Feykir


Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 2
2 10/2012 Landbúnaður Bændur fá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og Sláturhús KVH á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða öllum innleggjendum 2,15% uppbót fyrir innlegg síðasta árs en alls nemur upphæðin 39 milljónir króna. Uppbótin verður greidd út á næstu dögum til þeirra sem lögðu inn sauðfé, nautgripi og hross á árinu. Ágúst Andrésson, forstöðu- maður Afurðastöðvar KS segir í Bændablaðinu að þessi ákvörð- un sé tekin í kjölfar góðs rekstrar uppbót á síðasta ári. „Það er jákvæð afkoma og hagræðing í rekstri sem gerir okkur kleift að greiða bændum uppbót fyrir innlegg síðasta árs. Útflutningur hefur skilað góðum tekjum en aðal- ástæðan er sú hagkvæmni sem félögin hafa náð fram í krafti stærðar sinnar að undanförnu,” sagði Ágúst í viðtali við Bænda- blaðið. Þá hafa þessi sláturhús ákveðið að hækka verð á heimtöku upp í 100 kr/kg og tók sú ákvörðun gildi 1. mars. sl. samkvæmt vef Landsambands kúabænda. /PF Landbúnaður Áburðurinn stenst oll Fyrsti áburóarfarmur á þessu ári, undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar er á leið til landsins. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að framleiðandi áburðar- ins erlendis, hafi látið óháðan eftirlitsaðila, Inspectorate taka sýni og mæla innihald einstakra næringarefna og innihald prof Kadmíums. Niðurstöður efna- mælinganna liggja nú þegar fyrir. „Lfkt og niðurstöður mælinga á síðasta ári sýndu, er áburðurinn í ár sömuleiðis að standast öll próf samkvæmt meðfýlgjandi niðurstöðum', segir jafnframt í tilkynningunni. /PF LEIÐARI Lifandi skóli Það væri freistandi að skrifa um Geir Haarde og Landsdóm eða Ólaf Ragnar Grímsson og Bessastaði eða þá ástand þjóðarsálarinnar eftir hnífstunguárás á lögfræðinginn. En ég er bara í svo góðu skapi að ég nenni því ekki. Þess í stað ætla ég að minnast á Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. I síðustu viku voru haldnir svokallaðir Opnir dagar þar sem nemendum gafst kostur á að líta upp úr námsbókunum og sinna öðrum skemmtilegum viðfangsefnum í fjóra daga. Fengum við á Feyki að fylgjast örlítið með og starfa einn dag með nemendum í fjölmiðlahóp sem skipaður var átta drengjum. Fengu þeir ákveðin verkefni til að fást við og má sjá afraksturinn í blaðinu í dag og einhverjar eftirhreytur í næstu blöðum. Þar sem ég er svo jákvæður í dag langar mig til þess að hrósa nemendum FNV fyrir það hvað þeir eru framúrskarandi jákvæðir og skemmtilegir og eru til mikillar fyrirmyndar. Áfram FNV. Páll Friðriksson ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson - palli@feykir.is © 455 7176,861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir - berglindth@feykir.i$ ©694 9199 Óli Arnar Brynjarsson - oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Hunaþing vestra Ástand héraðs- og tengivega óásættanlegt Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur alitof litlum fjármunum varið til upp- byggingar og viðhalds á héraðs- og tengivegum og hefur nú sent frá sér til- kynningu varðandi sam- gönguáætlun 2011-2012 og fjögurra ára samgöngu- áætlun 2011-2014. Þar segir m.a. að núverandi ástand veganna í sveitarfélaginu sé með öllu óásættanlegt og ýmis nauðsynleg verkefni blasi við. Málið var tekið upp á 739. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, þann 27. febrúar sl., og í umsögninni, sem þar var tekin saman, segir að ekkert sam- ræmi sé á milli fjárveitinga til framkvæmda innan einstakra vegflokka og hlutfalls þeirra af heildarvegakerfi landsins. Sveitarstjórn Húnaþings vestra segir mikilvægt að gera ráð fyrir þeim brýnu framkvæmdum sem liggja fyrir í samgönguáætlunum næstu ára og leggur til að framlög til nýframkvæmda á héraðsvegum og tengivegum verði tvöfölduð á tímabilinu 2012-2014 en framlög til nýffamkvæmda á stofnvegum verði skert að sama skapi. /BÞ Skagafjörður Afurðahæsta kýrin frá Stóru-Okrum Hófy frá Keldudal varþriöja afuröahæsta skagfirska kýrin 2011. Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði var haldin á Mælifelli þann 13. febrúar sl. Við það tækifæri voru afhentir bikarar fyrir afurðahæstu kýrnar í Skagafiðri á liðnu ári. Það var kýr nr. 217 frá Stóru- Ökrum 1 sem var afurðahæst að þessu sinni. Byggt er á efnainnihaldi mjólkurinnar, þ.e. samamlögðu magni fitu og próteins. Kýrin frá Stóru-Ökrum er mjög há í verðefnum, sérstaklega fitu, samanlagt mjólkaði hún 885 kg. Önnur afurðahæsta kýrin var Auð- humla frá Vöglum og í þriðja sæti var Hófý frá Keldudal. Þyngsta nautið var eins og oftast áður frá Hamri, vó 449 kg- Gestur fundarins var fram- kvæmdarstj óri Landssambands kúabænda, Baldur Helgi Benja- mínsson. Baldur fór yfir stöðuna í framleiðslu- og markaðsmálum nautgripa- bænda. Nokkur hækkun varð á afurðaverði til bænda á síðasta ári en þær hækkanir eru þó langt frá þvi að vega upp á móti miklum hækkunum á að- föngum, sérstaklega olíu og áburði. Guðrún Lárusdóttir lét af embætti formanns eftir sex ára setu í stjórn, þar af tvö sem formaður. Auk þess gekk úr stjórn Jón Einar Kjartansson, einnig eftir sex ára setu. Nýr formaður var kjörinn Valdimar Sigmarsson sem tekum nú sæti í stjórn á ný eftir tveggja ára hlé. Auk þess sitja í stjórninni Ingibjörg Hafstað, Ómar Jensson, Róbert Jónsson og Kristinn Sævarsson sem kom nýr í stjórn. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar var að skipuleggja fræðslu- og skemmtiferð kúa- bænda um Suðurland dagana 14.-16. apríl næstkomandi. /GL Skagaströnd Óska eftir samstarfi viðtón- listarmann Tveir listamenn frá Litháen, sem dvelja við Nes Listamiðstöð um þessar mundir, óska eftir sam- starfi við tónlistarmann til að semja tónlist í kvikmynd sem þeir eru að vinna að. Þeir sem hafa áhuga em vinsamlegast beðnir um að hafa samband í netfangið nes@neslist.is. /BÞ Blönduós Dæiustöð við Blöndubrú Á fundi skipulags-, byggingar- og veitunefnd Blönduósbæjar á mánudag var tekið fyrir erindi frá Garðari Briem fyrir hönd Rarik ohf. þar sem óskað er eftir lóð undir dæiustöð fýrír hitaveitu við Blöndubrú. Nefndin samþykkti erind- ið um lóðina íyrir sitt leiti og fól byggingarfulltrúa frekari vinnslu málsins. Þar sem húsið mun verða á áberandi stað í bænum óskar nefndin eftir að húsið falli vel að byggingum í nágrenninu. /PF Eldur í Húnaþingi Undirbún- ingur að hefjast Nú er faríð að huga að undirbúningi fýrír Unglista- hátfðina Eidur í Húnaþingi og er veríð augtýsa eftir sjálfboðaliðum þessa dagana til að vinna að hátíðinni. „Hátíðin hefur tekist mjög vel undanfarin ár og lífgað skemmtilega uppá sveitar- félagið. Til þess að svo verði áfram verður að fást fólk til starfa í þessa vinnu,“ segir á heimasíðu Norðanáttar. Þeir sem hafa áhuga á að vera í nefnd er bent á að hafa samband við Elísu sem fyrst í síma 847 8397. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.