Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefenernotaðsemskammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okk- ur og hefur áhrif á alla akstureig- inleika bílanna,“ segir Rafn Harð- arson, vörubílstjóri hjá flutnings- fyrirtækinu Sigga danska ehf. Rafn ók austur til Hornafjarðar í gær og segir að slæmt ástand þjóðvegarins hafi valdið því að mikil tjara safn- aðist upp í dekkjum vörubílsins og gerði aksturinn afar hættulegan. Sigurður Hafsteinsson, eigandi Sigga danska ehf., segir að nauð- synlegt sé að grípa til aðgerða en vörubílstjórar hafa ítrekað bent á vandamálið. „Þetta er orðið það mikið í dekkjunum núna að bílarnir missa aksturseiginleika. Þetta voru fimm bílar í gær; einn frá mér og fjórir aðrir, og voru þeir allir í vandræð- um. Þeir héldu að það væri sprung- ið á bílunum, þeir létu svo illa,“ seg- ir Sigurður og bætir við að bílstjórarnir séu búnir að fá nóg. „Þetta er búið að vera svona undan- farin ár. Vegagerðin segist alltaf vera að athuga málið og skoða hlut- ina,“ segir Sigurður og bendir á að svipuð vandamál hafi komið upp áð- ur á Vestur- og Norðurlandi. „Þetta er ekki bara á Austurlandi, þetta er allt landið. Þetta kemur upp á vet- urna hjá okkur og það er aldrei gert neitt í þessu.“ Hann bendir jafn- framt á að vörubílar eru skyldaðir til að vera með munstur á dekkj- unum sínum sem ná ákveðinni dýpt en þegar dekkin fyllast svona af skít er ekkert eftir af því mynstri. „Bílarnir verða alveg ómögulegir í stýri, það er alveg hræðilegt að lenda í þessu og ofan á það eru veg- irnir rosalega mjóir fyrir austan. Það er bara verið að bíða eftir því að við keyrum framan á einhverja rútu svo eitthvað gerist.“ Reynir Gunnarsson, rekstrar- stjóri hjá Vegagerðinni, staðsettur á Höfn í Hornafirði, segir Vega- gerðina vita af vandanum. „Við er- um búin að fá kvartanir um þetta síðan í gær. Við fórum og skoðuðum þessa kafla og fundum ekki neitt sjáanlegt. Þetta virðist hafa komið aftur í gærkvöldi og í morgun. Það finnst svosem ekkert en það er líka allt frosið. Það er maður á leiðinni að sunnan sem ætlar að hjálpa okk- ur að taka þetta út,“ segir Reynir. Spurður hvað hægt sé að gera segir Reynir að fyrst verði að finna hvaða vegarkafli veldur þessu. „Það er svosem ekki mikið annað en að dreifa sandi á þessa kafla ef maður finnur þá. Þetta er alveg rétt hjá þeim [vörubílstjórunum] að þetta er mjög slæmt og getur verið hættu- legt. Við ætlum að skoða hvað er hægt að gera og finna hvar þetta er.“ Ástand vega á Austur- landi ógnar öryggi  Vörubílstjórar ósáttir við aðgerðaleysi Vegagerðarinnar Hætta Mynstrið í dekkjunum fyllist af drullu og gerir akstur afar erfiðan. Sigurður Hafsteinsson Ljósmyndir/Rafn Harðarson Eftir akstur austur Tjara úr malbikinu festist í dekkjunum. Ásamt tjörunni safnast fyrir sandur og alls kyns skítur. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Heimilisfriður“ er meðferðar- úrræði fyrir gerendur heimilis- ofbeldis og heyrir undir velferðar- ráðuneytið. Það byrjaði sem „Karlar til ábyrgðar“ árið 1998 að norskri fyrirmynd. „Meirihluti þeirra sem koma er karlar. Ekki af því að þeir beiti meira ofbeldi heldur af því að ofbeldið er grófara og afleiðingarnar verða mun verri. En hugmyndir um að aðeins karlar beiti ofbeldi eru auðvitað barn síns tíma,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, klínískur sálfræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka. Einnig er boðið upp á úrræði fyrir konur sem gerendur síðan 2014. „Ætli það séu ekki liðlega 800 manns sem hafa komið frá byrjun ár- ið 1998. Árið 2014 gerði Háskóli Ís- lands árangursmat á okkur og talaði við alla sem höfðu komið í meðferð og maka þeirra. Af þeim sem svör- uðu hafði líkamlegt ofbeldi hætt hjá nánast öllum, andlegt ofbeldi hafði hætt eða minnkað hjá flestum en það sem var e.t.v. mest um vert var að lífsgæði höfðu aukist verulega hjá þeim og mökum þeirra líka.“ Vanmáttur í ögrandi aðstæðum Aðferðin byggist á að ofbeldið sé persónulegt vandamál og á ábyrgð gerandans, sem komi því hann vilji breytast. Beitt er sálfræðilegum að- ferðum eins og hugrænni atferlis- meðferð o.fl. Um ástæður ofbeldisins segir Andrés þær vera margbrotnar, oft sé um valdbeitingu að ræða en líka vanmátt og vankunnáttu í ögr- andi aðstæðum. Ofbeldið hafi víðtæk alvarleg áhrif, ekki síst á börn. „Langflestir sem koma eru með mikla áfallasögu. Þeir hafa kannski bara fáar tilfinningar að vinna með, setja t.d. allar erfiðar tilfinningar í reiðipakkann. Við reynum að kenna meiri breidd, nýtt gildismat og nýjar leiðir til að bregðast við ögrunum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ Heimilisofbeldi er vandamál gerendanna  Meðferð getur aukið lífsgæði verulega Ofbeldi „Femme battant son mari“. Talið vera eftir Albrecht Dürer. Heimilisfriður » Í byrjun var einblínt á karla en hugmyndin um að einungis karlar séu gerendur heimilis- ofbeldis er barn síns tíma. » Könnun leiðir í ljós verulega minna ofbeldi og umtalsvert aukin lífsgæði fyrir geranda og maka að meðferð lokinni. » Valdbeiting, vanmáttur, van- kunnátta og röng viðbrögð við erfiðum tilfinningum algengar orsakir heimilisofbeldis. Garðabær lendir í 1. sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjón- ustu leikskóla, grunnskóla og hversu vel eða illa starfsfólk bæj- arins hefur leyst úr erindum íbúa samkvæmt niðurstöðum úr árlegri könnun Gallup sem var fram- kvæmd í lok árs 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ. Þjónustukönnunin er síma- og netkönnun þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitar- félögum landsins er mælt. Garða- bær er í flestum spurningum í efstu sætum eða í 1.-3. sæti í níu af alls þrettán viðhorfsspurningum í sam- anburði við önnur sveitarfélög og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu, segir í tilkynningunni. Íbúar Garðabæjar eru næst- ánægðastir íbúa allra sveitarfélag- anna þegar spurt er um þjónustu sveitarfélagsins í heild og um ánægju með skipulagsmál almennt í bæjarfélaginu. Garðabær í efstu sætum hjá Gallup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.