Feykir


Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 10
IO 21/2012 Fjölbrautaskóla Noróurlands vestra slitið 65 nemendur brautskráöust Sagt er frá því á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að skólanum var slitið að viðstöddu fjölmenni síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í 33. sinn. Alls brautskráðust 65 nemendur. Skólameistari, Ingileif Oddsdóttir, setti athöfnina og fjallaði m.a. um stöðu skólans og viðleitni hans til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna menntun. Ásbjörn Karlsson, áfangastjóri, flutti vetrarannál þar sem stiklað var á stóru í viðfangsefnum skólans á síðasta skólaári. Þar kom m.a. fram að nemendur á haustönn voru 405, en 532 á vorönn. Alls hefur 601 nemandi sótt nám til skólans á þessu skólaári. Pálmi Geir Jónsson flutti ávarp nýstúdenta. Garðar Víðir Gunnarsson flutti ávarp 10 ára stúdenta, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir flutti ávarp 20 ára stúdenta, Kristín Aðalheiður Símonardóttir flutti ávarp 25 ára stúdenta og Knútur Aadnegaard flutti ávarp 30 ára brautskráningarnema. Margrét Petra Ragnarsdóttir flutti tvö lög við undirleik Jakobs Loga Gunnarssonar og þá flutti Sveinn Rúnar Gunnarsson sömuleiðis tvö lög. Anna Rún Þorsteinsdóttir hlaut flestar viður- kenningar fyrir námsárangur en á heimasíðu FNV má sjá allar upplýsingar um viðurkenningar nemenda og ýtarlegri frásögn frá útskrift ardeginum. /ÓAB Heimild: fnv.is Við óskum ykkurtil hamingju m Ártorgi 7 550 Sauðárkrókur © 455 4500 www.ks.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.