Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.11.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 05.11.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Sunnudaginn 12. nóvember verður frumflutt nýtt tónlistarævintýri í Hörpu sem nefnist Pétur og úlfurinn ...en hvað varð um úlfinn? Töfrahurð fagnar í samstarfi við Stórsveit Reykjavíkur útkomu bókar og geisladisks með þessu metnaðarfulla verki fyrir börn á öllum aldri. Haukur Gröndal samdi nýja tónlist við sögu sína og Pamelu De Sensi og fjallar um hvað varð um úlfinn eftir að hann var klófestur í sögu Prokofievs. „Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi djassins og þeim klassíska,“ segir Pamela De Sensi. „Úlfur- inn er fangi í dýragarði og söguhetjur Prokofievs koma sér saman um að frelsa hann úr prísundinni því enginn á skilið að þjást í búri. Sagan er eilíf og á alltaf erindi við börn sem fullorðna. Gói smellpassar sem sögumaður og gefur útgáfunni aukið aðdráttarafl.“ Á tónleikarnir verða 25 djassdansarar á aldr- inum 12-13 ára úr Danslistarskóli JSB. Barna- blaðið hitti dansarana á æfingu og tók þá tali. Hvað er djassballett? Það er í raun blanda af djassi og ballett. Djass- ballettinn verður til þegar djasstónlistin kemur til sögunnar. Þá fara klassísku dansararnir að dansa við djasstónlist en grunnurinn kemur auð- vitað úr ballettheiminum. En hressari útgáfa af ballett. Meiri snerpa og kraftur. Hvað eruð þið gamlar? Við erum á aldrinum 11-12 ára en úlfurinn aðeins eldri. Við æfum all- ar hér í Danlistarskóla JSB undir stjórn Söndru Ómarsdóttur. Við erum á 3.-4. stigi á listdans- braut. Þekkist þið eitthvað fyrir utan dansinn? Við komum úr öllum áttum en erum búnar að kynnast vel hérna í dansskólanum. Eruð þið búnar að æfa lengi? Flestar hafa æft mjög lengi en aðrar styttra. Og þetta er hópdans, er það ekki? Jú, við þurfum því að vera mjög samtaka. Hlakkið þið til að sýna verkið í Hörpu? Já, mjög mikið. Það er æft stíft þessa dagana. Svo verður gaman að hitta Góa og stórsveitina og láta þetta smella allt saman fyrir stóra daginn. Þetta verður algjört djasstónlistarævin- týri og öll tónlistin frumsamin. Hvenær er sýning? Það verða tvennir tónleikar sunnudaginn 12. nóvember. Þeir fara fram í Hörpu kl. 14 og 16. Er þetta eitthvað í líkingu við hið klassíska verk Pétur og úlfurinn? Já, að einhverju leyti byggt á því. En það var ákveðið að koma með nýjar áherslur og útfæra þetta með stórsveitinni. Þannig að við fáum að kynnast nýrri hlið og nýjum hljóðfærum. Það má segja að þetta sé framhaldssaga. Gói og hljóð- færin segja söguna. Og er búið að æfa mikið fyrir næstu helgi? Já, það hefur gengið vel að æfa. Við höfum hlustað á söguna og undirspilið þegar við æfum. Svo eigum við eftir að taka generalprufu þegar allir koma saman. Og hvað varð um úlfinn? Hann fór í dýragarð. Pétur, afinn og dýrin ná svo að frelsa hann og hann lofar að vera aldrei vondur framar. Sunnudaginn 12. nóvember verður frumflutt nýtt tónlistarævintýri í Hörpu sem nefnist Pétur og úlfurinn ...en hvað varð um úlfinn? Stelpur úr Danslistarskóla JSB koma fram ásamt Stórsveit Reykjavíkur og sögumanninum Góa. Myndir: Kristinn Magnússon „Svo verður gam- an að hitta G óa og stórsveiti na og láta þetta sm ella allt saman fyrir s tóra daginn.“ DANSA VIÐ DJASSLEIK STÓRSVEITARINNAR Glæsilegur hópur dansara á æfingu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.