Feykir


Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 8
8s^ 20/2012 berglindth@feykir.is Sóley Björk Guðmundsdóttur er brottfluttur Skagfiróingur Brottfluttur Skagfirðingur Þegar ég tók við áskoruninni að skrifa þennan pistil þurfti ég að horfa tvisvar á fyrirsögnina áður en ég áttaði mig á henni. Brottfluttur Skagfirðingur? Ég? Þó ég hafi þurft augnablik til þess að átta mig er þetta líklega réttur titill, þar sem ég hef búið í Reykjavík undanfarin fjögur ár eða svo, en ég hef aldrei hugsað um mig sem brottflutta áður. Skagafjörður hefur alltaf titilinn „heima", ég bara skrapp aðeins suður í skóla. Þegar að leiðin liggur heim í fjörðinn fagra, sem hún gerir reglulega, ferég alltaf að hugsa um hvað ég er heppin að koma frá Skagafirði. Ekki bara vegna þess hve frábær fjörðurinn er (sem hann er að sjálfsögðu, eins og allir Skagfirðingar og margir aðrirvita), heldurvegna allra tækifæranna sem hann býður upp á. Nú í vor er ég að Ijúka námi í Þjóðfræði frá Háskóla íslands, og þar sem ég stefni ekki á að halda áfram að búa í borginni þegar ég verð „orðin stór“ þá finnst mér gott að vita af Skagafirðinum mínum og láta mig dreyma um hvað ég finn mér að gera þegar ég sný þangað aftur. Ég tel neflinlega að það séu mörg ónýtt tækifæri heima fyrir og að það ætti ekki að vera mikið mál að styrkja til muna menningarog ferðamálaiðnað svæðisins, með þjóðveg eitt í gegnum hlaðið. Undanfarin ár hef ég starfað hjá Bilaleigu Akureyrar með skólanum (Króksararættu að kannast við hana í boði Bjössa Mikk), og mjög oft fengið að heyra ferðasögur og áætlanir ferðafólks (hvort sem mérlíkarbetureða verr. Þó þærséu nú oftast skemmtilegar). Út frá því hef éggóða tilfinningu fyrirþví hvar fólk stoppar, auk þekkingarsem ég hef öðlast í gegnum námið, sem kemurmeðal annars inn á menningartengda ferðaþjónustu. Því miðurer Skagafjörðurinn ekki ofarlega á þessum lista, og ég hef oft velt því fyrir mér af hverju. Ferðaþjónusta ersívaxandi iðnaður, og af hverju ætti Skagafjörður ekki að leggja meira upp úr því að taka þátt? Vissulega er margtsem að svæðið hefur upp á að bjóða, og auðvitað kemur þangað ferðafólk, en ég tel að það væri hægt að gera svo miklu meira. Sem dæmi má horfa til Vestfjarða, en þar hefur menningarstarf aukist gríðarlega á síðustu árum, til dæmis hefur fjöldi safna fjórfaldast á síðustu 18 árum. Þetta ásamt öðru hefur stóraukið ferðastrauminn á þetta annars afskekkta svæði, miðað við bæjarfélög sem standa við eða nærri hringveginum. Ekki það að lausnin sé endilega safnastarf. Það getur í raun verið ótrúlega margt, það er víst allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það þarf bara að setja sér metnaðarfull markmið. Þetta er að sjálfsögðu bara mínskoðun, ogeftilvill tala ég fyrir tómum eyrum (eða skrifa fyrirtómum augum?) og kannski finnst Skagfirðingum fyrirkomulagið bara fínt eins og það er, hvað veit ég, ég er víst brottflutt! Eftir að hafa heltt úr skoðaraskálum mínum, sem einhverjir eru án efa ósammála, ætla ég að skora á Herdísi Guðmundsdóttur, Kaupmannahafnarbúa og stóru systurmína, að taka við pennanum og skrifa næsta pistil. FRÁ LESENDUM I RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR FRÁ SKAGASTRÖND Skrifað og kveðið á Skerplu TU er það að fjölmennar þjóðir búi í litlum löndum og eins fámennar þjóðir í stórum löndum. Þegar fámennar þjóðir búa í stórum löndum virðist skibiingur manna á gUdi landsins ekki eins mikUl og þá fer stundum svo í málum sem upp koma að farnir eru vegir tU vansa og leiðum fvlgt tU lýta. Frá alda öðli hefur eign á landi verið undirstaða auðs og valda og landeigendur fóru því snemma að afmarka sín lönd með girðingum og varnarmúrum og sögðu: „Hér skal enginn fara yfir nema með mínu leyfi!“ Og brátt fóru menn að afla sér tekna með því að heimta gjald af hverjum vegfaranda sem þurfti að fara um land þeirra. í seinni tíð hafa svo eiginlega hliðstæð „landamerki“ verið sett á sjóinn og almenningur á hvorki að hafa aðgang að landi eða sjó vegna þess að þetta virðist allt á leiðinni að verða að lögvarinni séreign. Nú hefur þjóðin um nokkra hríð fengið að fylgjast með farsa sem kannski mætti kalla Gríms- staða-ævintýrið eða Leikritið um landsins gagn og nauðsynjar. Þar hafa farið með stór hlutverk yfirlýstir réttindagæslumenn al- mennings í tilteknum landshluta. Hefur framgangur þeirra og peningalegt hungur vakið hjá mörgum ýmsar spurningar varðandi það hvernig sveitarfélög í landinu komi hugsanlega til með að verða rekin í framtíðinni, því sannarlega hefur margt breyst frá því sem var. Forðum þekktu Þingeyingar það sem lyfti andanum. En lítið megna menntir slyngar móti auravandanum! Nú virðist nefnilega svo komið, að kröfur um allskyns menningar- neyslu í nútíma samfélagi séu að verða það miklar, að hvergi fari að liggja fyrir eðlileg löggeta til að mæta þeim eða annarri rekstrarheimtu, og þá er líklega aðeins eitt til ráða - að selja eignir, að selja landsréttindi eða jafnvel réttindi innan girðinga í sjó! Og það er margt skrafað á skrítnum nótum þessu viðvíkjandi og margir hringhausaðir pólitíkusar hafa haft það á orði, að landslögin eigi nú að geta verið sæmilega sveigjanleg þegar veruleg von um aukakrónur er annarsvegar. En spyrja má þá, - til hvers lög séu sett og hvað þau eigi að vernda og hver staðan verði þá að lokum? Eflögin eru Jiðkuð til,“ líkt ogflón við stöndum, þar til landið undir il er í tröllahöndum! í sviðshita fjölmiðlaumræðunnar virðist stundum vera erfitt fyrir persónur og leikendur að átta sig á því hvað er raunverulega verið að selja og hver staða samfélagsins verður eftir ætlað sölumennsku- ævintýri, sem endar kannski sem martröð mistaka! Þegar mál í lengstu lög lúta gengifölu, lýðurinn verður lotinn mjög landið allt til sölu! í Grímsstaða-ævintýrinu virðast réttindagæslumennirnir fyrr- nefndu nánast fara með himin- skautum í sínum mögnuðu Klondyke draumum og sjá fyrir sér gróðvænleg eilífðarlönd í sótthita augnabliksins því það - „kvað vera fallegt í Kína!“ Sveitarstjórnarmanna mas magnar sínar þulur. Enda er Bergur Elías orðinn býsna gulur! Og það fer ekki leynt að upp- tendruð auravonin dregur: Fjársælunnar full kista finnst í draumahöllum. Greinast nú sem gullkista Grímsstaðir á Fjöllum! En kannski eru menn þar á fjöllum í fleiri en einum skilningi! Og hver gætu orðið örlög Þing- eyjarþingsins okkar, sem eitt sinn var orkubú allrar félagshyggju í landinu, ef peningaleg gróða- sjónarmið eiga öllu að ráða. Mun Þingeyjarsýsla enda öll, er það boðuð lína, út við sæ og upp umfjöll, - sem útibúfrá Kína? Á svo að bíða eftir þvi að tilboð berist í aðra landshluta eða ósk um landfræðilegan gjafakvóta kannski varðandi Grímsey eins og forðum - eða þá aðrar eyjar við ísland. Á svo bara upp að hlaupa efað tilboðfœst, og Warren Bujfett vildi kaupa Vestmanneyjar næst? Ég verð nú að segja fyrir mig að ég hef langt frá því lyst á öllu. Margri sölumennskunni sem hefur verið í gangi í samfélaginu undanfarin ár, hefði ég ekki getað kyngt með nokkru móti, þó mér sýnist að sumir séu nánast að verða alætur í slíkum efnum. Sitthvað slæmt viðysta ál íslendingar éta. En Samfylkingar Kínakál kann ég ekki að meta! Allar eignir þjóðarinnar eru náttúrulega mikils virði og landið fyrst og fremst. Og auðvitað verður landið ekki okkar til lengdar ef við förum að selja það í smásölu eða jafnvel heildsölu! Ef við fórum að setja verðmiða á alla hluti, er hætt við því að sölumennska varðandi eitt og annað, til dæmis það - að reka sveitarfélög landsins, geti gengið nokkuð langt. Eða gætum við hugsað okkur það sem ráðandi viðhorf - t.d. í Skagafirði - að náttúruperlur hér- aðsins yrðu metnar til verðs og seldar í komandi tíð útlendum auðmönnum, til rekstrarávinnings á yfirstandandi reikningsári? Vissulega væri markaðshyggj an og auragræðgin komin yfir öll mörk, ef staðan gerðist þannig að kveða mætti þar um eftirfarandi. Drangeyfæri áfínu verði ogflestir myndu tala umjól, efeinhver tilboð ágættgerði ogeignast vildi Tindastól? Rúnar Kristjánsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.