Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 12
12 World Seafood ráðstefnan, sem haldin var í Hörpu um miðjan september síðastliðinn, þótti takast mjög vel og sagði Carey Bonnell, forseti IAFI í loka- ávarpi sínu þetta vera bestu ráðstefnu á vegum samtak- anna sem hann hefði sótt. Það eru FAO og samtökin IAFI (Int- ernational Association of Fish Inspectors) sem standa að ráð- stefnunni en þau eru alþjóðleg samtök fag- og eftirlitsaðila í fiskiðnaði. Carey Bonnell sagð- ist ánægður með erindin, það efni sem tekið var til umfjöllun- ar og hina glæsilegu umgjörð og framkvæmd sem var í hönd- um Matís. World Seafood Conference er einn stærsti vettvangur heims sem fjallar um verð- mætasköpun og matvæla- öryggi í sjávarútvegi. Það er mjög eftirsótt að halda ráð- stefnuna en Reykjavíkurráð- stefnan var sú fyrsta sem haldin er á Norðurlöndum. Við lok hennar var greint frá því að tek- ið hefði verið boði frá Malasíu um að halda ráðstefnuna í Pen- ang að tveimur árum liðnum. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís er að vonum ánægður með góð viðbrögð ráðstefnu- gesta og segir undirbúning og skipulagningu ráðstefnunnar hafa verið umfangsmikið verk- efni. Hann segist ánægður með heildaryfirbragð ráðstefnunnar og hversu vel tókst að tengja hana við ýmsa aðra viðburði og kynna styrk íslensks sjávarút- vegs. Fundur ráðherra Atlantshafsríkja „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við ráðstefnunni sjálfri og einnig við ráðherra- fundinum sem var skipulagður í tengslum við hana, en hann sóttu fulltrúar 10-12 landa sem liggja að Atlantshafi. Sá fundur var skipulagður í samstarfi við sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið og utanríkisráðu- neytið. Meðal þeirra sem sóttu ráðherrafundinn var sjávarút- Ánægja með World Sea- food ráðstefnuna á Íslandi Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís segir að World Seafood ráðstefnan hafi ávallt verið í fararbroddi í umfjöllun um úrvinnslu sjávarfangs. Frumkvöðullinn Lynette Kuscma kynnir matvælaprentarann frá Natural Machines fyrir ráðstefnugestum. S já v a rú tv eg u r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.