Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 98

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 98
98 Ráðstefnan World Seafood Congress (WSC) sem haldin verður í Hörpu dagana 10.- 13. september nk., er einn stærsti vettvangur heims sem fjallar um verðmætasköpun og matvælaöryggi í sjávarútvegi. Ráðstefnan er í eigu IAFI (Internatio- nal Association of Fish Inspectors) sem eru samtök fag- og eftirlitsaðila í fiskiðnaði og þar er lögð áhersla á faglega þætti sem snúa að matvælaöryggi og eftirliti sem tengist matvælaframleiðslu í sjávarútvegi, ekki síst í þróunarríkjum. „Erlendis eru margir sem horfa með öf- undaraugum til Íslands vegna þess hve vel okkur hefur tekist að halda utan um stjórn- un og nýtingu sjávarauðlindanna. Þess vegna er það mikið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands til að kynna hvað hann stendur fyrir,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, forstöðu- maður miðlunar og markaðssetningar hjá Matís sem sér um ráðstefnuna. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hana sækja starfsmenn útgerða og fiskvinnslu, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverfinu víða um heim. Hún var síðast haldin í Bretlandi og þar áður í Kanada og er Ísland fyrst Norðurlanda til að halda hana. Bláa lífhagkerfið Sjálf ráðstefnan er í tvo og hálfan dag og yfirskrift hennar er að þessu sinni „Vöxtur í bláa lífhagkerfinu“. Lífhagkerfið spannar allar lífrænar og endurnýjanlegar auðlindir og bláa lífhagkerfið skírskotar til þess sem þrífst í höfum og vötnum. „Við viljum vekja athygli á að allt sem við gerum hefur áhrif á lífrænar auðlindir okkar. Við erum ekki bara að tala um fiskinn í sjónum heldur líka þör- ungana sem fiskarnir þrífast á, orkuna sem notuð er til að sigla á miðin, hversu vel við förum með aflann og allt annað sem hefur áhrif og tengist lífinu í hafinu.“ Steinar segir dagskrá ráðstefnunnar ákveðna af vísindanefnd sem skipuð er fulltrúum IAFI og Matís og þar vegi þungt áherslur IAFI á matvælaöryggi- og eftirlit og viðhorf vísindamanna Matís sem sveigi áherslurnar meira að viðskipta- og fyrir- tækjaverkefnum og fjármögnun. Vel á ann- að hundrað manns alls staðar að úr heiminum koma að fyrirlestr- um sem haldnir verða í nokkrum samhliða málstofum á ráðstefn- unni. Á fyrsta degi verður lögð áhersla á þróunarsamstarf og stöðuna á hinum ýmsu svæðum í heiminum hvað varðar matvælaöryggi, eftirlit og þætti sem miða að því að stuðla að nægu fæðufram- boði og öruggum matvælum. Tæknilegar umbyltingar Á öðrum degi færast áherslurnar meira yfir á tækniumbyltingar, fjármögnun og fyrir- tækjarekstur þar sem litið verður á mat- vælaframleiðslu í sjávarútvegi sem við- skiptatækifæri. Síðasti ráðstefnudagurinn verður umfjöllun fram að hádegi enda er þetta dagurinn sem Íslenska sjávarútvegs- sýningin hefst í Kópavogi. Þarna verða kynntar helstu nýjungar og tækniumbylt- ingar sem orðið hafa síðustu misserin í mat- vælaframleiðslu, með sérstakri áherslu á sjávarútveginn. Meðal annars mun fulltrúi frá Gfresh, sem er nettengt markaðstorg fyrir sjávarafurðir á heimsvísu, fjalla um netverslun með sjávarafurðir, Lynette Kucsma gerir grein fyrir matvælaprenturum en hún kom einmitt að hönnun eins af fyrstu þrívíddar matvælaprenturunum. Loks má nefna John Bell frá framkvæmda- stjórn ESB sem fjallar um þau áhrif sem tækniumbyltingar eru að hafa í evrópskum sjávarútvegi. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, mun svo slíta ráðstefnunni. matis.is World Seafood Congress í fyrsta skipti á Íslandi Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana fyrir Íslensku sjávarútvegssýninguna í Kópa- vogi. „Það er mikið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, forstöðumaður miðlunar og markaðssetningar hjá Matís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.