Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 28
28 Nú þegar togarinn Björg EA 7 kom til landsins lauk fjögurra ára dvöl Baldurs Kjartanssonar í Tyrklandi en hann hefur verið eftirlitsmaður á vegum Sam- herja hf. fyrir hönd kaupenda með smíði sex togara í Tyrkandi ásamt Marius Petcu frá Rúmen- íu. Um er að ræða frystiskipin Kirkella og Mark fyrir erlendar útgerðir en Kirkella er að hluta eru í eigu Samherja hf. og ís- lensku togarana Kaldbak EA, Björgúlf EA, Drangey SK og Björg EA. Baldur lætur vel af dvölinni í Tyrklandi og sam- starfinu við skipasmíðastöðv- arnar Tersan og Cemre sem höfðu þessi viðamiklu verkefni með höndum. Stór sem smá úrlausnarefni á borði eftirlitsmannsins „Starf eftirlitsmanns í svona verkefnum felst í byrjun í að leysa úr ýmsum málum á hönn- unarstiginu og tryggja að bæði hönnun og fyrirkomulag á bún- aði sé í með þeim hætti sem kaupendurnir vilja. Tyrknesku stöðvarnar fengu grunnteikn- ingar í hendur í upphafi og teiknuðu síðan allar smíða- og vinnuteikningar, allt niður í smæstu bolta og rær um borð. Svo þegar smíðin sjálf hefst Baldur Kjartansson, eftirlitsmaður, (annar frá vinstri) ásamt samstarfmanni sínum í eftirliti með smíði skipanna, Marius Petcu. Lengst til vinstri er Haci Yildis verkefnisstjóri Cemre skipasmíðastöðvarinnar og Mamit, málningarverktaki. Hef mikla trú á þessum skipum Rætt við Baldur Kjartansson, eftirlitsmann, sem hefur fylgt eftir smíði nýju togaranna í Tyrklandi Í einum af klefum Bjargar EA-7. N ý tt fisk isk ip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.