Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 22
22 beggja vegna Atlantshafsins í markaðssetningu á skelinni á ný.“ Árið byrjaði ekki vel Ýmis vandi hefur verið í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á þessu ári á sama tíma og há veiðigjöld leggjast á útgerðina. „Þetta ár byrjaði ekki vel með verkfalli og tilheyrandi sársauka sem fylgdi styrkingu krónunnar. Við misst- um út mjög mikilvægan tíma fyrir okkur, m.a. í hörpuskelinni en við höfðum ætlað okkur að klára þessar tilraunaveiðar í janúar 2017. Vegna verkfallsins vorum við kannski að taka á móti skel á þeim tíma sem við hefðum ekki kosið vegna nýt- ingar og þess háttar. Þá eru janúar og febrúar að vanda dýr- mætir mánuðir í saltfiskinum og þeir töpuðust þetta árið. Þetta var því erfið byrjun á ár- inu en í dag er orðinn ágætur gangur. Saltfiskmarkaðurinn er á uppleið, verðin fara hækkandi og það gengur vel hjá okkur að veiða og vinna skelina þessa dagana. Við fjárfestum í bát á árinu í þeim tilgangi að styðja betur við þær tilraunaveiðar sem ver- ið hafa á skelinni. Upprunalega hét þessi bátur Reykjaborg en heitir núna Leynir SH 120. Bát- urinn dregur nafn sitt af vík sem er hér fyrir innan við Skipavík. Þar tíndi faðir minn jurt sem hann hafði mikið dálæti á og heitir umfeðmingur og dreifði um allan bæ. Við breyttum bátnum tals- vert þannig að hann virkar vel með skelplóginn. Við settum í hann fjölgeislamæli sem hjálp- ar til að kortleggja botninn, botnhörkuna, þéttleika skeljar- innar og finna betur út sam- nefnara á milli þeirra svæða sem við erum að veiða skel á í dag og hvar hún kunni að liggja annars staðar. Með þessu reyn- um við að tengja saman botn- lag og útbreiðslu og hverjar sé kjöraðstæður fyrir skelina,“ seg- ir Sigurður. Pólitískur óstöðugleiki Sigurður hefur sterka skoðun á veiðigjöldunum sem innheimt eru í dag. „Vissulega eru veiði- gjöldin há og slæmt að þau skuli vera reiknuð með þeim hætti sem nú er. Þó svo menn vildu leggja til hliðar þegar vel árar þá held ég að fáir hafi gert sér grein fyrir því bakslagi sem komið hefur í rekstur útgerðar og vinnslu á undanförnum tveimur árum. Annars vegar er það gengið sem hefur þýtt gríðarlegt tekjutap fyrir útveg- inn og svo má ekki gleyma launahækkunum, sem hafa ver- ið mjög erfiðar fyrir okkur í vinnslunni. Þannig leggst þetta allt á eitt með að gera þennan rekstur frekar þungan. Fyrir ut- an þetta hefur pólitískur óstöð- ugleiki fylgt sjávarútveginum undanfarin ár. Maður kippir sér kannski minna upp við það núna en áður því þegar illa gengur hjá okkur erum við látn- ir í friði. Svo beinast að okkur öll spjót um leið og einhver fær það á tilfinninguna að það sé einhver afgangur. Þá vantar ekki hugmyndirnar um hvernig eigi að taka hann af okkur.“ Stinga höfðinu í sandinn „Í ljósi allra aðstæðna er svolítið sérkennilegt að sjávarútvegur- inn eigi stöðugt að borga fyrir aðganginn að auðlindinni með- an aðrar atvinnugreinar þurfa ekkert að borga fyrir sinn að- gang að öðrum auðlindum. Þá hlýtur það að vera umhugsun- arefni að keppinautar íslensks sjávarútvegs í nágrannalöndun- um greiða mjög lítið eða ekkert auðlindagjald og njóta jafnvel ríkisstyrkja. Þannig er sam- keppnisstaða íslenskra fyrir- tækja á mörkuðum erlendis skert verulega. Eina eðlilega leiðin í þessu á að vera sú að taka greiðslurnar í gegnum skattkerfið í takti við afkomuna eins og gert er í öðr- um atvinnugreinum. Veiðigjöld- in gera það ekki. Þau leggjast þyngra á smærri fyrirtækin og leiða einfaldlega til frekar sam- þjöppunar. Stjórnmálamenn virðast stinga höfðinu í sandinn, þegar þeim er bent á þá stað- reynd. Ef menn hætta að fá ein- hvern arð út úr þeim rekstri sem þeir stunda er lítið að gera ann- að en að selja og þá geta bara þeir stóru keypt. Þetta er stað- reynd í sjávarútvegi í dag og er að gerast alls staðar í kringum okkur. Stjórnmálamenn tala fyr- ir nýliðun og litlum og meðal- stórum fyrirtækjum vegna þess að hljómar vel en þeir meina ekkert með því. Meðan veiði- gjöldin eru eins og þau eru og afkoman eins hún er í dag þá hverfa þessi fyrirtæki,“ segir Sig- urður Ágústsson. „Fyrir þetta fyrirtæki var skelin burðarásinn í starfseminni í um 30 ár og því var áfallið mikið fyrir okkur þegar veiðarnar voru stöðvaðar en ekki síður fyrir allt samfélagið hér,“ segir Sigurður. Myndir: Hjörtur Gíslason. Hörpuskelin fer á markað í Frakklandi og Norður-Ameríku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.