Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.11.2017, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 19.11.2017, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Heimsmet eru ekki sett á hverjum degi eða hvað? Í heimsmetasafni Guinness er að finna fullt af skrítnum og skemmtilegum heimsmetum, og 19. nóvember er GuinnessWorld Record Day eða alþjóðadagur Guinness heimsmetanna. Hversu vel ertu að þér í heimsmetum Guinness? Kíktu á síðuna kids.guinnessworldrecords.com og spreyttu þig á vefrallýinu! K E N N A R IN N .I S Sú sem ámetið í því að sippa sitjandi, eða 120 skipti á mínútu heitir: Manoj Maharana frá Indlandi Gwen Rosenberg frá Noregi Anika Stuhr frá Þýskalandi Sopfie Lingström og vinkonur Therese Lindgren og félagar Jón Ásmundsen og fjölskylda stóri dan rakkinn Dúskur st. Bernardtíkin Mochi Rickert labradorhundurinn Sam Bernard Sá eða sú sem á heimsins stærsta safn af tuskuböngsum heitir: Jackie Brown frá Bretlandi Jackie Miley frá Bandaríkjunum Jackie MacLeod frá ÍSkotlandi Þessi einstaklingur er yngsti plötusnúður sögunnar: DJ Arch Jnr DJ BonBon Smith DJ Abu Khan Þau sem bökuðu heimsins stærstu grænmetiskökuna voru: Sá hundur sem hefur heimsins lengstu tungu er: Bjuggu til heimsins lengstu fugla- fóðurslengjuna úr jarðhnetum: Grunnskólabörn frá Hollandi Leikskólabörn frá Ítalíu Framhaldsskólahópur frá Chile Chris Ronalds frá Kanada Cristiano Ronaldo frá Brasilíu Christopher Cook frá Bretlandi Jet Li frá Kína Hunter Ewen frá Bandaríkjunum Andrzej Blumenfeld frá Póllandi Komst hraðast allra á rafknúnu hjólabretti eða 95,83 km/klst: Mischo Erban Michael Jordan Mustafa Esran Er lágvaxnasti hundur veraldar, aðeins 9,65 cm á hæð og heitir: Milly Buddy Vanilla Hefur lengst allra spilað FIFA ánhlés eða í 48 klukkutímaog 49mínútur: Á heimsmet í að blása upp blöðrur og blés í 960 stykki á 60 mínútum: Vefrallý á nýju heimsmeti VÍS INDAVEFURINN Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? Í íslensku eru til mörg orð um snjó og snjókomu. Mikilvægt var h ér áður fyrr, þegar fólk fór lan ds- hluta á milli ýmist gangan di eða á hestum, að lýsing á færi í snjó væri sem gleggst. Mjöll er notað um nýfallinn snjó og ef snjórin n er mjög laus í sér er talað um lausam jöll. Nýfallinn snjór er líka nefn dur nýsnævi. Harðfrosin snjóbreið a er nefnd hjarn. Skari er notað ef efsta lag snjóbreiðu er frosið, og fari menn eða skepnur í gegnu m lagið er talað um áfreða, brota, íssk el eða fastalæsing. Djúpur snjór er kallaður kafsnjór, kafald og ka faldi og smágert kafald kallast líka kafaldshjastur. Mjög blautur, djúpur snjór er stundum nefndur bleytuslag og hálfbráðinn snjór kalla st krap og blotasnjó. Él er skammvinn snjókoma o ft með vindi og dimmt él er sums staðar kallaðmoldél. Snjógan g- ur er éljagangur eða snjókom a með hléum en snjóhraglandi er kalsanæðingur með slydd u eða hagli og þekkist líka um þ að orðið snjóbörlingur. Hundslappadríf a er mikil og stórflygsótt snjók oma í logni, einnig nefnd skæðadríf a eða logndrífa. Fyrir vestan er snjók oma í logni einnig nefnd kafaldsmyg lingur, hjaldur, lognkafald eða ryk. H ríð er snjókoma í vindi og þykkt hríðarveð- ur er fyrir norðan nefnt kaska hríð. Lenjuhríð þekkist einnig fyrir norðan um fremur litla hríð en blotah ríð er slyddu- eða krapahríð. Ofanko ma er notað um hvers kyns úrko mu en oft- ast um snjókomu, él og sl yddu en ofanhríð er haft um mikla snj ókomu án þess að það skafi. Smá úrkoma eða él er kallað fukt og þá er sagt að hann fukti. Bylur er stormur með ákafri s njó- komu, og einnig eru notuð um það kafaldsbylur og kafaldshríð en mold- bylur er alveg svartabylur þan nig að ekki sér út úr augum, í sen n storm- ur, ofankoma og skafrenn ingur. Skafrenningur er snjór, sem fý kur með jörðu, líka nefndur neða n- bylur, skafald, skafkafald, snjó fok, snjódrif og kóf. Fjúk, snjódríf, drift, fjúkburður og fýlingur eru orð notuð yfir skafrenning ef v indur er hægur. Skafbylur, skafhríð, sk afmold og skafningur eru öll notuð um skafrenning í miklum vind i. Þegar ofan fellur mjög bla utur snjór, sem oft er nær því að vera rigning, er talað um slyddu, bleytukafa ld, klessing eða slytting. Svarið er af Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi Vísind avefsins. Drátthagi blýanturinn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.