Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2018, Qupperneq 34

Ægir - 01.01.2018, Qupperneq 34
34 Heimildir íslenskra skipa til veiða á þorski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafi á þessu ári eru 5.662 tonn miðað við slægðan afla. Auk þess er heimilt að vera með allt að 30% meðafla af öðrum tegundum. Í fyrra voru þessar heimildir 6.882 tonn og hafa þær því dregist saman um 1.200 tonn vegna minni heildarkvóta á þorski í Barentshafi. Fiskistofa hefur ekki gefið út heimildir til veiða innan lög- sögu Rússlands. Þar mátti veiða í fyrra 4.300 tonn, en tæplega 1.100 tonn af því náðust ekki. Meðal annars vegna bilunar togarans Örfiiseyjar RE , sem stundaði veiðar þar norðurfrá. Það skip hefur nú mestar heimildir innan norsku lögsög- unnar eða 1.270 tonn eftir milli- færslur frá öðrum HB Granda- skipum. Örfirisey er þannig að taka við hlutverki Þerneyjar sem áður var með mestu heim- ildirnar, en hún hefur nú verið seld úr landi. Næsta skip er Arn- ar HU með 692 tonn og síðan Björgvin EA með 680 tonn. Alls fá 15 skip úthlutað heimildum til veiða innan norsku lögsögunnar í Barents- hafi, en aðeins 8 skip stunduðu veiðar þar í fyrra. Það er því ljóst að töluverðar millifærslur eiga enn eftir að eiga sér stað og gæti það breytt eitthvað röð efstu skipa. Í fyrra var Þerney með mest- an þorskafla íslensku skipanna úr norsku lögsögunni, 1.556 tonn og næst kom Kleifaberg RE með 1.192 tonn. Til veiða á ný eftir bilun Á dögunum hélt Örfirisey RE aftur til veiða eftir nokkurra mánaða stopp en bilun varð í skipinu þegar það var að veið- um í rússnesku lögsögunni í Barentshafi í október. Þá brotn- aði skiptiteinn í skrúfu skipsins með þeim afleiðingum að draga varð það til Svolvær í Norður-Noregi til viðgerðar. Að sögn Lofts Bjarna Gíslason- ar, útgerðarstjóra frystiskipa HB Granda, þurfti að fá varahluti senda frá framleiðanda vegna bilunarinnar. Við blasti einnig einnig að skipið þyrfti að fara í hefðbundna klössun á árinu 2018 og því var ákveðið að klössunin færi fram samhliða viðgerðinni hjá Skarvik skipa- smíðastöðinni í Svolvær. Auk viðgerðarinnar á skrúfu- búnaðinum var aðalvél tekin upp, sem og niðurfærslugír. Viðgerðinni lauk um miðjan janúar og þá hélt skipið í túr sem reiknað er með að taki um 40 sólarhringa. Að veiðiferð lok- inni landar skipið í Reykjavík. Örfirisey með mestan kvóta innan norsku lögsögunnar Frystitogarinn Örfirisey hefur verið frá veiðum síðan í október vegna bilunar í skrúfubúnaði og upptektar á aðalvél og niðurfærslugír. Skipið er nú komið á ný til veiða og næg verkefni framundan í Barentshafi. F réttir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.