Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 12
12 Eins og nafnið ber með sér hefur Sjóvá allt frá upphafi tengst íslenskum sjáv-arútvegi sterkum böndum, enda með sterka markaðshlutdeild í þessari undir- stöðuatvinnugrein Íslendinga. Starfsemi fé- lagsins lýtur ekki aðeins að tryggingavernd fyrirtækjanna heldur ekki síður lífs og lima starfsfólks, hvort heldur er á sjó eða landi. Markmiðið er ætíð að fækka slysum og því er áherslan hjá Sjóvá stöðugt á forvarnir og fræðslu til að koma í veg fyrir tjón. „Á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár munum við auðvitað kynna þær tryggingar sem við bjóðum fyrirtækjum í sjávarútvegi, hitta okkar viðskiptavini og treysta böndin. Megináherslan verður þó á tvennt sem við erum ákaflega stolt af; áralangt samstarf Sjóvár við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og svo kynningu á Björgvinsbeltinu sem við hjá Sjóvá höfum stutt við bakið á um árabil. Sjómenn eiga mikið undir góðum björgun- arbúnaði en ekki síður getu og hæfni björg- unarsveitanna til aðstoðar ef í nauðir rekur. Þess vegna styður Sjóvá heils hugar Lands- björgu og hefur gert alla tíð,“ segir Birgir Viðarsson, forstöðumaður fyrirtækjaráð- gjafar hjá Sjóvá. Aðalstyrktaraðili Landsbjargar Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg end- urnýjuðu síðastliðið haust samstarfssamn- ing sem hefur verið í gildi milli félaganna allt frá stofnun Landsbjargar árið 1999. Samkvæmt honum tryggir Sjóvá áfram björgunarfólk og búnað Landsbjargar og aðildarfélaga um allt land ásamt því að vera áfram aðalstyrktaraðili samtakanna. „Við erum hreykin af því að fá að styðja við þetta þjóðþrifastarf og fá tækifæri til að tryggja björgunarfólkið og búnað þess,“ segir Birgir. „Hjá Landsbjörgu starfa á 5.000 sjálfboðaliðar sem allan sólarhringinn eru tilbúnir að bregðast við á ögurstundu og oft við afar erfiðar aðstæður. Landsmenn gera sér vel grein fyrir mikilvægi þessa frábæra fólks sem alltaf er tilbúið að hjálpa og okkur hjá Sjóvá er kappsmál að það sé eins vel tryggt og kostur er við störf sín. Við höfum verið að bæta tryggingavernd björgunar- fólksins og teljum okkur bjóða bestu vernd sem möguleg er.“ Björgvinsbeltið sannar gildi sitt Sjóvá hefur lengi lagt áherslu á kynningu á Björgvinsbeltinu en það hefur bjargað fjölda mannslífa úr sjó eða vatni frá því það kom fyrst fram fyrir um aldarfjórðungi. „Það var Björgvin Sigurjónsson, stýri- maður og skipstjóri í Vestmannaeyjum, sem hannaði fyrsta beltið. Það er einstaklega traust og einfalt í notkun, sem er afar mikil- vægur kostur við björgun. Strax í byrjun fékk beltið mikla útbreiðslu í skipum og við hafnir landsins. Nú er verið að koma beltinu fyrir á um hundrað ferðamannastöðum um allt land. Sjóvá og Slysavarnafélagið Lands- björg áttu samstarf um endurhönnun belt- isins fyrir nokkrum árum og verið er að kynna beltið og dreifa því enn víðar. Þá er gaman að segja frá því að Sjóvá hefur einnig gefið Björgvinsbeltið í lögreglubifreiðar og hefur beltið þegar sannað gildi sitt þar,“ segir Birgir enn fremur. sjova.is Sjóvá styrkir björgunarstarfið Birgir Viðarsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá. „Við erum hreykin af því að fá að styðja við þetta þjóðþrifastarf og fá tækifæri til að tryggja björgunarfólkið og búnað þess.“ Björgvinsbeltið  er afar einfalt og fljótvirkt björgunartæki  er mikilvægt björgunartæki íslenskra sjómanna  flýtur á sjónum og getur bjargað tveimur mönnum í einu  auðveldar hífingu manna upp úr sjó  hefur bjargað fjölmörgum mannslífum á 25 árum  veitir öryggi þegar fara þarf á eftir einhverjum í sjóinn  er að finna við hafnir, ár og vötn um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.