Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 05.11.2017, Page 5

Barnablaðið - 05.11.2017, Page 5
Úlfurinn tekur sporið. Ása María Sigrúnardóttir fer með hlutverk úlfsins. Litlir listamenn Kristbjörg 6 ára Aron Logi 5 ára Gára Hengó hefur í samstarfi við Tjarnarbíó sett upp nýtt og ævintýralegt verk ætlað börnum. Verkið nefnist ÍÓ og er brúðu- og leikin sýning. Hafrún er ákveðin stelpa með mikið hrokkið hár. Hún elskar að ráða í drauma, lesa á hvolfi og fylgjast með tunglinu en í nótt getur hún ekki sofið. Hún saknar ömmu sinnar sárt sem er nýfarin á fund stjarnanna. Skyndilega flýgur hvítur hrafn inn í herbergið á ógnarhraða. Hafrún nefnir hann Íó. Saman leggja þau af stað í stórfenglegt ævintýri. Íó er ljóðræn sýning um sorgarferli. Sýningin er sjónræn sviðsetning á innra ferðalagi barns. Á ferðalaginu takast Hafrún og Íó á við mögnuð öfl sem búa innra með okkur og eru jafn ómis- sandi og tunglið sem lýsir okkur nóttina. Íó er þroskasaga um hugrekki, vináttu, missi og leit að jafnvægi milli ljóss og myrkurs. Sýningar fara fram á sunnudögum kl. 15. Undirheimaferð stúlku og hrafns Hvað ert þú gömul? Ég er 16 ára og í MH. Ég er á fyrsta ári menntaskóla-listdansbraut. Ert þú búin að æfa dans lengi? Já, í einhver 7-8 ár. Er ekki heitt í þessum búningi? Jú, mjög heitt, hann er alveg nokkur kíló. Ég gæti þó fengið að sleppa þessum stóra haus á sýningunni. Ætli ég verði ekki máluð í staðin. Er þetta sami úlfurinn og áður? Já, ætli það ekki. Nema hann er hættur að borða kjöt. Hann er orðinn vegan. Jafnvel sami og í ævintýrinu um Rauðhettu? Það gæti verið. Hefurðu lesið þér til um ævintýrið? Já, ég er búin að lesa Pétur og úlfinn en nýja bókin er rétt ókomin út. En ég er búin að hlusta á söguna sem Gói les. Og ertu ekkert stressuð? Jú, smá, þetta er dálítil pressa. En ég hlakka mikið til. Þetta verður mjög skemmtilegt. Hefuru komið eitthvað fram áður? Já, bara í dansskólanum. Við höldum eina nem- endasýningu á ári. Þá höfum við komið fram og sýnt afraksturinn. Hver eru helstu áhugamál þín? Það er dansinn númer eitt, tvö og þrjú. Tónlistin er líka mjög spennandi. Hvað er erfiðast í dansinum? Það er ballettinn, þá þarf maður að hugsa mjög mikið og ná öllu rétt. Djassballettinn er annars líka mjög krefjandi. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Planið er að verða dansari. MJÖG HEITT Í BÚNINGNUM

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.