Feykir


Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 6
6í^3 21/2012 Ómar Valgeir Karlsson er sjómaður og útgeróarmaóur á Hvammstanga þar sem hann gerir út 60 tonna dragnótabát með fjögurra manna áhöfn. Ómar hefur stundaó sjómennsku frá unga aldri, allt frá því þegar höfnin á Hvammstanga ióaöi af lífi og drengirnir í bænum gátu ekki beðið eftir því að sækja sjóinn og taka þátt í rækjunni þegar hún var og hét, eins og Ómar orðar þaö. Nú eru hins vegar breyttir tímar, rækjustofninn hruninn og kvótakerfió við lýði, og fjörið sem eitt sinn var daglegt brauð á bryggju bæjarins lifir einungis í minningu þeirra sem tóku þátt í ævintýrinu. Sleit barnsskónum á bryggjunni viðtal Berglind Þorsteinsdóttir „Hér snérist allt um rækju og þegar stofninn hrundi, hrundi allt með,“ segir Ómar en síðan eru liðin 14 ár frá því þegar um tíu til tólf bátar frá Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd gerðu þar út rækju dag hvern yfir alla vetrarmánuðina. Þegar fiskgengd jókst á svæðinu hopaði rækjan og sjómenn fengu lítið sem ekkert í staðinn. „Við áttum litlar aflaheimildir í öðru en rækju og var okkur lofað sárabótum. En þegar á hólminn var komið fengum við bara brot af því sem okkur hafði verið lofað,“ útskýrir Ómar. Ómar hóf útgerð sama ár og kvótakerfið var tekið upp, árið 1984, og ber hann því ekki vel söguna. Það ár keypti hann 20 tonna bát frá Húsavík, Haförn HU4, en honum fylgdi 180 tonna þorskkvóti. Þar sem Ómar stefndi á rækjuveiðar á Hvammstanga var tekið af honum 50 tonna kvóti strax í upphafi fyrir rækjuleyfið. Árið 1991 hugðist Ómar hagræða í rekstri og keypti minni og hagkvæmari bát, lítinn 10 tonna stálbát. Þá fékk hann aftur kvótaskerðingu um 50 tonn og þá búið að skerða hann tvisvar. Svipaða sögu er að segja af öðrum bát á Hvammstanga, Neista HE4, en samkvæmt Ómari fékk hann einnig tvískerðingu. „Við mótmæltum þessu en ráðuneytið gerði bara það sem þeim datt í hug og skýringin sem við fengum var: „Þið hafið það svo gott á rækjunni að þið hafið ekki þörf á öllum þessum kvóta.“ Eftir að rækjustofninn hrundi börðumst við fyrir því að fá kvótann til baka en fengum það ekki í gegn,“ segir Ómar og útskýrir að það sem rækjusjómenn við Húnaflóa eru svo ósáttir við er að þeir fengu ekki sömu meðferð og sjómenn sem stunduðu veiðar á loðnu fengu þegar stofninn hrundi á sínum tíma. „Þeir fengu auknar aflaheimildir á þorski og fleiri fisktegundum sem sárabætur svo þegar loðnan náði sér aftur á strik fengu þeir að halda sínum auknu aflaheimildum í ofan- álag,“ segir Ómar og bætir við að það sem verra var að Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), sem eiga að verja hagsmuni allra útvegsmanna, settu sig í andstöðu við kröfur rækju- sjómannanna við Húnaflóa á meðan þeir börðust fyrir málstað loðnusjómanna. „Það er alltaf bara hugsað um þessa stóru. Á meðan höfum við lítið haft í 13 ár.“ Ómar telur helsta ókost kvótakerfisins vera skort á hreyfanleika. Hann tekur sem dæmi að þegar kvótakerfinu var komið á veiddist ýsa ein- ungis við Suðurlandið og þá féll allur kvóti fiskstofnsins á sunnanflotann. „Nú veiðist mikið af ýsu hér á Norðurlandi og þá þurfum við að leigja kvóta af einhverjum karli í Reykjavík, vegna þess að þar veiddist mikið af ýsu fyrir 30 árum síðan,“ segir hann og heldur áfram: „Það sem er samt súrast í þessu kerfi er að það er hægt að taka kvóta ffá svæðum. Það þyrfti að vera

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.