Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 20
20 „Á þessu ári komum við til með að veiða þúsund tonn af skel, sem er ansi langt frá því sem var á árum áður. Jafn- stöðuaflinn hér í Breiðafirði var um 8.500 tonn á ári frá 1992 til 2003. Við erum enn langt frá því. Þó við höfum ekki alveg náð að kortleggja útbreiðslusvæði skeljarinnar á árum áður þá verður vonandi sett í það meiri vinna á kom- andi misserum að finna út hvar hún kann að leynast ann- ars staðar.“ Þetta segir Sigurður Ágústs- son, framkvæmdastjóri Agust- son í Stykkishólmi. Fyrirtækið var á sínum tíma frumkvöðull í veiðum og vinnslu á hörpuskel. Veiðarnar lögðust af skömmu eftir síðustu aldamót þegar stofninn hrundi vegna sýkingar. Rannsóknir hafa verið stundað- ar síðan þá í samvinnu Hafrann- sóknastofnunar og handhafa aflahlutdeildar í hörpuskel og tilraunaveiðar verið stundaðar síðustu haust. Tímabundið verkefni „Veiðarnar byrjuðu í byrjun september í kjölfar árlegs leið- angurs sem við fórum í með Hafró. Ég reikna með því að við munum klára þetta í kringum áramótin. Horft er á þetta sem tímabundið verkefni. Að til- raunaveiðunum loknum sér Hafró sér vonandi fært að koma með veiðiráðgjöf um skelina. Aflaregla um veiðarnar er í end- urskoðun og mun byggjast á tilraunaveiðunum að einhverju leyti. Við erum að veiða á nokkrum svæðum og við telj- um okkur vita með nokkurri vissu hve mikill þéttleiki skeljar- innar er á þessum svæðum. Þannig verður aflareglan mis- munandi eftir svæðum. Hún fer allt frá 4% minnst upp í 12% mest af áætluðu heildarmagni á svæðinu. Við erum að reyna að átta okkur á áhrifum þessa veiðiálags á sjálfbærni svæð- anna, hvort 12% eða 4% sé hæfilegra, eða eitthvað þar á milli,“ segir Sigurður. Agústson, Þórsnes, Fiskiðjan Skagfirðingur og tveir minni að- ilar eiga hlutdeild í skelinni. Bát- arnir eru Hannes Andrésson SH 737 frá Fiskiðjunni og Leynir SH 120. Skelin er öll unnin hjá Agústson. Þegar veiðibannið skall á var vinnslunni lokað en gengið frá þannig að hægt væri Veiða þúsund tonn af hörpuskel í tilraunaskyni Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri Agustson ehf. í Stykkishólmi. S k elfisk v eiða r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.