Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 31.12.2017, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 31.12.2017, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn K E N N A R IN N .I S Um áramót gera margir nýársheit en það er nokkurs konar loforð sem maður gefur sjálfum sér og felst í því að bæta sig á einhvern hátt. Loforðið getur tengst matarræði, sparnaði, vinum, fjölskyldu, umgengni og jafnvel heimanámi. Hvaða 10 nýársheit gætir þú hugsað þér að gera fyrir komandi ár? Finndu orð sem innihalda ei eða ey og skráðu þau á línurnar 9 10 8 7 6 5 4 3 2 1 ÁRAMÓTAHEIT VÍS INDAVEFURINN Hvernig komast flugeldar á loft? Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum og í fram haldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeld- ur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Yfirleitt eru flugelda r búnir til úr tveimur aðskildum hylkjum. Ann- að er fyllt með grófu púðri sem er notað til að skjót a flugeldinum upp í loftið en í hinu er fíngert púður sem veldur sp rengingu eftir að flugeldurinn er kominn á loft. Í seinna hylkinu eru einnig efni sem mynda liti þegar þau eru hituð upp. Kveik iþráður flug- eldsins kemur fyrst inn í hylkið með grófa púðrinu s em brennur hratt en springur ek ki. Þegar púðrið brennur myn dast heitt gas sem streymir út í gegnum lítið rör. Við þetta m yndast mikill lyftikraftur og flugel durinn skýst upp í loft. Eldurinn s em myndast þegar grófa púðrið b rennur kveik- ir svo í öðrum kveik iþræði. Hann logar eins lengi og þ að tekur flugeldinn að ná rét tri hæð. Þessi kveikiþráður kveikir svo í púðri sem er fínt og létt p akkað og þá verður sprenging. Nú á dögum er alge ngt að í flug- eldum sé duft eða fl ögur úr áli, járni, stáli, sinki eða magnesíni. Þessi efni mynda m jög bjarta, glampandi og glitra ndi neista. Auk þess eru oft no tuð málmsölt eins og til dæmis ko parklóríð, kalsínklóríð eða bar ínklórið. Kopar gefur bláan li t, kalsín app- elsínugulan lit og ba rín grænan. Efnið natrín gefur gu lan lit og litín rauðan. Þessi efni eru blönd uð með púðri og síðan gerðar kúlu r í bauna- stærð úr blöndunni. Kúlurnar eru settar í hylkið m eð fíngerða púðrinu. Þegar kvik nar í púðrinu og flugeldurinn sprin gur kvikn- ar einnig í þessum k úlum og þær dreifast glóand i um loftið. Í stórum flugeldum geta verið um hundrað svona k úlur. Útlit flugeldsins fer eftir því hvernig púðrinu og kúlunum hefur verið raðað í hylkið. Svarið er af Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi Vísind avefsins.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.