Feykir


Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 4
4^ 21/2012 AÐSENT STEFÁN VAGN STEFÁNSSON SKRIFAR Aðhald og uppbygging Oddviti sjálfstæðismanna í Skagafirði geystist ff am á ritvöllinn í síðasta tölublaði Feykis og fór mörgum orðum um vanmátt ffamsóknar- meirihlutans í Skagafirði, eins og hann kýs að kalla meiri- hlutasamstarf ff amsóknar- manna og vinstri grænna, í stjóm fjármála sveitar- félagsins. Þessu er því til að svara að meirihluti framsóknarmanna og vinstri grænna hefur lagt sig fram um að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins á kjör- tímabilinu og mun gera áfram eins og sú heildstæða rekstrar- úttekt á öllum einingum sveitarfélagsins sem nú er unnið að gefur skýrt til kynna. Við skoðun á ýmsum kenni- tölum samfara rekstrarúttekt sést margt kunnuglegt og má geta þess m.a. að skuldir sveitarfélagsins sem hlutfall af tekjum þess eru nánast þær sömu í dag og þær voru í tíð sjálfstæðismeirihlutans árið 2005. Hlýtur það að teljast nokkuð góður árangur þegar haft er í huga að í millitíðinni varð, eins og flestum - þ.m.t. oddvita sjálfstæðismanna í Skagafirði - er kunnugt, efna- hagshrun hér á landi, lækkun á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um ríflega hálfan milljarð króna, stórfellt gengis- fall íslensku krónunnar, veru- legur niðurskurður í rekstri ríkisvaldsins og aðrar þær aðstæður sem skapað hafa mikinn vanda í rekstri allra sveitarfélaga í landinu. Vissulega er það rétt hjá leiðtoga sjálfstæðismanna í Skagafirði að rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki með þeim hætti sem að var stefnt og skeikaði ríflega fOO milljónum króna. Úr því skal ekki lítið gert. Hins vegar helgast stærsti hluti þessarar upphæðar, eða 91% hennar, af þvi að lífeyris- skuldbindingar og verðbætur voru umfram áætlun. Þó var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 stuðst við ráðgjöf utanaðkomandi tryggingasér- fræðings vegna áætlunar á lífeyrisskuldbindingum og við verðbólguspá Seðlabanka íslands við áætlun á verðbólgu. Benda má á sambærileg frávik hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsins vegna fyrrgreindra þátta og nægir þar að nefna Reykj avíkurborg, Vesturbyggð, Árborg, Hveragerði o.fl. sveitarfélög sem stýrt er af bæði sjálfstæðismönnum í hreinum meirihluta og sveitar- félögum þar sem fulltrúar annarra flokka ráða för. Pólitískar skoðanir kjörinna fulltrúa ráða því miður ekki við ófyrirséðar breytingar á forsendum sem sveitarfélög í landinu miða almennt við í áætlunum sínum. Við nánari skoðun árs- reiknings Sveitarfélagsins Skagafjarðar á síðasta ári má þó sjá margt jákvætt, m.a. það að rekstrartekjur þess aukast umfram áætlun, handbært fé er um 80 milljónum króna hærra í árslok en gert var ráð fyrir í áætlun og taka nýrra langtímalána er umtalsvert lægri en reiknað var með eða tæplega 90 milljónir. Lang- tímalán voru greidd niður umfram nýjar lántökur sem nemur 100 milljónum króna. Þá má geta þess að fjárhags- áætlun fýrir árið 2012 gerir ráð fyrir 49 milljóna króna hagnaði af samstæðureikningi sveitar- félagsins. Það er gott að búa í Skaga- firði. Hér er blómlegt mannlíf og kröftugt atvinnulíf. Um það þurfum við að standa vörð um leið og skapaðar eru aðstæður til frekari sóknar fram á við. Vonandi er oddviti sjálfstæðis- manna í Skagafirði mér sam- mála um það. Stefán Vagn Stefánsson Formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddviti framsóknarmanna í Skagafirði ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 571 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ingólfiir Ómar sem á fyrstu vísu þáttarins að þessu sinni. Eru þær ortar í fallegu veðri á kvöldgöngu með sjónum við Gróttu. Allt er hljótt um cegisslóð efra skýin loga. Aftansólar geislaglóð gyllir sund og voga. Fœrist yfir lög og land Ijúfur aftanfriður. Hjalar blítt við hlein ogsand hægur ölduniður. Langur vinnusólarhringur er nú hjá mörgum sauðfjárbændum. Kannski ekki svo slæmt að áliti okkar ágæta Rósbergs Snædal. Dofnar skinn ogdaprast trú dvín að sinni bragur. Lœknir minn og likn ert þú langi vinnudagur. i Önnur ágæt effir Rósberg, ort á efri árum. Ég er orðinn eins og skar illa þoli hríðar. Ogvitanlega verð égsnar vitlaus innan tíðar. Enn dynur á okkur íslandsbörnum endalaus áróður um ömurlegheit okkar ágætu krónu. Ekkert kemst að hjá ráðamönnum þessarar þjóðar annað en upptaka evm og er reynt að telja þeim sem það vilja heyra, trú um það að öll vandamál á efnahag okkar íslandsbarna séu þar með leyst. Jón Gissurarson bóndi í Víðimýrarseli yrkir af mikilli hreinskilni um slíkt feigðarflan. Allt er mælt á evru vog eflist gróðafengur. Þjóðin verðuralsæl og ekkert klúður lengur. Önnur ágæt vísa kemur hér eftir Jón og ef ég man rétt er hún gerð er fslandsbankar féllu 2008. Þung er okkar þjóðarsmán þekkufalla vígin. Eftir bansett bankarán böl ogsvínaríin. Einhverju sinni er Jóni barst Bændablaðið og á forsíðu þess var þessi fyrirsögn „Að lifa af landsins gæðum,“ orti Jón. Funar núför í œðum fylla þarf sérhvern pott. „Að lifa aflandsins gæðum" erlíkast til nokkuðgott. f gleðskap yrkir Jón og heldur þá ekki framhjá hringhendunni. Brátt hérfœðistjjör oggrín finnum kvœðagaman. Efínœðiástogvín ylja bœði saman. Mætti halda að Jón væri að slá met í hringhentum vísum með því að bæta þessari við. Vínið eykur andans svið yljarleikaðvori. Oft þá reikum út á hlið ansi keik í spori. Einhverju sinni er Jón kom að æskuheimili sínu að vorlagi og allt þar í eyði, sleit hann upp strá af túninu í Valadal, stakk því upp í sig og orti. Þarsem gullið gæðastrá gefstámilli tanna. Get ég ennþá gengið á götu minninganna. Síðar lifði Jón það að koma í Valadal þegar búið var að byggja stórglæsilegt íbúðarhús þar og hafði þá staðurinn yfirbragð stórbýlis, þrátt fyrir að hafa verið í eyði í 36 ár. í björtu og fallegu veðri orti Jón. Horfir við mér höfuðból hér ífallasálnum. Birtir í lofti bjarmar afsól í blessuðum Valadalnum. Gott að hressa sig næst með þessari mögnuðu limru um fegurðarsamkeppni eftir Eystein Skáleyjarbónda. Glæsileg mörgsýnist mey vor mjúkvaxinn kroppurinn ei slor barmurinn kæri lendaroglœri líkt ogáElisabeth Taylor. Þegar um þverbak keyrir í deilum hj á hinum ýmsu trúarhópum yrkir Eysteinn. Djöflast í ófriðaraninu ýmsir á veraldarplaninu til aðstoðarguði þótt prestarnir puði ogpáfinn í Vatíkaninu. Ágirnd birtist í mörgum myndum eftir næstu limru Eysteins að dæma. Hinngráðugi Geirþjófur dósent græddi víst þó nokkur prósent er seldi hann Merði á margfóldu verði mölétið Jónsbókarljósprent. Þar sem nú hefiir staðið yfir sú ágæta gleðivika í Skagafirði sem kallast Sæluvika, er þessi þáttur er í smíðum, er gaman að rifja næst upp þessa vísu eftir ágætan Skagfirðing Svein Skagfjörð Pálmason frá Reykjavöllum. Vorið kemur veturflýr velfram gengin hjörðin. Hljómi staka hugur snýr heim í Skagafiörðinn. Kveðjum með þessari ágætu vísu Sveins sem ort er á Spáni. Viðfórum hérna barfrá bar bestu veiga leitað. Hestaskál til hressingar höfum sjaldan neitað. Verið þar með sæl að sinni. / G uðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.