Morgunblaðið - 29.12.2017, Side 17
Óskum landsmönnum öllum hagsældar á nýju ári,
með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í gengum árin.
Stofnað 1901
Það er erfitt að ímynda sér foreldra sem ekki
misstu vonina við það.
Til að nýta meðbyrinn þurfa Kongóbúar á
athygli okkar og stuðningi að halda. Í einka-
geiranum þurfa kaffi- og kakóbændur í Kongó
meiri aðgang að fjárhagslegum stuðningi og
aðstoð við skipulag og upplýsingagjöf.
Á pólitíska sviðinu blasir við kreppa. Kosn-
ingum, sem halda átti 2016, hefur verið frestað
til 2018 og kunnugir segja að sitjandi forseti,
Joseph Kabila, virðist staðráðinn í að sitja
áfram í embætti. Alþjóðlegar stofnanir þurfa
að tryggja að kosningar verði haldnar eins
fljótt og kostur er og að valdaskipti fari frið-
samlega fram. Öryggi óbreyttra borgara, sér-
staklega kvenna og barna, veltur á því.
Eftir nýlega heimsókn Nikki Haley, sendi-
herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, á þessar slóðir eiga bandarísk stjórnvöld
þess kost að hjálpa til við að beina hinu lýð-
ræðislega ferli að betri og friðsamlegri út-
komu. Þess vegna þökkum við öflugan stuðn-
ing fjölda þingmanna úr röðum bæði
repúblikana og demókrata. Sérstaklega má
nefna Lindsey Graham, öldungadeildarþing-
mann repúblikana frá Suður-Karolínu, og
Adam Smith, demókrata frá Washington-ríki.
Þeir hafa báðir ferðast með okkur til Kongó og
hafa síðan haldið bæði vitnaleiðslur á þingi og
lagt fram lagafrumvörp sem skipta Kongó
máli. Óskipað er þó í lykilstöðu sendiherra
Bandaríkjanna í Lýðveldinu Kongó. Með því
að skipa sem fyrst í þá stöðu myndi nýverandi
stjórn gefa til kynna að Bandaríkin væru
hlynnt friðsamlegri lausn.
Við Kongó blasa áfram gríðarlegar áskor-
anir. En með því að leggja hart að sér leitast
Kongóbúar við að brúa bilið á milli fátæktar og
velmegunar, glundroða og stöðugleika. Þetta
er ferðalag í átt til framfara og það er rétt að
hefjast.
© Ben Affleck. Á vegum The
New York Times Syndicate.
Clay Enos Gerry Kahashy
Talið er að 3,5 milljónir eða 27% barna í
Lýðveldinu Kongó fari ekki grunnskóla.
Það er eitthvert hæsta hlutfall óskóla-
genginna barna í heiminum.
Eitt sinn
blómstraði
kaffiiðnaðurinn
í Lýðveldinu
Kongó. Með
erlendri fjár-
festingu gæti
greinin náð sér
á strik á ný.