Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
17. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.17 102.65 102.41
Sterlingspund 140.99 141.67 141.33
Kanadadalur 82.23 82.71 82.47
Dönsk króna 16.83 16.928 16.879
Norsk króna 12.969 13.045 13.007
Sænsk króna 12.747 12.821 12.784
Svissn. franki 106.19 106.79 106.49
Japanskt jen 0.9232 0.9286 0.9259
SDR 147.22 148.1 147.66
Evra 125.4 126.1 125.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.0219
Hrávöruverð
Gull 1334.95 ($/únsa)
Ál 2227.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.88 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stefnt er að því
að ljúka vinnu við
skýrslu Seðlabanka
Íslands um veit-
ingu þrautavara-
láns til Kaupþings
haustið 2008 í
þessum mánuði, ef
hægt verður. Þetta
segir Stefán Jó-
hann Stefánsson,
ritstjóri Seðlabank-
ans, í svari við fyrirspurn mbl.is.
Morgunblaðið greindi frá því í nóv-
ember að til stæði að skýrslan liti dags-
ins ljós í þessum mánuði og jafnvel fyrr.
Það var byggt á svari frá Seðlabank-
anum en skýrslan hefur verið í vinnslu
um árabil. Lánið sem Seðlabankinn
veitti Kaupþingi hinn 6. október nam
500 milljónum evra með veði í danska
bankanum FIH og fólst í veitingu þess
tilraun til að fleyta bankanum áfram
þegar lokaðist fyrir allt aðgengi íslenska
bankakerfisins að lánsfé á mörkuðum.
FIH-skýrsla í þessum
mánuði „ef hægt er“
FIH Seðlabankinn
vinnur að skýrslu.
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Heimsmeistaramót í knattspyrnu
er stærsta svið veraldar. „Ekkert
nálgast það sem fær jafn mikla at-
hygli,“ segir Jón Ásbergssn, for-
stjóri Íslandsstofu.
Íslandsstofa, sem rekið hefur
Inspired by Iceland-herferðina í sjö
ár, hyggst blása til markaðsher-
ferðar vegna þátttöku Íslands í
heimsmeistaramótinu í Rússlandi
undir nafninu #TeamIceland. Nýta
á Inspired by Iceland í ár til þess
að Ísland sýni sínar bestu hliðar í
kringum HM. Markmiðið er ekki
einvörðungu að kynna Ísland sem
ferðamannastað heldur einnig
vörur og þjónustu frá landinu.
Þetta kom fram á kynningarfundi
Íslandsstofu í gær.
Tekin í bólinu
Grímur Sæmundsen, formaður
Samaka ferðaþjónustunnar, segir
okkur hafa verið „tekin í bólinu“
þegar íslenska knattspyrnuliðið tók
þátt í EM í Frakklandi árið 2016 og
það var ekki nýtt í markaðslegum
tilgangi. „Nú ætlum við að gera
betur í þessu efni fyrir íslensk fyr-
irtæki. Tækifærin eru óendanleg.“
George Bryant, meðeigandi hjá
markaðsfyrirtækinu The Brooklyn
Partners, segir að á meðan EM
stóð hafi ferðatengd leit á Google
aukist um 73%. „Það er greinilega
aukinn áhugi. Stóra spurningin er:
Nú erum við á enn stærra sviði,
hvernig ætlum við að nýta það?“
Hann bendir á að jarðarbúar séu
7,5 milljarðar og búist sé við að 3,5
milljarðar manna fylgist með HM í
Nýta athyglina frá HM
til að kynna land og þjóð
AFP
Fótbolti Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir að orðspor þjóða geti haft mikil áhrif á efnahag þeirra.
Grímur Sæmundsen segir að tækifærið hafi ekki verið gripið á EM 2016
ár, að minnsta kosti að hluta.
Bryant segir að mótið sé stórkost-
legt tækifæri til þess að grípa
áhuga fólks og kynna því Ísland,
ferðaþjónustuna og vörur frá land-
inu.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segir að orðspor þjóða hafi mikil
áhrif á efnahag þeirra. „Jákvætt
orðspor getur aukið áhuga ferða-
fólks á að heimsækja landið, ýtt
undir eftirspurn eftir vöru, þekk-
ingu og þjónustu, hvatt til áhuga
hæfileikafólks til búsetu og starfa
og eflt áhuga erlendra fyrirtækja á
að fjárfesta.“
Virðisaukaskattsskyld velta erlendra
aðila sem selja rafræna þjónustu hér
á landi óx hlutfallslega langmest í
september og október 2017 saman-
borið við sama tímabil árið áður, eða
um 117%.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu
Íslands, en velta þessara aðila nam
um einum milljarði króna á þessu
tveggja mánaða tímabili. Á 12 mánaða
tímabili til loka október nam velta
þessara aðila samtals sjö milljörðum
króna.
Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðing-
ur hjá Hagstofunni, segir í samtali við
Morgunblaðið að þarna sé á ferð til-
tölulega nýtt ákvæði í lögum sem eigi
við um þegar til dæmis er keypt efni
frá erlendum efnisveitum og rafbóka-
sölum. „Samkvæmt lögunum þurfa
þessir aðilar að greiða hér virðisauka-
skatt,“ segir Sigrún.
Velta alls jókst um 8,1%
Heildarvelta í virðisaukaskatts-
skyldri starfsemi, fyrir utan lyfja-
framleiðslu, starfsemi ferðaskrifstofa
og farþegaflutninga á vegum, var 716
milljarðar króna í september og októ-
ber 2017. Það er 8,1% hækkun frá
sama tímabili árið 2016. Veltan jókst
um 2,4% á tímabilinu nóvember 2016
til október 2017 miðað við síðustu 12
mánuði þar á undan.
Hagstofan áréttar á vef sínum að
starfsemi tengd farþegaflutningum
og ferðaskrifstofum hafi ekki verið
virðisaukaskattsskyld fyrr en í árs-
byrjun 2016 og því sé nauðsynlegt að
taka tillit til þess þegar velta frá og
með 2016 sé borin saman við fyrri ár.
tobj@mbl.is
AFP
Efni Netflix er erlend efnisveita.
Erlend rafræn
þjónusta vex mest
Heildarvelta í
september og októ-
ber upp um 8%
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir að framlag ríkisins til
verkefnisins #TeamIceland verði allt að 200 milljónir króna gegn jafn háu
framlagi frá atvinnulífinu. Hún segir að á HM skíni líklegast sterkasta kastljós
í okkar sögu á Ísland.
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, bendir á að ríkið muni
ekki reiða fram 200 milljónir nema það takist að safna öðru eins frá fyrir-
tækjum. Gert sé ráð fyrir að hvert fyrirtæki greiði tvær milljónir eða meira í
verkefnið. Icelandair hafi þegar lagt til 100 milljónir og ferðaþjónustan 30
milljónir. „Við gerum ráð fyrir að aðrar atvinnugreinar komi að máli.“
Ríkið leggur til allt að 200 milljónir
MÆTIR JÖFNU FRAMLAGI FRÁ ATVINNULÍFINU