Feykir


Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 5
10/2012 s lceland Express deildin : Tindastoll - Haukar 68-64 Tindastóll marði Haukana Það var sannkallaður spennuleikur í Síkinu á Sauðárkróki sl. fimmtudagskvöld þegar Tindastóll og Haukar mættust í 18. umferð lceland Express deildarinnar í körfubolta. Jafnt var á tölum allan leikinn og raunar ekki fyrr en í blálokin að úrslit réðust en lokatölur voru 68-64. Með sigrinum tylltu stólarnir sér í 7. sætið með 18 stig. -Þetta var góður sigur, ekki hátt tempó, og eiginlega má segja að við höfum gert nóg til þess að vinna, sagði Skákfélag Sauðárkróks Hélt sæti sínu Keppt var um síðustu helgi í síðari hluta íslandsmóts Skákfélaga og sendi Skákfélag Sauðárkróks lið til keppni í þriðju deild. Eftir harða baráttu varð niðurstaðan sú að liðið endaði í 9.-12. sæti af 16 liðum í deildinni og slapp því við fall í 4. deild. Sigur vannst í tveimur viðureignum, jafnt varð í tveimur og þrjár umferðir töpuðust. Alls fékk félagið 18 vinninga í umferðunum 7, en teflt er á 6 borðum í senn. Effirtaldir tefldu fyrir félagið í mótinu: Jón Arnljótsson, Unnar Ingvarsson, Þorleifur Ingvarsson, Bárður Eyþórsson um leikinn en að hans mati var leikurinn ekki sá besti sem sést hefur hjá liðinu en hann var ánægður með sigurinn. Bárður segir að Haukarnir hafi stjórnað hraðanum að mestu leiti, dregið Stólana niður og hægt á leilcnum en liðið hafi náð góðum kafla í lokin og náð að slíta sig frá Haukunum. Næsti leikur Stólanna er í kvöld við KR úti og segir Bárður að sigur hafi náðst á móti þeim tvisvar í vetur og ætla Stólarnir ekkert að fara að breyta því. /PF í þriðju deild Kristján Eiríksson, Christoffer Munk- holm, Árni Þór Þorsteinsson, Guð- mundur Gunnarsson, Davíð Örn Þor- steinsson og Birkir Már Magnússon. íslandsmót skálcfélaga er fjölmenn- asta skákmót sem haldið er á íslandi ár hvert. Um 400 keppendur mættu til leiks að þessu sinni á Selfossi og öttu kappi í Fjölbrautaskóla þeirra Sunn- lendinga, þar á meðal voru nokkrir af sterkustu skákmönnum heims. Nánari upplýsingar um úrslit og mótið sjálft má fá á heimasíðu Skáksambands Islands eða á heimasíðu Skákfélags Sauðár- królcs. /Ul Heimsmeistaramót í íshokkí Húnvetningar í landsliðinu Þrjár ungar húnvetnskar konur eru á næstunni að fara til Suður Kóreu með landsliði íslands í íshokkí og munu dvelja þar dagana 10. -16. mars. Þar munu þær keppa fýrir hönd íslands á Heimsmeistaramóti kvenna- liða. Samkvæmt Húna.is eru þarna á ferðinni þær Arndís Sigurðardóttir, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Auk Islands verða keppendur á mótinu Belgía, S-Kórea, Pólland, S-Afríka og Spánn. /PF Fótbolti Sigur gegn Hamri Sunnanlið Tindastóls í knatt- spyrnu spilaði æfingaleik í Kórnum sl. föstudag gegn Hamri frá Hveragerði. Óskar Smári Haraldsson skoraði bæði mörk Stólanna í 2-1 sigri. Á heimasíðu Tindastóls segir að liðið hafi fengið liðsstyrk frá Hattar- og Huginsmönnum til þess að fylla í lið og hóp en það var hinsvegar Óskar Smári Haraldsson “Brautarholtsprins- inn” sem skoraði bæði mörk Stólanna. Næsti leikur Tindastóls í Lengju- bikarnum er 11. mars gegn Keflavík /PF lceland Express deildin : Tindastóll - Haukar 68-64 ■ <* Drengjaflokkur Tindastóls í körfubolta lék tvo leiki í íslandsmótinu um síðustu helgi þar sem þeir unnu á Skaganum en töpuðu í Smáranum. Leikurinn gegn ÍA vannst 89-54 en í Smáranum töpuðu strákarnir gegn liði Breiðabliks 61-86. Á Tindastóll.is segir að þrátt fyrir tapið gegn Blikum eru strákarnir í öðru sæti síns riðils eftir sigurinn á ÍA. Blikarnir eru tveimur stigum á eftir, en eiga leik til góða og hafa náð sér í betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna. Tveir leikir eru effir í íslandsmótinu hjá drengjaflokknum. /PF Nafn: -Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir. Heimili: -Strandgata 2 Hvammstanga. Starf: -Kennari við Grunnskóla Húnaþings vestra. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Uppáhaldsliðið mitt er Liverpool, ég hef haldið með þeim frá því ég var lítil. Ástæðan er sennilega sú að frændur mínir Magnús og Gísli sem bjuggu á næsta bæ voru (og eru) gallharðir Arsenal menn. Þeir komu oft í heimsókn til að sjá fótboltaleiki á RÚV (í sjónvarpi sem sýndi lit). Ég gat ekki farið að halda með sama liði og þeir ogfór því að halda með Liverpool :0) Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Nei, ekki alvarlegum - en hef aðeins þurft að svara fyrir lélegt gengi undanfarið :0/ Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Það mun vera John Barnes. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, ekki ennþá - en kannski á næsta ári þegar þeirvinna deildina :0) Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Ekki marga en eiginmaðurinn og elsti sonurinn eiga treyjur og trefla. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldu- meðlimi upp f stuðningi við liðið? -Bara mjög vel því við hjónin höldum bæði með Liverpool. Það er reyndar mjög erfitt andlega að halda núna með Liverpool því þeir eru í smáááá lægð en þetta hlýtur nú að koma hjá þeim. Hilmir Rafn sonur okkar sem er 8 ára fékk að kaupa sér Liverpool búning og það er mjög erfitt að ná honum úr búningnum því hann er svo roooosalega flottur :0) Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei, því að... einu sinni Liverpool ávallt Liverpool :0) Uppáhalds málsháttur? -Betra er að standa á eigin fótum en annarra. Einhver góð saga úr boltanum? -Einu sinni fórum við „næstum því“ á leik með Chelsea þegar Eiður Smári var að spila með þeim. Við fórum með vinafólki okkar til London og vorum á röltinu í kringum Stamford Bridge- leikvanginn og þvílík stemming og ótrúlegt magn af fólki í Chelsea búningum með hvíta og bláa málningu og allan pakkann bara. Margir voru að leita sér að miðum á síðustu stundu og þó nokkrirað selja miða á uppsprengdu verði...Við fórum ekki á leikinn en það er á planinu að fara einhvem tíman á leik í ensku deildinni... Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Jahh, ég man að einu sinni bað ég manninn minn að koma með tannburstann minn... Það var ekki tannkrem á tannburstanum mínum heldur sápa sem er ekki góð til tannburstunar... Spurning frá Sigurbjörgu Jóhannesdóttur. - Hversu mörg ár telur þú að það muni taka Fernando Torres að bæta markamet Bobby Tamling sem er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi? Já sæll, ...samkvæmt googlinu hefur Bobby Tamlingskorað 202 mörkfyrirChelsea -Ætli Torres verði ekki að vera í boltanum þangað til hann verður löggilt gamalmenni ef hann ætlar að ná þessari markatölu... Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? -Frænda minn og stórbóndann Gísla Grétar Magnússon Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Hvenær á að skella sér á leik með Arsenal og hefur þú átt naut- grip sem hefur verið nefndur eftir einhverjum leikmanni Arsenal? YOU'LL NEVERWALK ALONE LIVERPOOL ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykiris

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.