Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.11.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 19.11.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Í Laugarnesskóla hefur verið stofnað réttinda- ráð með nemendum úr 2.-6. bekk. Alls eru 10 nemendur í ráðinu, en það er skipað tveimur nemendum úr hverjum árgangi. Af hverju eruð þið í réttindaráði? Bergþóra: Fyrst vorum við í svokölluðu hug- myndaráði, þar sem við getum komið með hugmyndir um betri skóla. Ingibjörg Ösp: Það var kosið um fulltrúa í bekknum til að sitja í ráðinu. Ylfa: Út frá því var kannaður áhugi fyrir því að vera með í réttindaráði. Daníel: Við vorum kölluð til skólastjórans og ég vissi ekkert hvað var í gangi. Hélt að ég yrði eitthvað skammaður en þá var bara verið að tilkynna hverjir yrðu í réttindaráðinu. Hvað gerir réttindaráð? Hjalti: Við hittumst og ræðum réttindi barna. Bergþóra: Við eigum að þekkja réttindi okkar og höfum verið að stefna að því að verða Réttinda- skóli. Auður: Við förum yfir það hvernig er hægt að bæta skólann og öllum líði betur. Daníel: Mikilvægt er að börn þekki réttindi sín. Valtýr: Við höfum útbúið lista yfir hvernig er hægt að eiga góða kennslustund, hvernig maður verður fyrirmyndarnemandi og hvernig kennarar geta orðið enn betri. Hver eru réttindi barna? Ylfa: Öll börn eiga t.d. rétt á að fara í skóla, fá heilsuvernd og eiga heimili. Ingibjörg Ösp: Börn eiga rétt á vinnuvernd og tjáningafrelsi. Daníel: Og rétt á þaki yfir höfuðið. Anja: Við erum nú ótrúlega heppin hér á Íslandi hvað margt af þessu varðar. Bergþóra: Stundum hef ég sagt þennan brandara en mér finnst þetta mjög fyndið. En stundum þegar pabbi spyr mig hvort ég vilji gera eitthvað t.d. setja klósett- pappír inn á baðherbergi, þá svara ég: Nei, börn eiga ekki að vinna. En þá spyr hann á móti hvort það sé ekkert skylduráð í þessum skóla mínum. Ingibjörg Ösp: Maður er meira farin að hugsa um réttindi barna. Ég er farin að hafa það í huga þegar ég les Harry Potter, þar er miklu ábótavant í réttindabaráttunni finnst mér. Barnasáttmálinn á afmæli líka á mánudaginn. Um hvað fjallar hann? Hjalti: Um réttindi barna. Víglundur: Öll börn eiga t.d. að eiga rétt á hreinu vatni. Bergþóra: Það hafa næstum því öll lönd í heim- inum samþykkt þennan sáttmál. Eiginlega öll nema Bandaríkin. Anja: Öll börn eiga rétt á að þekkja foreldra sína Ingibjörg Ösp: Það eru 54 greinar í sáttmálan- um. Auður: Það eiga allir að eiga rétt á að lifa og þroskast. Hafa öll börn á Íslandi þessi réttindi? Bergþóra: Sum börn á Íslandi eiga kannski ekki foreldra sem eru góðir við þau. Auður: Börn á Íslandi eiga öll kost á menntun. Hjalti: Hagsmunir barna eiga að vera í forgangi. Kemur réttindaráðið oft saman? Örn Bragi: Já, við reynum að hittast allavega einu sinni í mánuði. Ingibjörg Ösp: Svo hittumst við oftar þegar eitt- hvað sérstakt er í gangi eins og þessa dagana. Bergþóra: Fulltrúar frá UNICEF komu einmitt í skólann um daginn til að taka hann út og skoða aðstæður. Anja: Þau voru að athuga hvort við gætum orðið réttindaskóli. „Full- trúar frá UNICEF k omu einmitt í skólann um daginn t il að taka hann út o g skoða aðstæðu r.“ TELJA MARGT MEGA BÆTA Í RÉTTINDUM VÍÐA UM HEIM Alþjóðadagur barna er haldinn árlega 20. nóvem- ber. Dagurinn er einnig afmælisdag- ur Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- ana. UNICEF mun standa fyrir ýmsum viðburðum um allan heim. Á Íslandi mun UNICEF veita fyrstu Réttindaskólum landsins viður- kenningu. Barna- blaðið hitti krakka í réttindaráði Laugarnesskóla sem höfðu frá ýmsu að segja. VÍGLUNDUR INGIBJÖRG ÖSP YLFA ÖRN BRAGI DANÍEL HJALTI BERGÞÓRAANJA VALTÝR AUÐUR

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.