Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 24.12.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 24.12.2017, Blaðsíða 5
Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei, aldrei. Við erum alltaf stilltir bræðurn- ir. Kannski ekki alltaf, kannski stundum. Við erum eiginlega alltaf stilltir. Hver eru uppáhaldsjólalögin þín? Snjókorn falla og Það á að gefa börnum brauð. Við syngjum í samsöng og eða tónmennt og það finnst mér gaman. Hvað er skemmtilegast að gera? Að hitta Baldur Tý. Hann er besti vinur minn í Vestmannaeyjum. Það er líka gaman að leika með sjóræn- ingjaskip sem er hjá ömmu Laufeyju í Vestmannaeyjum en heima finnst mér skemmtilegast að leika með sjóræn- ingjaskip sem amma og afi gáfu mér í fjölskylduafmælinu. Ég ætla kannski að taka mitt skip með til Vestmannaeyja. Í hvaða skóla ertu og hvað er skemmtileg- ast að gera? Ég er í Salaskóla og mér finnst skemmti- legast að fara í smiðjur. Ég veit aldrei hvað maður á að gera þar. Núna er ég kominn í sköpun og tækni. Við erum búin að gera jólatré í ár og þegar það má smíða þá gera allir mylluspil. Tadas er besti vinur minn í skólan- um og við leikum okkur saman í útivistinni. Hver er uppáhaldsbókin þín? Fimmtán grimmustu risaeðlurnar. Ég hef gaman af risaeðlum og er alltaf að lesa um risaeðlur eða eitthvað um sjóræningja. Hver er skemmtilegasta myndin? Kung Fu Panda er svo mikil feitabolla. Mér fannst gaman þegar þeir hentu sprengju í munninn á einhverjum drekameistara og allir karlarnir urðu að demöntum af því að Kai náði þeim og breytti þeim í demanta. Kai var fyrst góður en svo vondur. Það var fyrir 100 árum. Hann dó því að Pó setti of mikið af chi í hann. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Skipstjóri af því að þá verð ég úti á sjó. Viltu segja eitthvað að lokum? Já, þegar ég fór til Vestmannaeyja á þrett- ándanum sá ég risastórt tröll. Ég held að það sé næstum því jafn stórt og þrjár hæðir í blokk. Í blokkinni minni eru fimm hæðir. Tröllið heitir Gaui litli, samt er hann risastór, og hann var í landsliðsbúningnum. Ég var smá hræddur við Grýlu og flugelda en varð geggjað hræddur þegar ég fór með jóla- sveinunum og sá risaeld. Gleðileg jól til allra! „Þegar ég fór til Vestmanna- eyja á þrettándanum sá ég risastórt tröll. Ég held að það sé næstum því jafn stórt og þrjár hæðir í blokk.“ Eyþór Elí á nýja hjólinu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.