Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 13
13 vegsráðherra Nígeríu og lykil- starfsmenn í stjórnkerfinu þar.“ Sveinn segir mikilvægt fyrir við- skiptatengslin við Nígeríu að í kringum þennan fund hafi verið hægt að tengja þessa aðila við Samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi. Sveinn segir World Seafood ráðstefnuna ávallt hafa verið í fararbroddi í umfjöllun um úr- vinnslu sjávarfangs. „Sögulega séð hafa sjávarútvegsráðstefnur fjallað mest um fiskveiðar sem er hluti af þeirri gömlu og hefð- bundnu nálgun að hugsa fyrst og fremst um hafrannsóknir og auðlindastýringu. Í dag snúast nýsköpun og rannsóknir tengt hafinu hins vegar í auknum mæli um að nýta betur það sem upp úr sjónum kemur og há- marka virði þess. Ráðstefnan hér mótaðist talsvert af þessu.“ Áhrif nýrrar tækni Sveinn segir að sér hafi fundist síðasti ráðstefnudagurinn áhugaverðastur en þá var fjallað um hvernig ný tækni er að breyta framleiðslu sjávaraf- urða og tengt því hvernig breyttar kröfur um matvæla- öryggi geta haft áhrif á framtíð- arviðskipti með sjávarafurðir. Þar kynnti meðal annars Sigurð- ur Ólason frá Marel nýjungar í fiskvinnslu og Lynette Kucsma frá Natural Machines sýndi þrí- víddarmatvælaprentara sem spáð er að verði álíka algengur í eldhúsum framtíðarinnar og ör- bylgjuofninn er í dag. Antony Wan, stofnandi Gfresh fjallaði um sigurgöngu þessa stærsta stafræna markaðar fyrir sjávar- afurðir í Kína sem hefur tekið flugið á örfáum árum og Oliver Luckett frá ráðgjafarfyrirtækinu Efni, sem um árabil var þróun- arstjóri hjá Walt Disney í Banda- ríkjunum fjallaði um hvernig nota má samfélagsmiðla til að selja fisk. „Í tengslum við ráðstefnuna áttum við frábært samstarf við Arionbanka, HB-Granda, Brim, Marel og fleiri styrktaraðila. Það var skemmtilegt að geta í fram- haldi af ráðstefnunni farið í heimsókn í þessi fyrirtæki með fulltrúa þeirra ríkja sem sóttu ráðherrafundinn. Þarna, og á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var næstu daga á eftir, fengu þeir beint í æð inn- sýn í þær ótrúlegu umbyltingar sem eru að verða í nýtingu auð- linda hafsins,“ segir Sveinn Mar- geirsson forstjóri Matís. Frá pallborðsumræðum á síðasta degi ráðstefnunnar þar sem fjallað var um áhrif nýrrar tækni á meðferð og nýtingu sjávarfangs. Frá vinstri Guð- mundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lynette Kuscma frá Natural Machines, Oliver Luckett frá ráðgjafafyrirtækinu Efni, Marta Igleasis frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, Jane Adey, fréttamaður hjá CBC News, Sigurður Ólason frá Marel og Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og ný- sköpunarstjóri hjá Matís sem stjórnaði umræðunum ásamt Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur frá Arion banka. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.