Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 29
Vigdís starfaði lengi í Evrópusam- tökum einkaritara, í Kvenfélaginu Hringnum um árabil og hefur starfað með Grósku, myndlistarfélagi Garða- bæjar. Þá stofnaði hún og rak, ásamt Elínu Ágústu Sigurgeirsdóttur, verslunina Stíl til margra ára. Fjölskylda Eiginmaður Vigdísar er Einar S. Sigurjónsson, f. 27.1. 1952, forsetabíl- stjóri. Foreldrar hans voru Vilborg Eiríksdóttir, f. 18.9. 1923, d. 26.2. 2015, og Sigurjón Jóhannesson, f. 22.7. 1908, d. 28.9. 1969. Fyrri maður Vigdísar er Guð- laugur Tryggvi Karlsson, f. 9.9. 1943, hagfræðingur. Börn Vigdísar og Guðlaugs Tryggva eru Bjarni Karl, f. 11.9. 1973, hagfræðingur og leiðsögu- maður, en börn hans eru Vigdís Elísabet og Birkir Karl, og Guðný Marta, f. 25.07. 1983, landslags- arkitekt en sambýlismaður hennar er Carspar Theut skólasérfræðingur og eiga þau tvö börn, Elvu Karitas og Baldur Karl. Stjúpsynir Vigdísar frá fyrra hjónabandi eru Valdimar Karl, f. 5.3. 1962, viðskiptafræðingur, kvæntur Þuríði Ágústsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn, Þorstein Inga, Tryggva Karl, Kristin Örn og Mar- gréti Ástu, og Karl Höskuldur, f. 10.9. 1966, viðskiptafræðingur, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur hjúkr- unarfræðingi en þau eiga saman þrjár dætur, Jónínu Margréti, Sig- rúnu Guðnýju og Guðrúnu, en fyrir átti Karl Guðlaug Tryggva og Arndísi Maríu. Stjúpsynir Vigdísar úr seinna hjónabandi eru: Magnús Hjaltalín, f. 20.8. 1975, tækniteiknari en börn hans eru Sóley Sara og Hlynur Freyr og sambýliskona hans er Inga Guð- mundsdóttir; Guttormur Ingi, f. 31.7. 1983, kerfisfræðingur en dóttir hans er Erna Sigríður; Jóhann Agnar, f. 20.6. 1988, kerfisfræðingur, kvæntur Benediktu Gabríellu Kristjánsdóttur skrifstofustjóra og eru börn þeirra Gabriella Vilborg og Viktor Frosti. Systkini Vigdísar eru Kristján Sig- urður, f. 11.2. 1952, sölumaður, kvæntur Steinunni Tryggvadóttur sölumanni og eiga þau þrjú börn, Bjarna Reyr, Kristbjörgu og Diljá, og Kristbjörg, f. 7.3. 1954, fjármála- fulltrúi og á hún eina dóttur, Mörtu. Foreldrar Vigdísar voru Bjarni Ólafsson, f. 30.1. 1923, d. 3.5. 2010, stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsvík, og k.h., Marta Kristjánsdóttir, f. 5.3. 1923, d. 18.12. 2016, húsfreyja. Vigdís Bjarnadóttir Steinvör Einarsdóttir húsfr. á Sjávarhólum og í Mávahlíð Sigurður Ingimundarson b. á Sjávarhólum á Kjalarnesi og í Mávahlíð, Fróðárhr. Ágústa Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. og stöðvarstj. í Ólafsvík Marta Kristjánsdóttir húsfr. í Ólafsvík Kristján Þórðarson skipstj. og stöðvarstj. í Ólafsvík Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Ytri-Bug Þórður Þórarinsson b. í Ytri-Bug í Fróðárhreppi Ólafur Sigurðsson verkfræðingur Jón Sigurðsson svæfingalæknir Sigurður Ólafsson apótekari í Reykjavíkur- apóteki Hlíf Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Hallgrímur Magnússon Everest-fari Hörður Magnússon Everest-fari Björg Ólafsdóttir húsfr. í Rvík dr. Hrefna Sigurjónsdóttir líffr. Snorri Sigurjónsson verkfræðingur Kristján Sigurjónsson útvarpsm. Guðmundur G. Þórarinsson verkfr., og fyrrv. borgarfulltr., alþm. og forseti Skáksambands Íslands Jóhann Þórir Jónsson form. Taflfélags Rvíkur, landsliðsm. í skák og ritstjóri og útg. Skákar Guðmundur Þórðarson skipstj. í Ólafsvík Aðalheiður Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Þórarinn Þórarinsson alþm. og ritstj. Tímans Þórarinn Þórðarson sjóm. í Ólafsvík Rögnvaldur Ólafsson forstj. Hraðfrystihúss Hellissands Ólafur Rögnvaldsson forstj. á Hellissandi Ingólfur Árnason framkv.stj. á Ísafirði Halldóra Ingólfs- dóttir forsetafrú Árni Árnason verslunarm. á Ísafirði Ólöf Eldjárn ritstj. og þýðandi Þórarinn Eldjárn rith. og skáld Ari Eldjárn skemmti kraftur Kristján Eldjárn gítarleikari Sigurlína Þórðardóttir húsfr. í Mávahlíð Kristján Þorsteinsson b. í Mávahlíð í Fróðár hr. Kristólína Kristjánsdóttir húsfr. á Brimilsvöllum Ólafur Bjarnason hreppstj. og umboðsm. á Brimilsvöllum Vigdís Sigurðardóttir húsfr. á Brimilsvöllum Bjarni Sigurðsson b. á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi Úr frændgarði Vigdísar Bjarnadóttur Bjarni Ólafsson útvegsm. og stöðvarstj. Pósts og síma í Ólafsvík ÍSLENDINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 100 ára Þórhildur Magnúsdóttir 85 ára Guðrún Benedikta Helgadóttir Halldór Karlsson Jón Friðgeir Jónsson 80 ára Þórður Friðriksson 75 ára Sveinveig Guðmundsdóttir Þórdís Jósefína Guðjónsdóttir Þórsteina Pálsdóttir 70 ára Alexander Valdimarsson Gísli S. Kristjánsson Jóhanna Steinunn Ágústsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Laufey Brynja Einarsdóttir Vigdís Bjarnadóttir Þorvaldur Karlsson 60 ára Gunnar B. Gunnlaugsson Halldór Randver Lárusson Hallgrímur Helgi Helgason Júlíana Árnadóttir Rósa Benónýsdóttir Sigríður Jakobínudóttir Vífill Sigurjónsson 50 ára Emil Rúnar Kárason Gunnlaugur Skúlason Hafþór Gylfi Jónsson Halina Kardasz Ingibjörg Stefánsdóttir Ingi Tómas Guðjónsson Jónína Þ. Kristjánsdóttir Kristín Sigurbj. Jóhannsdóttir Miroslaw Zenon Kuczynski Orri Vésteinsson Ólafur Ágúst Pálsson Stefán Birgir Stefánsson Stefán Hjálmarsson Sveinn Einarsson Veronica Martin Þorlákur Sindri Björnsson 40 ára Andrés Jónsson Anne Maria Sparf Bjarki Þórir Valberg Bjartmar Kristjánsson Brynhildur Lilja Björnsdóttir Davíð Ólafsson Egle Simokaitis Guðmundur Árni Árnason Gunnar Þór Guðjónsson Hanna Jónsdóttir Harpa Björnsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Inga Vala Magnúsdóttir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir Norma Valdís Hallgrímsdóttir Rachael Lorna Johnstone Roman Cymorek Stefán Friðrik Stefánsson 30 ára Anton Friðriksson Birgir Marteinsson Bryndís Bessadóttir Bryndís Bjarnar Arnfinnsdóttir Daníel Þorláksson Inga Birna Friðjónsdóttir Ingólfur Pétursson Jón Gunnar Mikaelsson Paulina Rzeczko Sigrún Pálmadóttir Simon Gerald Rudeck Þórarinn Ágúst Freysson Til hamingju með daginn 30 ára Þórarinn býr á Ak- ureyri og starfar hjá Steypusögun Norður- lands. Maki: Halla Kristín Krist- insdóttir, f. 1992, nemi í viðskiptafræði við HA. Börn: Ásgeir Darri, f. 2009, og Þórey Halla, f. 2016. Foreldrar: Freyr Jónsson, f. 1968, stýrimaður og vélstjóri hjá Björgun, og Þóra Björk Magnús, f. 1969, búsett í Danmörku. Þórarinn Ágúst Freysson 30 ára Inga Birna ólst upp í Svíþjóð og á Krókn- um, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í fatahönnun í Danmörku, starfar hjá Cintamani, er að stofna eigið fatahönnunarfyrir- tæki og er söngkona. Maki: Sveinbjörn Guð- laugsson, f. 1989, lög- fræðingur hjá Korta. Sonur: Birkir Atli, f. 2015. Foreldrar: Auður Aðal- steinsdóttir, f. 1961, og Friðjón Bjarnason, f. 1958. Inga Birna Friðjónsdóttir 30 ára Anton ólst upp í Hafnarfirði, er nú búsett- ur í Vogunum og starfar hjá Frostverki í Garðabæ. Systkini: Pétur Hrafn Friðriksson, f. 1999, og Áróra Friðriksdóttir, f. 2002. Foreldrar: Guðrún Ósk Barðadóttir, f. 1964, skólaliði í Vogum, og Frið- rik Pétursson, f. 1966, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun, búsett- ur í Hafnarfirði. Anton Friðriksson DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Inga Jóna Ingimarsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Blöðruhálskirtilskrabbamein hjá þremur norrænum þjóðum – Áhrif greiningar og meðferðarstefnu á ný- gengi, þróun klínískra þátta og meðferð (Prostate cancer in three Nordic count- ries-The impact of diagnostic and thera- peutic strategies on incidence, trends in clinical prensentation and manage- ment). Í lok síðustu aldar sýndu faralds- fræðilegar rannsóknir fram á mun verri lifun meðal sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli í Danmörku en á öðrum löndum á Norðurlöndum. Með því að afla klínískra upplýsinga um sjúklinga í Dan- mörku, Svíþjóð og hér á landi á kerf- isbundinn hátt kom í ljós að verri lifun sjúklinga í Danmörku mátti rekja til þess að þar voru hlutfallslega mun fleiri með fjarmeinvörp við greiningu. Þegar leið- rétt var fyrir útbreiðslu sjúkdómsins við greiningu og fyrir æxlisvísinum PSA, minnkaði eða hvarf munurinn að mestu. Íslensku sjúklingarnir höfðu tilhneigingu til að vera yngri, fleiri greindust á fyrstu stigum sjúkdóms- ins auk þess sem uppvinnsla þeirra var ítarlegri. Læknanleg með- ferð og hormóna- meðferð var oftar veitt á Íslandi. Svip- uð þróun og hafði átt sér stað á Ís- landi sást um fimm árum síðar í Dan- mörku, þ.e. hækkun á nýgengi blöðru- hálskirtilskrabbameins, breytt aldursdreifing og hækkun á hlutfalli staðbundins krabbameins. Upplýsingar tilkynntar til Krabbameinsskrár um stig- un og meðferð í Danmörku voru óná- kvæmar. Þetta kann að rýra gæði þeirra rannsókna sem byggjast eingöngu á gögnum frá krabbameinsskrám. Lifun danskra sjúklinga með útbreitt blöðru- hálskirtilskrabbamein hefur aukist marktækt frá árinu 1997 fram til tíma- bilsins 2007-2013. Ástæður fyrir því geta að miklu leyti verið vegna greiningarforskotsbjögunar (lead-time bias) en einnig vegna vægis nýrra lífs- lengjandi meðferða. Inga Jóna Ingimarsdóttir Inga Jóna Ingimarsdóttir er með meistaragráðu í læknisfræði frá Kaupmann- hafnarháskóla, þaðan sem hún lauk læknisprófi í janúar 2007. Hún starfaði á hjartadeild Akademiska háskólasjúkrahússins í Uppsölum í Svíþjóð árin 2013- 2017, varð sérfræðingur í lyflæknisfræði árið 2015 og lauk sérfræðiprófi í hjarta- lækningum árið 2016. Inga Jóna starfar nú sem hjartalæknir á hjartadeild Land- spítala Háskólasjúkrahúsi. Foreldrar hennar eru Ingimar Einarsson, fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Stefanía R. Snævarr, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.