Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 24.12.2017, Page 4

Barnablaðið - 24.12.2017, Page 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvernig er að eiga afmæli á jólunum? Það er gaman að eiga afmæli á jólunum og vera í Vestmannaeyjum. Við erum ekki alltaf þar samt. Um morguninn kemur Kertasníkir og gefur manni pakka, en hann kemur í öll húsin í bænum. Hvað er skemmtilegast við það að eiga afmæli á aðfangadag? Ég fæ bæði jóla- og afmælispakka. Ég fæ svo marga pakka. Hvenær heldur þú upp á afmælið þitt? Ég er búinn að halda það tvisvar. Ég hélt vina­ afmælið í nóvember og svo er fjölskylduafmælið alltaf í jólavikunni. Í vinaafmælinu fórum við í bíó að horfa á mynd sem heitir Coco sem er um einhvern heim sem er fullur af beinagrindum. Ég er ekki hræddur við beinagrindur í alvörunni. Af hverju ferðu til Vestmannaeyja á jólunum og átt heima í Reykjavík? Út af því að ég átti einu sinni heima í Vestmannaeyjum og flutti í tvö hús. Ertu búinn að fá afmælisgjöf? Já, ég fékk GT 8 gírahjól í af- mælisgjöf sem er með 9 gíra. Mig langaði í hjól í afmælisgjöf og fékk það. Ég hjólaði inni á ganginum allan daginn af því að það var svo vont veður úti. Veistu um fleiri sem eiga afmæli á jólunum? Já, Aron sem er með mér í skólanum og líka Anna sem er í skólanum en pabbi hennar er frá útlöndum. Svo frænka mín sem heitir Tanja Harðardóttir. Hún á afmæli á aðfangadag og er jafngömul og ég. Ertu búinn að gera einhverjar jólagjafir? Já, ég er búinn að gera kort handa mömmu og pabba og afa og ömmu og ég gerði það alveg, alveg sjálfur. Hver er óskajólagjöfin? Playstation og einn diskur til að spila Lego Jurassic World. Veistu af hverju jólin eru haldin? Nei, eða jú, Jesús á afmæli á jólunum. Setur þú skóinn út í glugga? Já, ég held að jólasveinninn sé að fylgjast með mér. Ég fékk sokka og baðbombu í skóinn. Ég var í Hagkaup og langaði í stóra baðbombu og svo fékk ég hana í skóinn. Þetta gerðist líka þegar mig langaði í beinagrindahúfu. Ég er ekkert hræddur við beinagrindur. „Ég er í Salaskóla og finnst skemm ti- legast að far a í smiðjur.“ Eyþór Elí í jólaskapi. Myndir: Hari AFMÆLISPAKKAR OG JÓLAPAKKAR Á AÐFANGADAG Toppurinn á tréð. Á aðfangadag fagna kristnir menn komu frelsarans þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin kl. 18.00. Á þessum degi fyrir sjö árum fæddist Eyþór Elí Magnússon á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Hann býr nú með foreldrum sínum, Anítu Ýri Eyþórsdóttur og Magnúsi Ólafi Björns- syni, og tveimur bræðrum, þeim Grétari Inga og Birni Ívari, í Kópavogi. Eyþór Elí á tvo eldri bræður; Sigurð Gils, sem kallaður er Gilli, og Kristófer Darra. Í tilefni afmælisins tók Barnablaðið Eyþór Elí tali.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.