Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 10.12.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 10.12.2017, Blaðsíða 5
Hvernig kviknaði áhugi þinn á söng? Ég fór í Sönglist í Borgarleikhúsinu þegar ég var sjö ára og síðan hélt ég bara áfram að syngja. Hefur þú komið eitthvað fram áður? Tja, ég hef bara farið í prufur fyrir einhver leikrit og svo var ég reyndar í Skoppu og Skrítlu. Lék rassálf í ein- hverjum þáttum. Það var einmitt tekið upp á sama stað og Jólastjarnan var tekin upp. Hvað heita foreldrar þínir? Sesselja Ómarsdóttir og Halldór Eyjólfsson. Ég á einn stærri bróður sem heitir Ómar. Hvað langar þig í í jólagjöf? Þetta er dálítið erfið spurning. Ég er eigin- lega búinn að fá bestu jólagjöfina í ár, að fá að syngja með Jólagestum Björgvins. Ert þú farinn að hlakka til jólanna? Já, að sjálfsögðu, en ég hlakka meira til tónleikanna. En það besta við jólin er auðvitað pakkarnir, maturinn og samveran með fjölskyldunni. Áttu þér einhver fleiri áhugamál? Já, ég æfi stökkfimleika hjá Gróttu, sem er nokkurs konar parkour. Ég æfi ballett í Listdansskóla Íslands Svo æfi ég leik- list í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og ég er á kvikmyndargerðarnámskeiði sem við eiginlega breyttum í tónlistar- myndbandanámskeið. Ég er líka í rapp- hljómsveit sem heitir Pöndurnar og við höfum gefið út eitt lag og myndband. Fengum meira að segja Króla til að leika með okkur í því. Getur maður séð myndbandið ein- hvers staðar? Já, endilega farið inn á YouTube og skrifið Pöndurnar, þá kemur lagið okkar Brainfreeze upp. Ég og vinir mínir Stefán og Jón Orri erum í Pöndunum. Við erum búnir að taka upp nýtt lag sem við eig- um eftir að ákveða hvort við gefum út. Ertu búinn að rappa lengi? Ég byrjaði að hlusta á Eminem fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að fíla rapp. En af hverju ballett? Það hjálpar mér að fá grunninn til að geta orðið góður dansari. Allt kemur eiginlega út frá ballett. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski útvarpsmaður. . Aðventan hefur verið annasöm hjá Arnaldi. „Ég byrjaði að hlusta á Eminem fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að fíla rapp.“ Litlir listamenn Malín Birta 7 ára Saga 7 ára Ellen 8 ára Álfrún Tinna 7 ára Brynja 7 ára

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.