Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 11.11.2017, Síða 5

Barnablaðið - 11.11.2017, Síða 5
Í Snillismiðjunni er ýmislegt brallað. Róbert: Við erum stundum fengin til að miðla reynslu okkar áfram til yngri nemenda. Hvað er svona áhugavert við nýsköpun? Margrét: Það er svo mikið frelsi að fá að uppgötva eitthvað nýtt. Það er ótrú- legt að hægt sé að forrita flókna hluti í gegnum spjaldtölvu. Róbert: Og allt er þetta þráðlaust. Mikael: Oftast er flest skemmilegt við það. Hvað er í uppáhaldi hjá ykkur í Snilli- smiðjunni? Róbert: Það er Sphero, sem er eins og lítill kappakstursbíll. Mikael: Það er eigin- lega hægt að láta hann gera hvað sem er, hnerra og prumpa og ég veit ekki hvað. Margrét: Það er bara ótrúlegt að svona lítil tölva inni í plastkúlu geti gert svona marga hluti. Hver er besta uppfinning allra tíma? Margrét: Stóll, nei ég segi svona. Ætli flestir myndu ekki segja snjallsíminn. Annars er margt sem er skemmtilegt og nytsamlegt sem kemur til greina. Mér dettur í hug Google. Ég nota það mikið. Mikael: Dróninn. Þú getur flogið hon- um hátt og tekið myndbönd og myndir. Mögnuð græja sem mig langar mikið í. Róbert: Það fyrsta sem kemur upp í hugann er rúmið. Ég elska að sofa. Það er mjög erfitt að velja bara eitthvað eitt. Sýndarveruleikagleraugu er líka snilld. Þú tengir þau við síma eða tölvu. Þá ertu kominn inn í annan heim. Hvað hefðuð þið mest viljað finna upp í heiminum? Margrét: Fljúgandi bíl. Mikael: Litla þyrlu sem maður geymir bara inni í bílskúr og flýgur svo um á. Róbert: Kannski úr þar sem myndin birtist eins og skjár í lausu lofti. Margrét: Þú meinar eins og í Spy Kids? Róbert: Já, ætli það ekki, og í Star Wars. Margrét: Mér dettur líka í hug eitthvert tæki sem getur hjálpað heiminum. T.d. að ná öllu óþarfa plasti úr sjónum. Hvað er fram undan í Snillismiðjunni? Margrét: Það er alltaf eitthvað nýtt. Róbert: Það verður gaman að komast í þrívíddarprentarann. Mikael: Mig langar að útbúa stresskubb sem erfitt er að útskýra svona í fljótu bragði. Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur? Margrét: Maður veit líka aldrei hversu nálægt heimsendir er. Mikael: Vonandi verða einhvern tí- mann hús á litlum fljúgandi eyjum. Róbert: Fljúgandi bíla og alltaf betri og betri tölvur. Það er ekkert svo mjög langt síðan það var ekki hægt að senda tölvupóst. Þannig að þróunin er ör og spennandi. Margrét: Tæknin á eftir að halda áfram að þróast mjög hratt. Hvað finnst ykkur skemmtilegast í skólanum fyrir utan Snillismiðjuna? Margrét: Frímínútur. Hver eru ykkar helstu áhugamál? Margrét: Handbolti, ég er að æfa með ÍR. Ég er á hjólabrettum og hestum á sumrin og snjóbretti á veturna. Mér finnst líka mjög gaman að lesa. Mikael: Ég æfi taekwondo þrisvar í viku og á gítar tvisvar í viku. Róbert: Ég er líka að æfa taekwondo, sem er sjálfsvarnaríþrótt. Mér finnst líka mjög gaman að teikna. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stór? Róbert:Ætli það verði ekki eitthvað tölvutengt. Gera við tölvur og finna upp eitthvað nýtt með því að forrita. Mikael: Ég ætla að verða bakari. Mig langar í svona tæki sem græjar vöfflur í alls konar formi sem maður er búinn að teikna í tölvu. Græjan er svona svipuð og þrívíddarprentari. Margrét: Annaðhvort atvinnukona í handbolta eða eitthvað allt annað. Ég ætlaði alltaf að verða læknir en mig langar allavega að læra ansi margt. „Það er bara ótrúlegt að s vona lítil tölva inn i í plastkúlu ge ti gert svona marga hluti.“

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.