Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 ✝ Magnús Snæ-dal, prófessor við íslensku- og menningardeild á hugvísindasviði Há- skóla Íslands, fæddist á Akureyri 17. apríl 1952. Hann lést 3. desem- ber 2017 á sjúkra- húsi í Barcelona á Spáni. Foreldrar Magn- úsar voru hjónin Rósberg G. Snædal, rithöfundur og kennari, og Hólmfríður Magnúsdóttir saumakona. Rósberg var fædd- ur 1919 í Kárahlíð í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu og lést 1982. Hólmfríður var fædd 1918 á Syðra-Hóli í Austur-Húna- vatnssýslu. Hún lést 2013. Systkini Magnúsar eru Húnn, f. 1944, Hólmsteinn, f. 1945, d. 2015, Gígja, f. 1947, Þórgunnur, f. 1948, og Bragi, f. 1954. Magnús var í sambúð með Auði Guðjónsdóttur á árunum 1976 til 1984. Sonur þeirra er stöðu í almennum málvísindum við heimspekideild 1989, varð lektor í sömu grein 1994 og dós- ent sama ár. Hann varð prófess- or 2005 og gegndi því starfi til dánardags. Eftir Magnús liggja fjölmarg- ar greinar um íslensku, íðorða- fræði, frumgermönsku og forn- ar rúnaristur, auk þess sem hann ritaði greinar um íslenskt mál, málsögu og færeysku og sinnti þýðingarstörfum. Hann var einn helsti sérfræðingur á alþjóðlegum vettvangi í saman- burðarmálfræði og gotnesku og samdi m.a. orðstöðulykil að got- neska biblíutextanum (e. A Con- cordance to Biblical Gothic). Hann kom að skipulagningu margra ráðstefna um færeysk- íslensk fræði og ritstýrði ráð- stefnuritum undir nafninu Frændafundur. Magnús gegndi enn fremur ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 1996 og var forstöðumaður hennar 1997 til 2001 og var varaformaður og formaður bókmenntafræði- og málvísindaskorar á árunum 1996 til 2001. Útför Magnúsar fer fram frá Neskirkju í dag, 22. desember 2017, og hefst klukkan 13. Kári, f. 1978, forrit- ari. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973, BA- prófi í íslensku, heimspeki og upp- eldisfræði frá Há- skóla Íslands 1978 og cand.mag. prófi í íslensku frá sama skóla 1982 og auk þess nam hann, grísku, fær- eysku og íðorðafræði. Magnús starfaði á Lands- bókasafni Íslands og Þjóð- skjalasafni Íslands á árunum 1977 til 1981, á Orðabók Háskól- ans 1982 til 1983, var stunda- kennari í íslensku við Kennara- háskóla Íslands, málfræðilegur ráðunautur Orðabókar lækna- félaganna og ritstjóri Íðorða- safns lækna 1984 til 1996, auk þess sem hann var stundakenn- ari við heimspekideild Háskóla Íslands 1983 til 1984. Hann var ráðinn í tímabundna lektors- Í einni af mörgum samúðar- kveðjum sem mér bárust eftir frá- fall Magnúsar bróður míns var honum lýst sem „mjög prúðum manni“, það eru orð að sönnu. Magnús kom alltaf fram af ein- stakri prúðmennsku, rólegur og yfirvegaður maður, af sumum tal- inn fáskiptinn og þögull. En allir sem kynntust honum vel vissu að hann var bæði skrafhreifinn og skemmtilegur, einstaklega vel að sér um margt og deildi gjarnan með sér af kunnáttu sinni og ágætri dómgreind. Magnús var rúmum þremur ár- um yngri en ég, fallegur og ákaf- lega viðkvæmur drengur, sem smám saman, eins og fleiri við- kvæmir, lærði að hylja viðkvæmn- ina með húmor og hlédrægni. Eftir stúdentspróf 1973 frá Menntaskólanum á Akureyri, sem á 8. áratugnum var, eins og flestir framhaldsskólar á landinu, þétt- setinn róttækum stúdentum lét Magnús ekki sitt eftir liggja í pólitískum róstum. Með tímanum lagði hann, góðu heilli, pólitíkina á hilluna og sneri sér að vísindum. Hann lagði m.a. stund á samanburðarmálfræði og frumgermönsk málvísindi og varð með tímanum einn af fremstu sér- fræðingum heimsins í gotnesku. Hann sýndi mér einu sinni þykkan doðrant: Who’s Who in the World, þar sem hann var nefndur meðal þeirra 2000 manna og kvenna sem á einhvern hátt voru framúrskar- andi á sínu sviði. Hann var svolítið stoltur af því. Þar sem ég einnig lagði stund á forngermönsk og norræn fræði áttum við sameiginleg áhugamál á því sviði og deildum einnig áhuga á þjóðlegri íslenskri fræði- mennsku eins og við eigum ættir til. Ég bar gæfu til að geta verið hjá honum nokkra daga undir langri og erfiðri banalegu hans á sjúkrahúsi í Barcelona. Þá stytti ég okkur stundir við að lesa fyrir hann úr bókum afa okkar og pabba og raula gamlar vísur. Hann hélt fast í höndina á mér uns morfínið svæfði hann þar til yfir lauk. Þórgunnur Harpa Snædal. Árið var 1970. Við vorum að byrja annan vetur skólasetu í virðulegri en steinrunninni menntastofnun, Menntaskólanum á Akureyri. Námsfólk hafði látið til sín taka í Evrópu, mótmælt arðráni og kúgun almennt og stríðsrekstri í Víetnam alveg sér- staklega. Ungt fólk hafði fengið tilgang. Þetta haust bættist Magnús Snædal í hóp fjórðubekk- inga. Hann hafði útlit Che Guev- ara, með sítt dökkt hár, mikið skegg, alpahúfu, á skósíðum svörtum frakka. Það sópaði að honum þar sem hann fór um götur og ganga. Hann kenndi okkur að hlusta á framúrstefnulegan jazz/ blús John Mayalls, og áður en nokkur vissi var Dunhill-píputób- ak komið í pípuna. Magnús var áhrifavaldur, alveg án þess að ætla sér það. Hann varð fljótlega í fararbroddi í samfélagi nemenda sem vildu breyttan og bættan skóla, breytt og bætt þjóðfélag. Dræmar viðtökur skólayfir- valda við hugmyndum okkar juku okkur róttækni og byltingarþrótt, við tókum meira að segja þátt í að stofna stjórnmálasamtök sem settu byltingu í forgang. En það kom fljótt í ljós að Magnús myndi ekki leiða þjóðina til byltingará- taka, til þess var hann of víðsýnn og greindur og sáttfús. En alla ævi sló hjarta hans með hinum undirokuðu, fyrir réttlátara þjóð- félagi og gegn auðvaldi og órétt- látri skiptingu auðs. „Svoddan er kapitalismen“ sagði hann oft þeg- ar óréttlæti bar á góma og var það hans Stóridómur um það skipulag. Magnús lauk cand.mag. prófi í íslensku frá HÍ 1982 og starfaði við háskólastofnanir og við skól- ann alla starfsævi sína, síðustu ár- in sem prófessor í málvísindum. Hann tókst á við uppruna og þró- un tungunnar, íslenskaði læknis- fræðihugtök fyrir Læknafélag Ís- lands, fjallaði um þróun færeysku og hann átti stóran sess í fræða- samfélagi þeirra sem unnu að rannsóknum á gotnesku. Það var einmitt á ráðstefnu í þeim hópi í Barcelóna á Spáni í september sl. þar sem hann flutti fyrirlestur, sem hann veiktist alvarlega af lungnabólgu og lá á spænsku sjúkrahúsi í rúma tvo mánuði þar til hann lést 2. desember. Magnús bjó um árabil með Auði Guðjónsdóttur íslenskufræð- ingi og átti með henni einn son, Kára, sem var honum afar kær. Þau Auður skildu. Magnús ræddi oft um son sinn, fylgdist vel með lífi hans og var stoltur af honum; ekki síst af löngum ferðalögum hans til fjarlægra heimsálfa. Sú víðsýni og skilningur á öðrum þjóðum sem Kári öðlaðist olli Magnúsi mikilli ánægju. Magnús greindist með parkin- sons-veikina um miðjan aldur og dró sig að verulegu leyti í hlé frá skarkala heimsins eftir það; kannski nokkuð umfram það sem veikindin kölluðu á. Veikindin tóku smám saman sinn toll og daglega lífið varð honum erfiðara af þeim sökum án þess að hann heyrðist kvarta. Hann var alla tíð trúr uppruna sínum og vinum. Hann var Akur- eyringur og hann var Skagfirðing- ur og Húnvetningur. Hann sótti samkomur skólafélaga frá GA og MA, þeir voru honum hugstæðir, hann mundi allt, vissi flest og tal- aði um alla af skilningi og góðvild. Það er með mikilli eftirsjá sem við kveðjum Magnús Snædal. Haukur Arnþórsson, Þórólfur Matthíasson. Nú þegar leiðir skiljast vil ég minnast vinar míns Magnúsar Snædal. Magnúsi kynntist ég í 5. bekk Menntaskólans á Akureyri og höfðum við mikil samskipti síð- ustu tvo vetur okkar í skólanum. Ekki veit ég hvernig þau kynni hófust en venjulega voru sam- skipti utanbæjarnemenda við nemendur frá Akureyri heldur lít- il. Hugsanlega var tengingin ræt- ur beggja í íslenskri sveitamenn- ingu, ég fæddur og uppalinn í húnvetnskri sveit en hann að vísu fæddur og uppalinn á Akureyri en hafði dvalið öllum stundum hjá móðurfólki sínu á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi. Það var þó ekki svo að við dreifbýlisnemendur værum ekki opnir fyrir öðru. Þeg- ar ferskir straumar kenndir við ’68 bárust til Akureyrar fóru þeir síður en svo fram hjá okkur. Þess- ir straumar voru af ýmsum toga og ekki eingöngu samfélagslegir og minnist ég í því sambandi nota- legra stunda heima hjá Magnúsi, móður hans og bróður hlustandi á plötur með John Mayall and the Bluesbreakers. Þegar mennta- skóla lauk komu níu ár sem tengsl okkar voru nánast engin en við vissum þó hvor af öðrum. Sjálfur dvaldi ég á þessum árum að mestu erlendis en Magnús var fyrst við sveitastörf og síðan við nám og störf í Reykjavík. Árið 1982 flyt ég alfarið til landsins en er þá þegar búinn að vera með hestatengda ferðaþjón- ustu í Húnavatnssýslunni í nokkur sumur en hafði dvalið erlendis á vetrum. Eftir heimkomuna tökum við Magnús upp samskipti að nýju. Upp úr því fer hann að venja komur sínar til mín í sveitina á sumrin til að hjálpa mér við hin ýmsu störf eftir því sem því sem varð við komið hjá honum. Á tí- unda áratugnum álít ég að hann hafi notað allar stundir sem hann gat til að aðstoða okkur. Í fyrstu aðallega við járningar og annað sýsl við hross. Á tímabili vorum við með ferðir þar sem gist var í tjöldum. Þá sá Magnús um að keyra á undan á áfangastaðinn og tjalda og sjá um matseldina. Á þessum tíma eru þeir Kári, sonur Magnúsar, og Sindri, sonur minn, oft með Magnúsi í þessu amstri og fór afskaplega vel á með þeim fé- lögum. Seinna þegar við fórum að gista á Svarfhóli í Dölum, sem þá var í eigu hestamannafélags Dala- manna, var Magnús þar að segja má ráðsmaður. Hann sagði seinna sjálfur að þar hefði hann komist næst því að vera bóndi. Um það leyti sem Magnús fór að venja komur sínar í sveitina á sumrin fær hann sér hesta og er með hesta á húsi í Reykjavík á vetrum og heldur því svo lengi sem heils- an leyfði. Magnús var ljómandi góður hestamaður af gamla skólanum og var til þess tekið hvað reiðhestar hans voru þjálir og honum fylgi- spakir. Á þessum tíma er ferða- þjónustan í landinu í mikilli mótun og fátt um fyrirmyndir. Það sem við vildum bjóða upp á skyldi vera íslensk ferðaþjónusta byggð á ís- lenskum hefðum og menningu skrýdd íslenskri náttúru en ekki einhver erlendur afþreyingariðn- aður. Í þessum hugleiðingum var ekki ónýtt að hafa Magnús sér við hlið. Magnús var ágætur hagyrð- ingur. Þess má finna dæmi í gesta- bókum í ýmsum sæluhúsum. Um nám og fræðistörf Magn- úsar veit ég lítið, var sjaldan um- ræðuefni. Gestir okkar voru flestir þýsku- mælandi en Magnús alltaf stirð- mæltur á þýsku en skilningur hans á þýsku, einkum lesskilning- ur, mjög góður og kom alltaf á óvart. Nú er Magnús búinn að spretta af í hinsta sinn og klárarnir komn- ir í haga og því kveð ég hér minn góða vin og ferðafélaga til margra ára. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Kára og öðrum aðstand- endum. Meira: mbl.is/minningar Arinbjörn Jóhannsson. Hávaxinn, skarpholda, dökkur yfirlitum, síðhærður, með alpa- húfu. Þannig birtist Magnús okk- ur íslenskunemum snemma á átt- unda áratugnum. Ég komst að því að þarna fór maður ákveðinna skoðana, fastur fyrir og skoðunum sínum trúr. Það varð mér enn bet- ur ljóst þegar við kynntumst, best þó þegar við sátum saman í tímum hjá Hreini og Jóni. Það var á þess- um árum sem framtíð okkar mót- aðist. Þetta voru góðir tímar. Snemma heillaðist Magnús af gotnesku, því löngu útdauða máli Gota sem segir okkur svo margt, m.a. um tungu okkar. Málið er einkum varðveitt í biblíuþýðing- um úr grísku frá 4. öld. Og til að ná enn betri tökum á viðfangsefninu lærði Magnús forngrísku. Hann helgaði sig rannsóknum á got- nesku og aflaði sér alþjóðlegrar viðurkenningar á því sviði með verkum sínum og fyrirlestrum. Hann fann jafnvel villur hjá sjálf- um Streitberg. Það telst ekki lítið afrek. Magnús var á heimleið af ráðstefnu þar sem hann hafði haldið boðsfyrirlestur um rann- sóknir sínar þegar hann veiktist og náði ekki heim. Á myndum sem teknar voru í ráðstefnulok var bjart yfir Magnúsi. Hann brosir sínu hógværa en um leið glettn- islega brosi. Hann hafði lokið góðu verki og honum leið vel meðal vina. Hvað gerðist næst vitum við ekki. Magnús Snædal var maður glöggur á menn og málefni. Hon- um hlotnaðist sú gæfa að fá að starfa við það sem honum var kært. Hann vann af alúð og ná- kvæmni en hreykti sér aldrei af verkum sínum. Hann gekk hljótt um dyr, fámáll um eigið líf og hlut- aðist ekki til um líf annarra. Samt lét hann sig aðra varða enda ávallt reiðubúinn til hjálpar væri eftir því leitað. Og honum þótti vænt um fólkið sitt. Æðrulaus tókst hann á við mótlæti sitt, sem var ekki lítið. Ég er Magnúsi Snædal þakklát fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og þann sem næst mér stóð. En nú er 40 ára samfylgd lokið, samfylgd sem hefði átt verða miklu lengri. Það var gott að eiga Magnús að vini. Kára og öllum ástvinum votta ég samúð mína. Margrét Jónsdóttir. Magnús Snædal, prófessor í málvísindum við Háskóla Íslands, er kvaddur með söknuði þeirra er voru honum nánir sem vinir, sam- starfsmenn og nemendur fyrr og síðar. Það er sammæli margra er til þekktu á fagsviði hans að hann hafi verið með lærðustu og fremstu mönnum á heimsmæli- kvarða á tilteknum sviðum málvís- inda, svo sem í fornmálinu got- nesku, sem var hans líf og yndi og þar sem hann tók virkan og gef- andi þátt í fjölþjóðlegu samstarfi málvísindamanna. Jafnframt var hann vel að sér í grísku og latínu, svo að dæmi séu nefnd, auk mik- illar færni í fjölmörgum grunnat- riðum þessara vísinda. Magnús var alla tíð fremur hlédrægur og fjarri fór því að hann stærði sig af yfirburðakunnáttu sinni. Góðvild og hjálpsemi ásamt hlýhug til samferðarmanna voru honum í blóð borin og aldrei lá honum, mér vitanlega, misjafnt orð til nokkurs manns eða um aðra menn fjarstadda. Hann hafði stundum yfir þennan minnisstæða og sígilda vísupart, ef hann taldi á einhvern hallað í samræðum við matar- eða kaffiborð eða annars staðar: Holl sú regla öllum er og þess verð að temja sér að hafa ei önnur orð um mann en þú getur sagt við hann. Magnús var einlægur við vini sína og góðkunningja og miðlaði þeim á sinn hógværa hátt af fróð- leiksbrunni sínum. Er þá ekki endilega átt við fagsvið hans held- ur fyrst og fremst margvíslegan sagnafróðleik af mönnum og at- burðum fyrri tíðar og þó ekki síð- ur kveðskap, gjarna hnyttnar og vel kveðnar lausvísur eftir fjöl- mörg skáld og hagyrðinga, lífs og liðna. Var það sannarlega góð skemmtun þeim er á hlýddu. Sjálfur var hann hagmæltur og launfyndinn með allri hófsemd og smekkvísi. Margar voru þær stundirnar sem ég átti einn með Magnúsi, einkum sem farþegi í bifreið hans eða þá ásamt ýmsum afbragðs- mönnum við matarborð í hádeg- inu í Hámu, matstofu Háskólans. Þar bar gjarna margt á góma, oft með brosi og hlátrum eftir atvik- um. Var þá vissulega vel tekið eft- ir því sem Magnús lagði til mála með sínum hætti. Eru þessar samvistir við matarborðið, er stundum teygðist vel úr, mér og ýmsum öðrum afar minnisstæðar, og þá ekki síður samvera með Magnúsi yfir kaffi- bolla í Norræna húsinu um margra ára skeið. Við bárum gæfu til að vera samtímis félagar í litlum og óformlegum kaffiklúbbi, sem þar hefur komið saman til glaðværrar samveru einu sinni í viku hverri (nákvæmlega kl. 14.00 á laugardögum) alls í 49 ár, eða síðan kaffistofa hússins var opnuð árið 1968. Góðir félagar úr þeim hópi hafa að vísu fallið frá eins og gengur en aðrir komið í staðinn smám saman, eins og á við um Magnús, sem þó var þar í mörg ár, allt til dauðadags. Í þessum fé- lagsskap verður hans vissulega sárlega saknað, og veit ég að þar tala ég einnig fyrir hönd annarra borðfélaga okkar í Norræna hús- inu. Páll Sigurðsson, prófessor emeritus. Góður vinur og kær, Magnús Snædal prófessor í málfræði, hef- ur nú kvatt, óvænt og langt fyrir aldur fram. Hann lést á sjúkra- húsi í Barcelona á Spáni (eða Katalóníu) þar sem hann hafði verið á vísindaráðstefnu. Magnús bjó við talsvert heilsuleysi síðustu árin, Parkinson-veiki, sem háði honum sífellt meira, og var mikil raun að sjá hvernig sá hörmulegi sjúkdómur lék hann að lokum. En æðruorð mælti hann aldrei. Það var þó áhrifamikil stund þegar Magnús sagði mér einslega frá sjúkdómsgreiningunni þegar hún lá fyrir. Þau fáu orð og sú langa þögn sem fylgdi sagði mikið. Leiðir okkar Magnúsar Snæ- dals lágu saman í háskóla, og þó ekki fyrr en í framhaldsnámi. Ég man hann þó vel frá fyrstu há- skólaárum hans því að hann skar sig nokkuð úr, hár og myndarleg- ur, svipsterkur og yfirvegaður, með góðlegt en alvarlegt augna- ráð, hægur í fasi; þá oft með pípu í munni. Hann var mjög róttækur í skoðunum, og nokkra dulúð og spenning vakti að Magnús hafði farið í heimsókn til Albaníu. Lengra varð þá varla komist inn í launhelgar kommúnismans. Ég varð þess ekki var að hann gæfi upp þá trú, en vissi samt aldrei fyrir víst hvar alvaran í því máli lá. Hann var venjufastur í dagfari og nokkur íhaldsmaður í viðhorfum. Við sátum við fótskör Hreins Benediktssonar prófessors og fleiri kennara og drukkum í okkur germanska samanburðarmál- fræði, með öðru góðu. Magnús skrifaði merka kandídatsritgerð um u-stofna en gotneska og austurgermanskar málleifar urðu sérgrein hans og meginviðfangs- efni í fræðunum. Ég leyfi mér að fullyrða að á seinni árum hafi hann verið fremstur vísinda- manna á því afmarkaða sviði og al- þjóðlega þekktur og virtur sem slíkur þótt ekki sé það fjölmenn sveit sem þau fræði iðkar. Orð- stöðulykill hans yfir gotnesku og yfirburðaþekking hans á mál- heimildum, samanburður við gríska og latneska texta sem birt- ast í greinum hans og útgáfum, munu verða öðrum málfræðingum að miklu gagni um alla framtíð. Drýgstan hluta starfsævi sinn- ar var Magnús þó við kennslu í al- mennum málvísindum og þekkti sig þar vel um bekki; ekki vorum við í sama trúarflokki þar fremur en í öðru en samræður um kenn- ingar í málfræði við hann voru alltaf jafnskemmtilegar. Á seinni árum vöndum við okkur á að hitt- ast um helgar í sundlauginni og skröfuðum þá mikið saman um málfræði. Við Magnús bundumst traust- um vináttuböndum ungir að árum og það gekk yfir fjölskyldur okkar framan af. Við fórum stundum í ferðalög um landið. Magnús var afar fróður um land og sögu. Eft- irminnilegust er ferð okkar um Jökulfirði, en Laxárdalurinn í Húnaþingi var þó okkar sérstaka áhugamál. Þar þekkti hann nærri hverja þúfu enda Rósberg, faðir hans, þar fæddur og fóstraður. Mér var eilíft undrunarefni hvílík- ur vísnasjóður hann var; þar kenndi aldrei botns. Og sjálfur var hann prýðilegur hagyrðingur sem ég fékk að njóta í jólakortum, oft um ferðalög okkar, bras og þras. Með miklum söknuði kveð ég Magnús Snædal Rósbergsson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.