Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 26
26 EA-7 um reynsluna af skipinu á heimsiglingunni en hann var einnig stýrimaður á Drangey SK þegar það skip kom heim í sumar. „Í heimsiglingunni á Drang- ey fengum við að reyna skipið í bræluveðri suður af Íslandi og sannast sagna þá brosir maður bara ennþá meira yfir skipinu þegar einhver sjór er. Þessi hönnun á skipunum hefur að mínu mati heppnast mjög vel og skipin marka á margan hátt tímamót. Auk þess að skila mik- illi sjóhæfni og stöðuleika þá fáum við líka með þessu skrokklagi gott vinnurými um borð, t.d. í kringum grandara- vindurnar. Togdekkið allt er líka vel útfært og menn munu fljótt taka eftir því hversu gott skjól er þar fyrir veðri og vindum. Þetta er atriði sem miklu máli skiptir og maður hefur mun minni áhyggjur af mannskapn- um að vinna við svona aðstæð- ur þegar eitthvað er að veðri,“ segir Freyr sem hefur verið skip- stjóri á Samherjatogaranum Oddeyrin EA síðustu ár og hef- ur langa reynslu af togarasjó- mennsku. „Oddeyrin var stórt og öfl- ugt skip en Björg er allt öðruvísi sjóskip og það besta sem ég hef kynnst af þessari stærð. Við í áhöfninni getum því látið okkur hlakka til þegar við byrjum að róa á nýju ári og auðvitað verð- ur líka mjög spennandi að fara á sjó með algjörlega nýju vinnslukerfi fyrir aflann. Maður er svolítið eins og barn að bíða eftir jólunum,“ segir Freyr og hlær. Rúmar 225 tonn í lest Líkt og áður segir er Björg EA hönnun Bárðar Hafsteinssonar, skipaverkfræðings hjá Verk- fræðistofunni Skipatækni. Skip- ið er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra breitt. Það er skráð 2081 brúttótonn og hefur 14 hnúta siglingahraða að há- marki. Það er búið Yanmar aðal- vél sem Marás ehf. hefur um- boð fyrir hér á landi. Hún skilar 1620 kW afli við 750 snúninga og getur bæði keyrt á svartolíu og gasolíu. Skrúfa skipsins er 3,8 m í þvermál og er skipið búið kerfum sem reikna út bestu nýtingu orku hvort held- ur það er á veiðum eða sigl- ingu. Allar vindur skipsins eru knúnar með rafmagni og koma frá norska framleiðandanum Seaonics. Togafl skipsins er 40 tonn. Í lest rúmar það 225 tonn af fiski (750 stk 460 lítra kör) en lestin er tæplega 1000 rúm- metrar að stærð. Í henni er ný gerð af krana sem gengur á brautum í lestarloftinu, nokkurs konar hlaupaköttur. Þessi bún- aður er notaður til að raða fiski- kerum í lestina en hann er hollenskur að uppruna og er ný tækni í lestum fiskiskipa. Í brú skipsins er m.a. svokall- aður skjáveggur þar sem skip- stjóri getur verið samtímis með alla helstu upplýsingaglugga úr siglinga- og fiskileitarbúnaði skipsins. Þessi tækni er frá fyrir- tækjunum Brimrún ehf. og Nor- data ehf. Veiðarfæranemar eru frá Marport. Fiskvinnslusvæði á milliþil- fari er rúmir 400 fermetrar að stærð og þar verður aðgerðar- aðstaða og búnaður til fullkæl- ingar á afla áður en hann er settur í lest. Fiskinum verður raðað í kör á milliþilfarinu og þaðan fara þau með lyftum nið- ur í lest. Freyr Guðmundsson, skipstjóri á Björgu EA, við skjávegginn í brúnni. Þetta er meðal tækninýjunga í nýju skipunum hjá Samherja. Skipið ber nafn Bjargar Finnbogadóttur, móður Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja. Hér eru þau mæðgin við skipshlið en Björg gekk fyrst um borð eftir að skipið hafði lagst að.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.