Feykir


Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 9
21/2012 AÐSENT Gíslavaka Ólafs- sonar í Húnaveri Steingrímur Felixson í viðtali Snjóflóöin sitja í manni 1 Þeir Sigurður Óli Sigurðsson og Sighvatur Rúnar Pálsson, 10. bekkingar í Árskóla á Sauðárkróki voru í starfskynningu á Feyki í síðustu viku og kynntu sér stuttlega hvernig blaða- maður eyðir vinnudeginum. Fengu þeir það verkefhi að taka sitthvora Spurningu vikunnar auk þess að finna fyrrverandi sjómann og taka við hann viðtal og birtist það hér. Við ákváðum að taka viðtal við Steingrím Felixson fyrrverandi sjómann í tilefni af því að sjómannadagurinn fer bráðum að koma. Steingrímur fæddist þann 24.12.1962 og starfaði á sjó í tuttugu og fjögur ár. Alls hefur Steingrímur starfað á fimm skipum um ævina en þau eru: Drangey, Pétur Jónsson, Málmey, Hegranes og Örvar. Steingrímur starfaði sem netamaður á skipunum og sagði hann að það hefði verið mjög gaman í flestum til- vikum. Við spurðum hann um hvað væri það eftir- minnilegasta sem hann hefði upplifað á sjó og hann sagði „Ætli það sitji ekki mest í manni þegar maður var á Pétri Jónsyni og snjóflóðið féll á Flateyri, þá fór stór hluti áhafnarinnar að leita að þeim sem lentu í því.“ Nú vinnur hann í landi og starfar hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Sagði Steingrímur að þetta hefðu verið mjög góð ár á sjónum. /SRPogSÓS Laugardaginn 9. júní kl. 14 verður í Húnaveri vorvaka í minningu Gísla Ólafssonar, skálds frá Eiríksstöðum. Þar mun Kristján Eiríksson, íslenskufræðingur, fjalla um Gísla og verk hans, og lesið verður úr ljóðum hans. Kvæðamennirnir, Ingimar Halldórsson og Arnþór Helgason, kveða vísur eftir Gísla, m.a. hinar þekktu Lækjarvísur. Sigurður Torfi Guðmundsson syngur nokkur lög við ljóð Gísla við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna í Árnes- sýslu syngur undir stjórn Inga Heiðmars, sem einnig stýrir almennum söng. Kynnir verður Ólafur Hallgrímsson. Aðgangseyrir er kr. 1500.-, frítt fyrir 12 ára og yngri. (Ath. að kort eru ekki tekin.) kvenfélag Bólstaðarhlíðar- hrepps selur kaffi í hléi. Gísli Ólafsson var fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal 2. janúar 1885, átti þar heima til þrítugsaldurs og var mjög tengdur dalnum sínum alla tíð. Hann var búsettur á Sauðárkróki síðari hluta ævinnar og lést þar liðlega áttræður. Gísli byrjaði ungur að yrkja og strax í æsku flugu stökur hans og vísnaflokkar manna á milli. Hann gaf út þrjú ljóðakver. Fyrsta bók hans kom út 1917, Heiman úr dölum, en árið 1944 kom út safn Ijóða hans, sem nefnist Á brotnandi bárum. Gísli skipar fríðan flokk alþýðuskálda þessa lands, ljóð hans eru lipur og vel gerð, hann var mikill rímsnillingur. Þekktastar eru stökur hans og tækifærisvísur, orta við ýmis tilefni, en lengri ljóðin eru ekki síður vel ort og eiga erindi við okkar samtíð. Þess er vænst, að ýmsum þyki gott að endurnýja kynnin við Gísla skáld frá Eiríksstöðum /Fréttatilkynning ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Stína og Óli kokka Silungsmús og Indversk súpa Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Benediktsson bændur í Miðhópi í Víðidal bjóða lesendum Feykis upp á uppskriftir vikunnar að þessu sinni. „Við skorum á Ásu Ólafsdóttir á Hvammstanga yfir- setukonu nýkomna úr fæðingarorlofi til þess að vera næsti matgæðingur vikunnar." berglindth@feykir.is FORRÉTTUR fisksoði. Þessu er síðan hrært 4 gulrcetur, skornar í litla bita Silungsmús saman við fiskinn. Sett i mót 2 sellerístönglar, saxaðir og kælt i 6-8 klst. Berið réttinn 1 laukur, fínsaxaður 500 g silungur fram með ristuðu brauði fersku 2 hvítlauksrif, fínsöxuð 200 g sýrður rjómi salati og sósu. 1 scet kartafla, skorin í 1 dl rjómi munnbita 'A tsk svartur pipar Sósa: 2 bollar blómkál, skornir í 2 tsk basilika 200 g sýrður rjómi munnbita 1 pakki Torofiskhlaup Vi tsk pipar, malaður 1 msk Garam Masala 3 dl heittfisksoð 1 tsk sítrónusafi V2 tsk cayennepipar 1 stk grœnmetiskraftur aðferð Sjóðið fiskinn í smá salt og pipar eftir smekk saltvatni, roð og beinhreinsið, AÐALRÉTTUR V2 l vatn setjið í skál og sláið i sundur. Sýrðum rjóma, rjóma og Indversk súpa ólífuolía kryddi er hrært saman i skál. 1 dós hakkaðir tómatar AÐFERD Setjið gulrætur, lauk Fiskhlaupið leyst upp í heitu og sellerí í pott með 2 msk af olíu og steikið á lágu hita í 10 mín. Bætið hvítlauk og kryddi og steikið með grænmetinu í 5 mín. á lágum hita. Bætið næst tómötum, vatni, krafti, blómkáli og sætum kartöflum saman við grænmetið í pottinum og sjóðið í 10 mín. Smakkið til með salti og pipar. Þessa súpu er gott að bera fram með sýrðum rjóma og nýbökuðu naan-brauði. Naati-brauð: 2 dl mjólk 2 msk sykur 11 g þurrger 600 ghveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk olía 2 dl ab-mjólk AÐFERÐ Hnoðið deigið vel saman og látið lyfta sér í um það bil 1 klst. Skiptið því í 10 hluta hnoðið lítillega og fletjið frekar þunnt út. Bakið við 250°C í 5-7 mín. Ef vill má pensla brauðið með bræddu smjöri eða olíu og strá á þau örlidu af grófu salti eða kryddi. EFTIRRÉTTUR Lu eftirréttur 1 pakki afBastogne kexifrá Lu 2-3 epli, rifin 1 krukka bláberjasulta þeyttur rjómi AÐFERÐ Kexið er mulið niður og sett í mót og epli sett ofan á. Um það bil ein krukka bláberjasulta sett ofan á og að lokum er þeyttur rjómi settur yfir. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.