Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 108

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 108
108 Segja má að í fáum orðum felist starf-semi sambandsins í því að gæta hags-muna félagsmanna og fjölskyldna þeirra, bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Helstu verkefni okkar eru á sviði kjaramála en Rafiðnaðarsambandið er með 27 kjarasamninga við atvinnurekendur í rafiðnaði, auk allmargra vinnustaðasamn- inga. Þetta eru viðmikil verkefni sem auk sjálfrar samningagerðarinnar felast í túlkun og aðstoð við félagsmenn frá degi til dags en einnig umsögnum um lög og reglugerðir og þátttöku í margskonar nefndum og ráð- um aðila vinnumarkaðarins og hins opin- bera,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands í samtali. Mjög öflugur sjúkrasjóður Félagsmenn aðildarfélaga RSÍ greiða 1% af launum sínum til sambandsins og að auki greiða atvinnurekendur 1% í sjúkrasjóð, 0,25% í orlofssjóð og 1,1% í eftirmenntun- arsjóð. Eru þessi gjöld reiknuð af heildar- launum. „Við rekum hér mjög öflugan sjúkrasjóð sem formlega heitir Styrktarsjóður rafiðn- aðarmanna. Hlutverk sjóðsins er að hlaupa undir bagga með félagsmönnum, lendi þeir eða fjölskylda þeirra í erfiðleikum vegna veikinda eða slysa. Það kemur sér vel fyrir okkar félagsmenn lendi þeir í slíkum vanda en sjóðurinn greiðir um 80% af heildarlaun- um viðkomandi starfsmanns í 6-12 mánuði eftir að samningsbundnum rétti til launa í veikindum frá vinnuveitanda lýkur skv. kjarasamningi. Þessi aðstoð sem sjóðurinn veitir getur skipt sköpum fyrir afkomu fjöl- skyldu þess sem lendir í slysi eða alvarleg- um veikindum. Auk þess greiðir sjóðurinn veglegan styrk vegna útfararkostnaðar til eftirlifandi maka sem og styrk til barna fé- lagsmanns sem eru undir 18 ára aldri beri andlát að höndum. Sjóðurinn styrkir einnig félagsmenn til líkamsræktar og forvarna- starfs af ýmsu tagi og við finnum að æ fleiri sækja sér þá styrki sem eru í boði sem er mjög gott,“ segir Kristján Þórður. Þegar kemur að útleigu á orlofshúsum til félagsmanna er Rafiðnaðarsambandið stór- tækt í meira lagi. Á það og rekur hvorki meira né minna en 42 hús og íbúðir, bæði hér á landi og erlendis, m.a. á Spáni, í Dan- mörku og á Flórída. Einnig leigir sambandið út tjaldvagna og rekur stórt hús við Apavatn sem er vinsælt fyrir samkomuhald af ýmsu tagi. Þar er og vinsælt tjaldstæði sem oft er vel ásetið. Þá njóta félagsmenn góðra af- sláttarkjara á golfvelli Dalbúa í Miðdal, nærri Laugarvatni en það er 9 holu völlur. Menntamálin mikilvæg Umfangsmikill þáttur í störfum RSÍ er starfs- og símenntun og hefur sambandið verið brautryðjandi á þessum vettvangi hér landi um langt árabil. Í samvinnu við at- vinnurekendur í raf- og tölvuiðnaði eru reknir eftirmenntunarsjóðir rafiðnaðar- manna sem eiga m.a. Rafiðnaðarskólann þar sem staðið er fyrir margskonar fram- haldsnámi fyrir rafiðnaðarmenn í formi starfsmenntunarnámskeiða. Allri starfs- mennta- og fræðslustarfsemi rafiðnaðar- manna er stjórnað af Starfsgreinaráði raf- iðnaðarins, sem í eru fulltrúar frá öllum starfsgreinum í rafgreinum og vinnuveit- endur þeirra. „Við teljum afar mikilvægt að nýliðun í okkar greinum sé stöðug og jöfn en ekki síður að félagsmenn sæki sér sífellt mennt- unar til að viðhalda þekkingu sinni í örri tækniþróun nútímans. Í því skyni höfum við m.a. verið að færa öllum nemum í okkar greinum spjaldtölvur að undanförnu og í haust höfum við afhent samtals um 900 tölvur. Margt af okkar fólki starfar í sjávar- útveginum, bæði á sjó og landi, og við vitum eins og þeir sem reka fyrirtækin, að mikil- vægt er að fagmenn komi ávallt að verki og að þeir búi yfir allri nýjustu þekkingu sem völ er á hverju sinni.“ Aðalskrifstofur Rafiðnaðarsambandsins eru við Stórhöfða 31 í Reykjavík. Viðamikil starfsemi RSÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Frá Skógarnesi við Apavatn. Þar er m.a. að finna orlofshús, tjaldsvæði og golfvöll. rafis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.