Feykir


Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 4
4 10/2012 AÐSENT | FRA STJORN FORELDRAFELAGS FNV Gengid um gleðinnar dyr Ágætu foreldrar og forráðamenn Unga kynslóðin er okkur endalaus uppspretta stolts, ánægju og gleði þó svo að stundum slæðist með áhyggjur sem blessunarlega eru oftar en ekki ástæðulausar. Unglings- árin eru tími mótunar, upplifunar, ærsla og uppátækja og verður því sem betur fer ekki breytt. En umhverfið hefur breyst og það sem áður var íjarlægt fréttaefni eru nú staðreyndir. Að undanförnu hefur verið mikil umíjöllun í íjölmiðlum, einkanlega Kastljósi um misnotkun á vímuefnum og skelfilega afleiðingar fyrir neytendur og aðstandendur. Foreldrafélag Fjölbrautarskóla NV vill taka undir þessa umræðu og nefna nokkur atriði sem foreldrar og for- ráðamenn unglinga ættu ævinlega að hafa í huga. Skemmtanir eiga að vera hluti af unglingsárunum og skólalífinu, en eftirlitslausar skemmtanir utan skólatíma þar sem unglingar undir lögaldri leigja jafnvel hús til „partýhalds“ eru af öðrum toga. Þar verða foreldrar að sýna árvekni og ábyrgð. Áfengisdrykkja er sér kapítuli og á alls ekki að teljast til sjálfsagðra hluta. Við getum með góðu fordæmi hnikað „venjum" til réttrar áttar. Annar þáttur, sem aldrei er of oft nefndur, eru fíkniefnin sem virðist ákaflega auðvelt að nálgast hvar sem er og hvenær sem er. Þau geta verið í næstu götu, næsta húsi eða næsta bíl, það er staðreynd. I þeirri stóru flóru hefur svokallað lækna- dóp orðið meira áberandi og það er erfitt að varast. Margir einstaklingar þurfa að taka slík lyf samkvæmt læknisráði, en neyti aðrir þeirra, svo ekki sé talað um með áfengi, geta áhrifin verið hræðileg og óafturkallanleg. Verum raunsæ, ræðum málin opinskátt okkar í milli og með unglingunum. Sýnum störfum þeirra áhuga, mætum á atburði í skólanum, Opna daga o.s.fv. Og gleymum ekki að hrósa þeim og taka eftir því hve frábær æskan er, kraft- mikil, hugmyndarík og glæsi- leg. Við megum bara engan mann missa. Stjórnforeldrafélags FNV Aðalfundur NFVH Krefjast dýralæknis í Húnavatnssýslum Nautgriparæktarfélag Vestur-Húnavatns- sýslu er uggandi vegna stöðu dýra- læknamála í Húnavatnssýslum. Þetta kom fram á aðalfundi NFVH sem haldinn var í Ásbyrgi þann 24. febrúar síðastliðinn en þar var eftirfarandi bókun lögð fram í fundargerð: „[NFVH] krefst þess að landbúnaðarráðherra skipi 1 dýralækni í Vestur Húnavatnssýslu og annan í Austur Húnavatnssýslu. Þeir geti þá leyst hvorn annan af.“ Á fundinum var kosin ný stjórn en Pétur Þröstur Baldursson frá Þórukoti leysti Pétur H. Sigurvaldason af hólmi í stjórn félagsins. Eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum og er skipuð þannig; Pétur Þröstur Baldursson frá Þórukoti ritari, Örn Óli Andrésson frá Bakka gjaldkeri og Valgerður Kristjánsdóttir frá Mýrum 3 er formaður. Guðný H. Björnsdóttir frá Bessastöðum og Pétur H. Sigurvaldason frá Torfustöðum með viðurkenningar. Mynd: Valgerður Verðlaunaafhendingar og mjólkurfram- leiðsia kúabúa árið 2011 Á fundinum kom jafnframt fram að kýrnar í Húnavatnssýslum og á Ströndum framleiddu 5.233 kg á síðasta ári, sem er lítilsháttar aukning frá fyrra ári. Þórður Pálsson frá Búnaðarsambandinu veitti Bjarneyju Öldu Benediktsdóttur og Pétri Sigurvaldasyni frá Neðri Torfustöðum verðlaun fyrir hæst dæmdu kúna í Vestur-Húnavatns- sýslu, hana Brák nr. 389, með 90 stig. Kúabúið á Bessastöðum hlaut tvenn verðlaun og veitti Guðný H. Björnsdóttir þeim viðtöku, annars- vegar fyrir afurðahæstu kúna, Líf nr. 227 með ársnyt upp á 9.116 kg og einnig fyrir afurðar- hæsta búið 2011, með 6.794 kg á árskú. /BÞ Afurðarhæstu kúabúin á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda árið 2011 voru: Tjörn á Skaga með 32,3 árskýr, afurðir 6.834 kg, fita 4,25% og prótein 3,3% Bessastaðir með 29,7 árskýr, afurðir 6,794 kg, fita 3,94% og prótein 3,28% Brúsastaðir með 51,5 árskýr, afurðir 6,458 kg, fita 4,23% og prótein 3,43% Búrfell með 25,4 árskýr, afurðir 6.224 kg, fita 3,91 og prótein 3,56% Steinnýjarstaðir með 35,2 árskýr, afurðir 6.202 kg, fita 4,14% og prótein 3,33% Syðri-Hóll með 41,4 árskýr, afurðir 6.147 kg, fita 3,71% og prótein 3,41% Hnjúkur með 36 árskýr, afurðir 5.977 kg, fita 4,17% og prótein 3,35% Bakki með 33,9 árskýr, afurðir 5.757 kg, fita 3,89% og prótein 3,41% Valdarás með 25,8 árskýr, afurðir 5.717 kg, fita 4,97 og prótein 3,48% AÐSENT DR. SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON skrifar Gleðilega kirkju! Þjóðkirkjan er á tímamótum og kosning biskups í mars verður öðru vísi en allar kosningar biskupa hingað til. Það verða ekki aðeins prestar sem kjósa, heldur meira en 500 manna hópur ábyrgðarfólks í kirkjunni. Stærsti hluti kjörmana eru formenn sóknamefnda. Ég óska þeim til hamingju með kosningaréttinn og hvet þau til að nýta sér hann og kjósa vel. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í biskupskjöri til að beita mér fyrir að kirkjan sæki fram og endurskoði sífellt starf sitt í samræmi við þarfir samtímans. Mér er í mun að efla kirkjustarf í þágu barna og ungmenna. Tryggja þarf fjárhag sókna og hlúa að prestum og starfsfólki kirkjunnar. Glatt fólk þjónar vel. Störf ogverk Ég hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði églandsátaki þjóðkirkjunnar í safnaðarupp- byggingu og var síðan verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég verið prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykja- vík. Ég hef áhuga á nútíma- miðlun og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Vefurinn www.sigurdurarni.is er ítarleg upplýsingalind. Biskup í tengslum Ég virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúar- gagnrýni. Áskoranir ögra og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan má ekki einangrast, heldur vera lífleg og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í rétt- lætismálum samfélagsins. Kirkjulífið á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og elskuríkrar þjónustu við menn. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Gleðilega kirkju. Dr. SigurðurÁrni Þórðarson ls-landsmot a Svinavatni Barbara Wenzl knapi mótsins ls-landsmótið fór fram á Svínavatni sl. laugardag og gekk allt eins og best verður á kosið, samkvæmt heimasíðu mótsins. Veður var eins og best verður á kosið, þ.e. logn, þurrt, hiti um frostmark og ísinn aldrei betri. Barbara Wenzl var knapi mótsins en hún sigraði í tveimur flokkum á Dal frá Háleggstöðum, annars vegar í B-flokki með einkunnina 8,76 og hins vegar tölti með 7,23. Dalur var kjörinn hestur mótsins. Tryggvi Björnsson sigraði A-flokk á stóðhestinum Blæ frá Miðsitju með einkunnina 8,54 en hann endaði síðan annar í B-flokki með einkunnina 8,73, eftir að hafa verið efstur eftir forkeppni. Úrslit dagsins er hægt að nálgast á hestasíðu Feykis.is. /BÞ Barbara og Dalur. Mynd: ls-iandsmot.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.