Feykir


Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 2
2 21/2012 Skagafjörður Byrjendalæsiskenn- arar útskrifast Byltingarkenndur hugbúnaður fyrir lesblinda Hjálpar til við lesturinn Nemendur Árskóla á Sauðár- króki sem eiga við lesblindu að glíma eða eiga í erfiðleik- um með að lesa, skrifa eða stafa orð, hafa tekið tæknina f sínar hendur með hjálp Easy Tutor hugbúnaði sem gerir þeim kleift að láta tölvuna lesa fýrir sig og aðstoða við að stafsetja rétt. Lögð hefur verið áhersla á það í vetur að kynna þennan hugbúnað fyrir nemendum og kenna þeim að nota tölvuna meira við námið. Hugbúnað- urinn er gjarnan notaður samhliða verkefnabókum frá Námsgagnastofhun á pdf formi þar sem nemendur geta látið Easy Tutor lesa fyrir sig fyrirmæli og þeir síðan skrifað inn í verkefnabækurnar í tölvunni. Einnig er Easy Tutor notað með ritvinnslu þar sem forritið les jafn óðum það sem nemendur skrifa auk þess sem hægt er að láta lesa allt yfir í lokin. Árskóli hafði fjárfest í fimm leyfum að hugbúnaðinum sem hafa verið mjög umsetin af nemendum og færri fengið að njóta en viljað en hugbúnaður þessi er mjög dýr. Foreldrafélag Árskóla lét þá til sín taka og í samráði við stjórnendur skólans var fjárfest í ótakmörkuðu leyfi sem gerir það að verkum að allir nemendur grunnskólanna í Skagafirði geta notað hann í sínu námi. Að kaupunum kom einnig foreldrafélag Varmahlíð- arskóla. /PF Glaðbeittur hópur byrjendalæsiskennara. Nýlega utskrifuðust fyrstu grunnskólakennararnir i Skagafirði sem lokið hafa tveggja ára námi tengt þróunarverkefninu Byrjenda- læsi. Með því er verið að innleiða nýjar læsis - og kennsluaðferðir í fýrstu bekkjum grunnskóla. Unnið er með lestur, ritun, tal og hlustun sem samofna þætti og fengist er við merk- ingarbær viðfangsefni og fjöl- breyttar sögur. Áhersla er á samvinnu nemenda og virka þátttöku þeirra. Mikið er einnig lagt upp úr þvi að efla orðaforða samhliða lestrar- náminu. Byrjendalæsi styðst við fræðilegan grunn og kenningar um læsisnám og áhugahvöt og hefur aðferðin verið þróuð af Miðstöð skólaþróunar við Há- skólann á Akureyri. Þessi vinnubrögð við byrjenda- kennslu hafa vakið athygli og frá 2005 hafa milli 60 og 70 Tindastóls-strákarnir hrukku heldur betur í gírinn sl. laugardag þegar þeir léku við BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli á ísafirði. Eftir tvo leiki sem töpuðust naumlega var nauðsynlegt fyrir Stólana að fara að krækja í stig eða í það minnsta að fara að koma boltanum í mark andstæð- inganna. Það tókst og rúmlega það með 2-5 sigri á erfiðum útivelli. Aðstæður á fsafirði til knatt- spyrnuiðkunar voru með því verra sem gerist, hvasst og völlurinn líkari sundlaug en knattspyrnuvelh. Tindastóls- menn komu hinsvegar baráttuglaðir og ákveðnir til leiks og voru miklu betri í leiknum. Strákarnir léku á móti vindi í fyrri hálfleik og það var Max Touloute sem kom strák- skólar víðs vegar á landinu tekið upp aðferðir Byrjenda- læsis við lestrarkennslu og sífellt bætist í hópinn. Kennararnir hafa fengið fræðslu og handleiðslu frá Miðstöð skólaþróunar við HA, og samhliða hafa þær Anna Steinunn Friðriksdóttir, deild- arstjóri á yngsta stigi Árskóla og Þóra Björk Jónsdóttir, kennslu- og sérkennsluráðgjafi Fræðsluþjónustu Skagfirðinga verið stuðningur þeirra heima í héraði. Þær hafa í þeim tilgangi lokið leiðtoganámi með það að markmiði að taka að mestu við fræðslunni framvegis. Grunn- skólar í Skagafirði hafa mótað sér þá stefnu að nota aðferðir Byrjendalæsis í fyrstu bekkj- unum og munu allir kennarar sem kenna yngstu nemend- unum taka þetta tveggja ára nám og verða Byrjendalæsis- kennarar. Þannig hafa 10 kennarar nú lokið námi og 5 hafa lokið fyrra árinu./ÞB unum yfir eftir 27 mínútur eftir laglega skyndisókn og Theo Furness bætti öðru marki við stuttu síðar og staðan 0-2 í hálfleik. Theo var síðan aftur á ferðinni þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan orðin 0-3. Pétur Georg Markan kom heimamönnum inn í leikinn með marki þegar um hálftími var eftir en Theo skoraði með hörkuskoti fimm mínútum síðar eftir mikla sókn Stólanna þar sem hvert skotið af öðru skall að marki Vestfirðinga. Theo innsiglaði þar með þrenn- una og breytti stöðunni í 1-4. Guðmundur Atli Steinþórsson lagaði stöðuna með marki á 73. mínútu en það var síðan Atli sem innsiglaði frábæran stórsigur Tindastóls með öðru marki sínu í leiknum á 88. mínútu. /ÓAB Dýraiæknaþjónustu í Húnavatnssýslum Dýrin mín stór og smá Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Dýrin mín stór og smá ehf., í eigu Ingunnar Reynisdóttur dýralækni á Syðri-Völlum í Húnaþingi vestra, um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustu- svæði 4, (Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur), sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 846/2011 um dýralækna- þjónustu í dreifðum byggðum. Þjónustusamningurinn tekur gildir frá og með 1. ágúst 2012 en á sama tíma lýkur þjónustusamningi sem gerður var við Dýralækna- þjónustu Stefáns Friðriks- sonar ehf. á sama svæði. /PF Skagafjörður Land fauk í síðustu viku gerði mikið suðvestan rok i Skagafirði með þeim afleiðingum að land tók upp á því að færa sig um set. Á Hofstöðum í Viðvíkursveit í Skagafirði er mikil kartöflurækt og fauk moldin ofan af jarðeplunum svo þær sátu eftir berar. Bessi Freyr Vésteinsson vonar að að tjónið verði ekki mikið þar sem búið er að raka yfir aftur en hugsanlega gæti þetta seinkað uppskeru. Meira tjónið gæti verið þar sem búið var að sá í flög en Bessi segir að grasffæ hafi farið af stað. Það sé þó þungt í eðli sínu og hann vonar að það hafi ekki allt farið. Þá hafði haffafræ sem lágu fjóra sentimetra í jörðu legið bert ofan á jörðinni eftir vindinn. Bessi segir að hann hafi brugðist snögglega við er jörðin rauk og dælt skít á flögin og náð þannig að bleyta f og rykbinda. Mökkurinn var það mikill að sögn Bessa að ekki sást fram fyrir vélarhúddið. /PF Krakkar í Árskóla að nota Easy Tutor. LEIÐARI Hetjur hafsins Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land um næstu helgi og þá verður líf og fjör hjá öllum þeim sem mæta á bryggjuna og landkrabbar gleðjast með sjómönnum. Sjómenn eru hetjur hafsins og hafa dregið björg í bú frá örófi alda og munu halda því áfram meðan gefur. Sjómennskan hefur breyst síðustu áratugi, kvótinn færst á færri hendur sem gera út stærri skip en áður með hagræðisjónarmið að leiðarljósi. Kvótakerfið er eilífðar bitbein útgerðar- og stjórnmálamanna og mun verða það meðan veitt er, því fullkomið kerfi verður sennilega seint fundið upp. En reynt er að gefa mönnum færi á að stunda sjóinn á smábátunum með byggðakvóta og strandveiðum og er það vel en dugar kannski skammt til að menn geti haft það að aðalatvinnu allt árið. Margir hafa bent á að frjálsar handfæraveiðar gætu verið lausnin og hafa barist fyrir þeim en ekki orðið ágengt. Spennandi væri að sjá hvernig það kerfi myndi reynast. Sjómenn til hamingju með daginn. Páll Friðriksson ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson - palli@feykir.is ©455 7176,8619842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir - berglindth@feykir.is ©694 9199 Óli Arnar Brynjarsson - oli@feykir.is Lausapenni: örn Þórarinsson. Askriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskriftogdreifing: Nýprentehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. BÍ/Bolungarvík - Tindastóll 2-5 Frábær sigur Stólanna

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.