kristine_bonnevie/nb-no https://www.imr.no/om_havfor- skningsinstituttet/fasiliteter/ fartoy/nye_dr._fridtjof_nansen/ nb-no 8. mynd. Aranda, rannsóknaskip Finna sem verið er að lengja og endur- nýja. Ljósm. Illka Lastumäki. 10. mynd. Bjarni Sæmundsson sem tekinn var í notkun árið 1970. Ljósm. Ólafur S. Ástþórsson. 9. mynd. Árni Friðriksson sem tekinn var í notkun árið 2000. Ljósm. Haukur Snorrason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.