Feykir


Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 6
6 20/2012 Ljóöi Matthíasarjochumssonar viö lag Siguröar Helgasonar veröur gert hátt undir höföi á ný Skín viö sólu Skagafjörður Þessi upphafsorð hins kunna kvæðis Matthíasarjochumssonar um Skagafjöró eru öllum kunn og kvæöiö ávallt sungiö viö lag Siguróar Helgasonar, ýmist viö hátíðleg tækifæri eóa þá viö jaróarfarir. Er þá sá siður viöhaföur aö menn standa upp líkt og um þjóósöng væri að ræða enda oft kallaður þjóósöngur Skagfiröinga. umsjón Páll Friðriksson Sagan um tilurð kvæðisins sem og lagsins er stórmerkileg og hefur verið færð í letur m.a. í 32. Skagfirðingabók sem Sögufélag Skagfirðinga gaf út 2010. Árið 1959 var lítið kver með öllum þrettán erindunum, gefið út af Kaupfélagi Skagfirðinga í minningu um sjötíu ára starfsafmæli þess og er víða til á heimilum í Skagafirði en með öllu ófáanlegt í verslunum í dag. Nú verður hins vegar breyting á og kverið endurútgefið og fært öllum 5. bekkingum grunnskólanna í Skagafirði að gjöf- Það vita það kannski ekki allir að kvæðið, sem heitir með réttu Skagafjörður, telur alls þrettán erindi, þó oftast séu aðeins tvö þeirra sungin við athafnir hvers konar, þ.e. fyrsta og síðasta erindið en þau eru eins og nærri má geta um sögu, náttúru og mannlíf Skagfirðinga. Segir Jónas Jónsson frá Hriflu í formála þeirrar útgáfu KS er áður er getið að það sé mesti og voldugasti óður um íslenskt hérað. „í engu öðru sögu- og hetjuljóði er byggðin, fólkið og sagan ofin jafn listilega í samfelldan glitvef andargiftar, stílfegurðar og rnælsku," skrifar Jónas. Kristmundur Bjarnason skrifar skemmtilega sögu um höfunda ljóðs og lags í 32. hefti Skagfirðingabókar sem kom út 2010 og byrjar svo: „Tvennum 11 . 1 J 1 ír\ i 5. bekkur BJ ÍÁrskóla é Sauóárkróki. Nemendur Grurmskólans austan Vatna á Hólum. sögum fer um það hvenær og hvar sr. Matthías orti ljóð sitt, Skagafjörður, sem síðar varð þjóðkunnugt undir nafninu Skín við sólu Skagafjörður, upphafslínu kvæðisins. Enn- fremur eru skiptar skoðanir um skáldskapargildi þessara tólf [þrettán -innskot blm.] erinda“, skrifar Kristmundur sem ekld vill taka eins djúpt í árinni og Jónas frá Hriflu sem sagði að ljóðið væri ort með sama snilldarbragði og Gunnarshólmi Jónasar Hallgrímssonar. Annars vegar er sagt að kvæðið sé ort að kvöldlagi um vetur í skammdeginu þar sem mikið frost var úti og kafaldshríð, eins og Hriflu-Jónas haíði eftir syni skáldsins en hins vegar er haft eftir skáldinu sjálfu og Kristmundur minnist á í Skagfirðingabók: „Jeg fekk nl. í gærmorgun þá flugu í munn, að setja í næsta Lýð kvæðismynd um ykkar fagra fjörð og hérað, byrjaði því þegar í stað og endaði kveðskapinn áður en ég fór í hvílu í gærkvöldi.“ Höfundur þess lags sem ávallt er sungið við kvæði Matthíasar er Sigurður Helgason (1872 - 1958) en hann varð frumkvöðufl í tónlistarlífi í Ameríku. Kristmundur rekur sögu hans skilmerkilega í fýrrnefndri Skagfirðingabók en þrátt fyrir mikJa viðleitni, eins og hann segir sjálfur, tókst honum ekki að leysa gátuna um, hvaða ár lagið var samið. Þó dregur hann þær ályktanir að það hafi verið laust fýrir 1910 í Kanada þar sem Sigurður átti heima þá. „Lagið mun fyrst hafa verið leikið opinberlega í Skagafirði 1911. Það var hornaflokkur frá Akureyri, sem lék það hinn 17. júní fyrir framan sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þá var það lítt eða ekki þekkt í Skagafirði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Lagið varð héraðssöngur Skagfirðinga. Þeir tóku sliku ástfóstri við ljóð og lag, að um eða laust eftir 1930 varð að venju að standa upp, sem þjóðsöngur væri, er það var sungið eða leikið á samkomum," segir Kristmundur. Það er merkflegt nokk að lagið var það fyrsta er Sigurður samdi og það langvinsælasta og fékk hann höfundarlaun og heiðursskjal frá KS og nokkrum Skag- firðingum árið 1943 enda hljómaði lagið á öflum sam- komum Skagfirðinga bæði utan héraðs og innan, eins og stendur í skjalinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.