Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 11.11.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Snillismiðja, hvað er það? Róbert: Þetta er herbergi þar sem maður fær að prófa alls konar tæknilega hluti. Hér eru geymdar alls konar græjur sem við lærum á. Hér eru tölvur, vélmenni, drónar, sýndar- veruleikagleraugu, þrívíddarprentari og ýmislegt fleira. Það má segja að þetta sé fyrsta árið sem Snillismiðjan er starfrækt hér í skólanum eins og hún er í dag. Margrét: Við erum hérna 1-2 daga í viku. Bekkirnir velja sér einn snilling úr hverjum bekk til að prófa tæki og tól í smiðjunni. Mikael: Eiginlega nokkurs konar tilraunadýr. En annars mega auð- vitað allir prófa. Margrét: Það er fínt að sleppa við dönsku og fá kannski að vera í Snillismiðj- unni frekar. Og er þetta þá ekki skemmtilegasta herbergið í skólanum? Mikael: Jú, klárlega. Margrét: Kennararnir okkar, Engilbert og Anna María, úthluta okkur verkefnum. Þá byrjum við að fikta og í rauninni að prófa á okkur hversu auðvelt er að læra á græjurnar og fyrir hvaða aldurshóp. Mikael: Þetta snýst mikið um forritun. Róbert: Nú erum við að vinna með Sphero og Dash. Við forritum þessi tæki í gegnum spjaldtölvuna. Síðan gera þau það sem maður er búinn að ákveða fyrir fram. Mikael: T.d. að syngja, dansa, segja eitthvað skrýtið, afturábak og áfram og margt fleira. Róbert: Við setjum upp þrautir til að æfa okkur. Margrét: Í fyrra lærðum við líka dálítið á Microbit. En þá vorum við bara í tölvustofunni, áður en Snillismiðjan kom til sögunnar. Róbert: Microbit er örtölva sem þú tengir við venjulega tölvu. Mikael: Síðan forritar maður eitt- hvað inn á hana. Hún getur t.d. farið í leikinn skæri, blað, steinn. Eru krakkar á ykkar aldri fljótari að læra á svona tæknileg tæki en fullorðnir? Róbert: Já, það segir sig eiginlega sjálft. Margrét: Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Mikael: Það er gaman að lifa á tækniöld og læra á allar þessar nýju græjur um leið og þær verða til. Margrét: Þetta snýst um að vera forvitin og fikta sig áfram. Myndir: Kristinn Magnússon „Tækn- in á eftir að halda áfr am að þróast m jög hratt.“ GAMAN AÐ LIFA Á TÆKNIÖLD MARGRÉT MIKAEL RÓBERT FLINK er félag sem vill efla nýsköpun í skólum en nýsköpun mætti líka kalla nýja hugmynd eða uppfinningu. Í félaginu er hugmyndaríkt fólk sem langar að gera skólana skemmtilegri, með nýsköpunar- menntun fyrir börn og kennara. Í nýsköp- unarmennt fá börn fá tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum með aðstoð kennara. Dagurinn 9. nóvember er alþjóðlegur dagur uppfinningamannsins. FLINK hefur ákveðið að hampa honum og hugvitsfólki á Íslandi og hófst sú vegferð í fyrra. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er árleg keppni fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk. Mismunandi hefur verið hverjir styrkja hana og/eða standa að henni undanfarin ár en meira er hægt að lesa um sögu keppninnar á www.nkg.is Margrét Þórhallsdóttir, Mikael Aron Viðarsson og Róbert Máni Gunnarsson eru öll í 9. bekk Hólabrekkuskóla. Þau elska Snillismiðjuna í skólanum, þar sem þau fá að ljóta ljós sitt skína í gegnum nýjustu tækni og vísindi.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.