Ægir - 01.01.2018, Page 10
10
Sigríður Kristinsdóttir, sérfræð-
ingur á sviði náttúru hjá Um-
hverfisstofnun, þekkir vel til ís-
lenskra hafna en hún sér um
eftirlit með móttöku úrgangs í
höfnum. Ný reglugerð um eftir-
lit með úrgangi frá skipum tók
gildi í desember 2014 en starf
Sigríðar hófst árið 2015. Hún
hefur nú heimsótt þrjá fjórðu
af þeim höfnum sem eftirlit er
með.
„Það er gaman að segja frá
því að hafnirnar standa sig yfir-
leitt frábærlega vel í að hafa
þessa aðstöðu í lagi. Ég veit
ekki hvort reglugerðin sjálf hef-
ur breytt miklu í höfnunum,
þær hafa bara verið að standa
sig mjög vel, en reglugerðin
hefur vonandi hvatt fólk til
dáða að gera enn betur og veit-
ir ákveðið aðhald. Stór hluti
okkar starfs er að vera innan
handar með leiðbeiningar um
hvernig eigi að meðhöndla
pappírsvinnu. Hafnarstarfs-
menn þurfa til að mynda að
fara yfir SafeSeaNet tilkynning-
ar frá skipum, þar sem kemur
fram hversu mikinn úrgang
stendur til að setja í land og
Móttaka úrgagns frá skipum
Íslenskar hafnir standa sig vel
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
U
m
h
v
erfism
á
l
Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Umvherfisstofnun, segir íslenskar hafnir metnaðarfullar þegar kem-
ur að móttöku úrgagns.