Feykir


Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 24.05.2012, Blaðsíða 9
20/2012 Miðvikudaginn 16. maí og föstudaginn 18. maí voru starfskynningardagar hjá 10. bekk í Höfóaskóla á Skagaströnd. Feykir fékk nokkra nemendur til aó segja frá hvernig gekk. Krakkar í starfsþjálfun Upplifði frábæran vinnuanda Nú þegar tíundi bekkur er að enda og framhaldsskólinn tekur brátt við ákvað skólinn að við ættum að fara í starfsþjálfun á ýmsum stöðum í bænum. Við fengum að velja úr mörgum áhugaverðum fyrirtækjum í bænum og það var alls ekki auðvelL Ég ákvað að velja Listamiðstöðina og Vinnumálastofnun. Listamiðstöðina valdi ég því hún er öðruvísi og Vinnumálastofnun til þess að fá tilfinningu fyrir skrifstofustarfi. Á mánudeginum í Listamiðstöðinni tók á móti mér stjómandinn Melody. Við vorum þijú úr bekknum og hún sýndi okkur hvemig á að stjórna listamiðstöð. Stjómunin felst í því að taka á móti umsóknum, ráða fram úrvandamálum og svoleiðis. Hún sýndi okkur líka allskonar list og hvemig það er hægt að tengja hana við bæjarfélagið og íslenska umhverfið. Við hjálpuðum henni líka að setja upp fýrir „sýna og segja frá“ sem listamennirnir ætluðu að halda kvöldið eftir. Dagurinn var mjög áhugaverður og gaf mér góða sýn á líf listamanna. Á miðvikudeginum fór ég svo í Vinnumálastofnun en þar tók Líney á móti mér. Hún var rosalega indæl og allir virtust ánægðir með að fá mig. Hún sagði mérístuttu máli frá Vinnumálastofnun og hvemig hún skiptist í deildir. Eftir það tók Bima á móti mér og sýndi mér allar stöðvamar og hvað hver Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir Haltu kjafti hvaö þetta var gaman Þannig var að okkur var boðið að velja á miili nokkurra vinnustaða til að fara í starfskynningu á og það voru Vinnumálastofnun, Biopol, Vélaverk- stæðið, Leikskólinn, Oiísskálinn, Kántrý- bær, Nes listamiðstöð, Samkaup, Landsbank- inn, sveitabærinn Hof á Skaga og Trésmíðaverkstæði Helga Gunnars. Ég (ásamt öðrum) valdi að kynna mér trésmíðaverkstæði Helga Gunnars. Kynningin gekk þannig fyrir sig að við mættum út á verkstæði klukkan átta og lögðum af stað inn á Blönduós þar sem trésmiðir Helga Gunnars eru að smíða hús. Húsið á að vera dælustöð fyrir hitaveituna sem er væntanleg á Skagaströnd og stendur til að byggja þrjú svona hús, eitt á Blönduósi, annað við Laxá og það þriðja á Skagaströnd. Við hjálpuðum þeim við að binda saman steypu- teina sem eru notaðir í grunninn á húsinu. Við slógum upp nokkrum flekum sem eiga að halda steypunni, en svo BÚMM! klukkan orðin tólf á hádegi og þá vorum við keyrð heim til Skagastrandar. Þá var þessari pgurra klukkutfma starfskynningu lokið. Það sem kom mér mest á óvart var að á fjórum klukkustundum negldum við sem vorum í starfekynningunni ekki einn nagla. Og svo maður segi eins og Daninn: „Haltu kjafti hvað þetta var gaman.“ Arnar Páll Guðjónsson og ein manneskja gerir þar. Allir em með mismunandi hlutverk á Vinnumálastofnun. í fyrstu hljómaði það frekar auðvelt en svo seinna fékk ég að prófa þau og þá voru þau ekki svo auðveld. En fyrst fór ég og hitti Amý sem útskýrði fyrir mér hvemig þjónustuskrifetofur virka og hvemig umsóknarferiið er. Svo fór ég aftur til Bimu og fór að flokka skjöl og heyra frá fólki hvað það gerði. Eftir hádegi fór ég allan hringinn og fékk að prófa hitt og þetta og læra hvaða hlutverk allir hafa. Ásamt því að upplifa frábæra vinnuandann á staðnum. MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Munda og Tóti kokka Pizzasnúöar oa pasta úr því sem til er Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir og Þór Sævarsson eru frá Brúarhlíð í Blöndudal. Þau skora á Kristjönu Björk Gestsdóttir og Steingrím Kristinsson á Blönduósi að koma með næstu uppskrift. berglindth@feykir.is I FORRÉTTUR Pizzasnúðar 12 tsk þurrger 'A l af37°C heitu vatni 950grhveiti 100 grsykur 2 tsk salt 75 gr brœtt smjörlíki (‘A dl matarolía, nota þaðfrekar) AÐFERÐ Snúðarnir eru ómissandi í barnaafmælin. IByrja á þvi að hræra saman 'h í af 37°C heitu vatni við 12 tsk þurrger, látið bíða á meðan annað er tekið til. Gerblöndunni blandað saman við þurrefnin og hnoðað í vél. Sett í vel rúma glerskál ef til er og plastfilmu þétt yfir, eða hefingar skál úr plasti sem hægt er að loka og látið hefa sig í 2 tíma eða svo. Þá hnoðað í mjúka kúlu, flatt út, ekki mjög breitt en frekar langt. Smyrjið uppáhalds pizzasósuna ykkar á og dreifið vel af rifnum osti yfir. Síðan rúllað upp og skorið í hæfilega snúða og látið bíða við velgju á meðan verið er að skera allt deigið niður. Þá bakað við um það bil 200°C, uns þeir eru orðnir fallegir á litinn. Þessa uppskrift af deigi er hægt að nota sem kanilsnúða og sem brauð með súpunni, þá bætið þið út i deigið það sem ykkur dettur í hug og hnoðið saman, mótið brauð og skerið örlítið í það og látið bíða á plötunni í smá stund við hita. Bakið svo eins og pizzusnúðana. Brauð þurfa svona u.þ.b. 20 mín., ef þið eigið hitamæli þá eru brauð góð við 90°C. AÐALRÉTTUR Pastaréttur úr því sem til er pasta, soðið beikon er mjöggott laukur skinka eða pepperoni sveppir paprika ostur, rifmn Ostasósa: 'A -V2I matreiðslurjómi eða mjólk V2 dós rjómaostur AÐFERÐ: Þegar ég geri pasta eða brauðrétti þá verða þeir oftast til úr því sem hægt er að finna í ísskápnum. Gumsið er skorið niður og steikt á pönnu með olíu. Ostasósan er bragðbætt með smurostum sem ykkur finnst góðir, t.d papriku, beikon, rækju eða skinku. Gott að setja líka hvítlauks-, mexikó- eða piparost með eftir smekk, kryddið eftir smekk ef þörf krefur, t.d. hægt að nota kraft. Síðan er gott að setja allt saman i skál; og gumsið, blanda því vel saman og setja svo í smurt eldfast og sáldra rifnum osti yfir. Bakað þar til þetta ilmar undursamlega og orðið fallegt á litinn, við 180°C- 200°C. EFTIRRÉTTUR Karmelluterta Döðlutertubotnar: 4egg 150 grsykur 125 grhveiti 1 tsk lyftiduft 100 gr suðusúkkulaði, saxað lOOgrdöðlur, brytjaðar Karamellusósa: 2 dl rjómi 120 grsykur 2 msk sýróp V2 tsk vanilla 20 grsmjör AÐFERD: Skipt í tvö form og bakað við 180°C - 200°C. Bakið ykkar uppáhalds marengs til að hafa með. Setjið rjóma, sykur og sýróp saman í pott og látið malla við vægan hita í dáiitla stund eða þar til karamellan fer að þykkna aðeins. Þá er smjörinu og vanillunni bætt út og hrært vel saman. Látið kólna. Einn döðlubotn tekinn og helmingurinn afkaramellusósunni sett yfir. 'A 1 þeyttur rjómi settur marengsbotn lagður yfir rjómann og það sem eftir er af karamellunni dreift yfir marengsinn. Ef vill þá skaðar ekki að setja einhverja ávexti út í rjómann. Döðlubotnana má líka nota sem döðlutertu með rjóma og jarðaberjum eða bönunum á milli allt eftir því í hvernig stuði við erum hverju sinni. pastað, ostasósuna ofan á karamelluna, síðan er

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.