Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 21

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 21
21 að byrja aftur þegar veiðar gætu hafist á ný. Nú er skelin unnin þar. Stöðvun veiðanna mikið áfall „Fyrir þetta fyrirtæki var skelin burðarásinn í starfseminni í um 30 ár og því var áfallið mikið fyrir okkur þegar veiðarnar voru stöðvaðar en ekki síður fyrir allt samfélagið hér. Það voru margir sem höfðu vinnu, bæði beint og óbeint af skel- veiðunum og vinnslunni. Fólks- fækkunin í Stykkishólmi sýnir berlega hversu mikið þetta áfall var. Fyrirtækið var byrjað í rækjuvinnslu áður en skelin hvarf en þeirri vinnslu var síðar hætt þar sem markaðsaðstæð- ur voru mjög erfiðar og hvorki veiðar né vinnsla stóðu undir sér. Það sem kom í raun og veru í staðinn fyrir skelina var vinnsla á saltfiski. Við gerðum ákveðnar breytingar hjá okkur og settum upp saltfiskverkun í tengslum við línuútgerðina okkar, sem við höfum haldið áfram að byggja upp og efla. Í dag gerum við Gullhólma SH 201 út á línu í krókaaflamarks- kerfinu. Þegar Leynir hættir á skelinni mun hann fara á drag- nótarveiðar og afla hráefnis fyr- ir vinnsluna eins og Gullhólmi.“ Á sínum tíma fengu þau fyr- irtæki sem áður stunduðu veið- ar og vinnslu á skel og rækju bætur í formi botnfiskveiði- heimilda. Sigurður segir að verði þær bætur teknar til baka vegna þess að skelveiðar geti hafist á ný, þá yrði það mikið áfall. Mikill kostnaður fylgi þeim tilraunaveiðum sem séu stund- aðar í dag. „Við erum að reyna að leggja okkur fram um að standa að þessu eins vel og hægt er en það kostar mikla þolinmæði að bíða eftir að skel- in komi upp á ný og hægt verði að hefja veiðar af krafti. Ég treysti því að stjórnvöld sýni því skilning að við erum hér að reyna að sýna ákveðna sam- félagslega ábyrgð og við þurf- um að fara okkur hægt. Það mun taka okkur nokkur ár að koma undir okkur fótunum í skelinni aftur. Skelin er nú seld inn á tvo markaði, annars vegar í Norður- Ameríku og svo Frakkland, sem hefur alltaf verið mikilvægur markaður fyrir hana. Markaður í Norður-Ameríku er það líka svo það er gott að geta unnið Framkvæmdastjóri Agustson í Stykkishólmi vonast til að rannsóknir skili sér í útgáfu veiðiheimilda

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.