Feykir


Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 08.03.2012, Blaðsíða 11
10/2012 Gamall Feykir Blönduósingar vilja fá Áburöarverksmiöjuna Atvinnumálanefnd Blönduóss- bæjar samþykkti fyrir 10 árum að skora á eigendur Áburðarverksmiðjunnar hf í Gufunesi að kynna til hlítar möguleika á að flytja starfsemi verksmiðjunnar til Blönduóss og benti á hag- kvæmni þess að staðsetja verk- smiðjuna skammt frá Blönduvirkjun, sem gæti gefið möguleika á hagkvæmara orkuverði, ásamt því að Blönduós er mjög vel í sveit sett samgöngulega séð. Valdimar Guðmannsson þá varaformaður atvinnumála- nefndar sagði í Feyki á þessum tíma að með þessu sé verið að freista þess að efla atvinnulífið á svæðinu og veiti ekki af að veita viðspyrnu og reyna að efla svæðið. Fleiri aðilar höfðu lýst yfir áhuga sínum að fá verksmiðjuna til sín, svo sem Eyfirðingar og Árnesingar með staðsetningu verksmiðjunnar í Þorlákshöfn. Helsti annmarki á staðsetningu verksmiðjunnar norðanlands er ef til vill sá að Áburðaverksmiðjan hefur ekki Feykir fyrir 10 árum haft afgerandi markaðsstöðu hér, og t.d. í Skagafirði kaupa flestir bændur innfluttan áburð í gegnum Kaupfélag Skagfirðinga. Feykir fyrir 20 árum Ekki ólíklegt að um heimsmet sé að ræða Gras vex á þriðja metra í Miðdal sem er 325 metrum yfir sjó, segir í Feyki frá 4. mars 1992. Þrátt fyrir þessa hæð yfir sjávarmáli er grassprettan hreint ótrúleg í hlaðvarpanum hjá Axel Gíslasyni bónda í Miðdal í Lýtingsstaðar- hreppi hinum forna en sumarið áður hafði Axel gert það sér til gamans að taka lengstu stráin til handagagns og mæla lengd þeirra, eins og hann hafði reyndar gert nokkur sumur á undan. I ljós kom að lengd stráanna var með mesta móti. Það lengsta mældist 2,02 metrar. Axel hafði komið þessum fregnum til Helga Magnússonar fulltrúa Guinness-stofnunarinnar hér á landi. „Það er vel hugsanlegt að þessi grasvöxtur sé heimsmet, og þetta er mjög sérstakt að gras skuli spretta svona vel í slíkri hæð yfir sjávarmáli. Ég mun koma gögnum til þeirra Guinnessmanna nú í vikunni. Það er svo annað mál hvort þeir taka þetta gott og gilt. Þeir geta verið svolítið dintóttir stundum1, sagði Helgi við blaðamann Feykis fyrir 20 árum. Sælan dýpsta er yfirskrift hugleiðingar Sigfúsar Steindórssonar frá Steintúni í 5. tbl. Feykis fyrir 30 árum. Þar er Sigfus að vitna til Sæluviku Skag- firðinga sem var á næsta leiti. „Dýpsta sæluvika Skag- firðinga af þessum 52 sem eru í árinu byrjar laugardaginn 20. mars með þrumu- og eldingadansleik, og kannski meldinga. Ekki veit ég hver á að sjá um fjörið, sennilega hljómsveit Geirmundar. í mínu ungdæmi varð hver að sjá um sitt fjör sjálfur og finnst mér það nú eðlilegra, en timarnir breytast og mennirnir með og máske er fjörið að dvina. Þætti mér það ekki nema eðlilegt eins og álagið er mikið, þrumustuð og stórdansleikur með öllu tilheyrandi um hverja helgi árið um kring. Ég man eftir því að ef hestar höfðu það of erfitt var talað um að í þá kæmi kvíði. Mér þætti ekki ólíklegt að þetta gæti átt við mannfólkið líka. Við skulum vona að þetta gangi allt vel. En ekki þætti mér ólíklegt að sorgin þunga gerði einversstaðar vart við sig eftir öll þau ósköp sem á ganga í samkvæmislífinu". /PF Hvað varð um einhleypa oddvitann sem reiddist á fundi? Kvænti oddvitinn: Hann gekk út. ro o QJ E _Q_ o € O ro — E > 's- ra —i ro —> & -JJ á c ro 01 rn qj QJ 5T V(D Hinrik Márjónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Þórtryggur Vorsveinn var ástríðufullur frímerkjasafnari sem fékk sjaldan bréf. Núna muna fáir eftir Þórtryggi. Albert Einstein gat ekki talað reiprennandi fyrr en hann var níu ára. Foreldrar hans héldu að hann gæti verið seinþroska. ^ 31 )4fvd Tv» Q; í,|,PPmT PlhrJTh Tol "Pe*1 - \ / o/'i 1 i>r - 1/ftJ (f ~ lAtJ kjAM _ l+ATr -7 g/AiS Pp- M£l > &Fl ree 'A t-T > ÚR- ofhK > % H-X?- ARV G-utA - > \ / % u Spakmæli vikunnar Ekki gera málamiðlanir varðandi þig. Þú ert allt sem þú átt. -Janis Joplin Sudoku 6 9 00 1 3 7 3 6 9 3 2 9 5 4 2 5 1 7 9 4 8 2 6 5 7 7 3 9 8 3 4 9 5 7 Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilió að klessa'ann! Feykir spyr... Hver er uppáhalds kvikmyndin þín? [ spurt í Skagfirðingabúð ] Sigurður Birkir Gunnarsson -Snatch. Ellert Arnar Maríusson - Shawshank Redemption. Sigríður Káradóttir -Breakfast Club. Stefan Sturla Jónsson -Saving Private Ryan. / Hrannar og Hafliði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.