Feykir


Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 9
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Guömundur 8jörn kokkar Sjávarrétta- mixtúra Múttu Matgæðingur vikunnar að þessu sinni er Guðmundur Björn Eyþórsson fjármálastjóri Hólaskóla. Hann skorar á Brodda Reyr Hansen og Christine Hellwig á að koma með næstu uppskrift. „Rétturinn er það matarmikill að forréttur og eftirréttur á hreinlega ekki við hér. Hráefni allt eftir smekk - mæli- einingar eru bara fyrir fólk sem þorir ekki að elda nema eftir matreiðslubókum! berglindth@feykir.is FORDRYKKUR Miðnes Gott vískíglas Fylliðglasið afklaka Helliðgini eftirþörf, þó minnst 6cl. Skvetta aftóniki Uppþornuð sítrónusneið til skreytingar AÐALRÉTTUR Sjávarréttamixtúra Múttu Sjávarfang: Þorskur, lax (eða silungur) ogjafnvel lúða. Rcekjur. Grcenmeti: Gulrœtur, laukur, púrrulaukur, paprika, (sveppir) og (hvítlaukur). Annað: Rjómaostur (hreinn), kurlaður ananas, matreiðslurjómi Krydd: Pipar, salt, fiskikrydd (eða teningur) og að sjálfsögðu vel afkarrýi. Aðferð: Grænmetið skorið niður og svissað í olíu (smjöri). Hella svo kurlaða ananasnum útí og safanum (mjög mikilvægt) og góðurn skammti af matreiðslurjóma (jurtarrjóma). Láta þetta sjóða saman, en gulræturnar þurfa góðan tíma. Næst er það góður slatti af rjómaosti (eftir smekk) og krydda vel með karrý, pipar, salti og jafnvel fiskikryddi. Fiskurinn er skorinn niður í hóflega stóra bita. Hann er svo settur út í og látinn malla í svona 8-10 mínútur. Rækjurnar settar út í síðustu mínútuna af eldunartímanum. Smakkið réttinn á meðan eldamennskan stendur yfir og kryddið eftir þörf. Skylda er að fá sér rautt eða hvítt á meðan eldað er. EFTIRDRYKKUR Fernet Branca og Hólabjór Staup af Fernet Branca og Vesturfari IPA (Hólabjór) í Bjórsetri Islands. Verði ykkur að góðu! ( ÁSKORENDAPENNINN ) Halla Rut Stefánsdóttir er brottfluttur Skagfiróingur Lítiö þorp sem hefur Ég er brottfluttur Varmhlíðingur. Ég er búin að búa í Reykjavík síðustu 13 ár og líkar mjög vel, þó svo að það sé nú alltaf gott að bruna norður, heim í foreldrahús. Varmahlíð er góður staður til að alast upp á, við vorum margir krakkarnir í hverfinu á svipuðum aldri og ýmislegt var brallað, þá man ég helst að löggu- og bófaleikurinn var aðalmálið, með sinni spennu og drama. Svo var auðvitað heimavist í Varmahlíðarskóla þegar ég var nemandi þar, þannig að fjöldi krakka margfaldaðist í hverfinu á veturna. Þorpið ervið þjóðveginn, þannig að á sumrin iðaði allt af lífi. Kaupfélagið fullt af túristum ogfólkí göngutúrum um þorpið, í minningunni þá var alltaf eitthvað um að vera. Svo ekki sé nú talað um böllin í Miðgarði, stútfull fiestar helgar, svo var það stundum þannigað það varball bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld, ekki amalegt það. Éghefunnið fyrir norðan nokkur sumur meðfram námi, síðasta sumar vann égvið aðhlynningu á sjúkrahúsinu ogsvo þaráðurtvö sumurá Löngumýri. Á Löngumýri er mikil starfsemi yfir sumartímann og húsið bókað með góðum fyrirvara. Löngumýri er rekið af þjóðkirkjunni og er þar lítil falleg kapella, þannig að hægter að halda helgistundir þarna. Mér þykir óskaplega vænt um Löngumýri ogveit ég að mörgum þykir það líka. Mérfinnstgaman að hugsa til þess hvað þetta litla þorp hefur mikið, til að mynda: sundlaug og íþróttahús, fjölda sumarhúsa, leikskóla, skóla ogtónlistarskóla, þar sem ég veit eftir öruggum heimildum að eru 92 nemendurvið tónlistarnám af ca. 140 krökkum sem stunda berqlindth@feykir.is mikið nám í Varmahlíðarskóla, Menningarhúsið Miðgarð, hótelið, flott tjaldstæði og svo auðvitað Kaupfélagið og bankann. Ég hef ekki töluna á þeim skiptum sem fólk hefur spurt mig hvernig það hafi verið að alast upp ílitlu þorpi ogsvipurinn á viðkomandi alltaf jafn kostulegur þegar ég svara því að það hafi verið frábært og tel svona upp það sem við vinirnir brölluðum, þá verðurfólk oft hissa. Annars finnst mér hugsunarhátturinn með „að búa út á iandi" vera að breytast, fólki finnst gott að geta skroppið aðeins úr Reykjavíkinni, svo tekur það nú ekki langan tíma að keyra norður, spila 3-4 geisladiska í bílnum og þá er maður kominn. Ég ætla að tilnefna Helgu Maríu Pálsdóttur að koma með pistil í Feyki. 10/2012 9 Jafnréttisáætlun Svf. Skagafjaróar 2012-2014 Haqur beggja kynja hafður aö leiöarljósi Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt nýja jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið sem gildir til ársins 2014. Jafnréttisáætlun er samansafn formlega samþykktra áætlana um aðgerðir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna að markmiði. Samkvæmt Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur, formanni félags- og tómstundanefndar sveitar- félagsins, er framkvæmd jafnréttisáætlana skylda sveit- arfélaganna skv. íslenskum lögum og ber að senda þær inn til jafnréttisstofu. „Sveitarfélagið bjó þegar yfir jafnréttisáætlun og hefur unnið eftir henni um árabil,“ segir Arnrún en bætir við að jafnréttisáætlanir séu í sífelldri endurskoðun. „Það sem er kannski helst áhuga- vert við jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er jafnréttisnálgunin en meiri áhersla er lögð á að jafnrétti sé ekki síður réttlætismál fyrir karla en konur en almennt gengur og gerist í slíkum áætlunum," segir Arnrún. „Þar er hagur beggja kynja hafður að leiðarljósi og rík áhersla lögð á kynjasamþættingu.“ Arnrún útskýrir að með kynjasamþættingu sé sjónarmiðum karla jafnt sem kvenna haldið á lofti en hún telur að orðið kynjasamþætting komi að öllum líkindum til með að leysa hugtakið jafnrétti af hólmi en hið síðarnefnda er orðið of gildishlaðið og oftar en ekki notað í neikvæðu samhengi. „Gleymst hefur undanfarin ár að jafnrétti yfir höfuð ver hagsmuni sam- félagsins, fjölskyldunnar og barnanna. Því er það van- metið hugtak,“ segir hún og bætir við að hið nýja hugtak kynjasamþætting þýði að sjónarmiðum kynjajafnréttis skuli gætt og á það við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum sveitarfélagsins. Jafnrétti miölaó til komandi kynslóöa Jafnréttisáætlunin er ætlað að vera stefnumótandi og öðrum til hvatningar og vitundar- vakningar um þau sjónarmið sem þar koma fram. Þá er talið mikilvægt að fræða yngri kynslóðir um jafnréttismál og sporna gegn neikvæðum staðalímyndum. „Við munum kynna nýju áætlunina fyrir skólunum mjög fljótlega, í hverju hún felst og kynna þær breytingar sem hafa verið gerðar frá þeirri eldri,“ segir Arnrún. „Fræðslu um jafnrétti er hægt að samþætta inní kennslu án þess að um sérstaka tíma í jafnrétti sé um að ræða. Með þessu ákvæði í áætluninni er í raun eingöngu verið að gera skólana meðvitaða um hlutverk sitt og þau áhrif sem þeir geti haft með þeirri mótun ungmenna sem þar fer fram og það mikla tækifæri sem þeir hafa í vinnu gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna,“ útskýrir Arnrún og vísar í 23. gr. laga nr. 10/2008 þar sem segir að „á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta ífæðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu-og atvinnulífi.11 1 áætluninni er einnig lögð áhersla á jafnt kynjahlutfall innan nefnda og ráða og mikilvægi meðvitundar um þann þátt beint til stjórnmála- flokka. „Flest sveitarfélög eru með nefndir og ráð og oft er þeim ekki efst í huga að passa upp á kynjasamsetninguna en á þeim vettvangi er einmitt mjög mikilvægt að sjónarmið allra komi fram,“ segir Arnrún. í jafnréttisáætluninni er einnig kveðið á um jöfn laun karla og kvenna, ráðningar í störf og starfsumhverfi og áhersla er lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Jafnframt tekur hluti áætlun- arinnar til menningar-, íþrótta- og æskulýðsmála þar sem sveitarfélagið leggur áherslu á að veita drengjum jafnt sem stúlkum sömu tækifæri til tómstunda-, menningar- og íþróttastarfs. Hvað varðar kynbundna og kynferðislega áreitni er slíkt ekki liðið á vinnustað og tekur „Sveitarfélagið Skaga- íjörður skýra afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir í Jafnréttisáætluninni. Áætlunina í heild sinni er að finna á heimasíðu sveitar- félagsins, á www.skagafjordur.is. og segir Arnrún það öllum holl lesning og gott að hafa innihald hennar í huga. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.