Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 ✝ Líneik ÞórunnKarvelsdóttir fæddist 1932 á Hellissandi. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 4. janúar 2018. Foreldrar Þórunnar voru Anna Margrét Ol- geirsdóttir, f. 1904 í Grímshúsi á Hellis- sandi, d. 1958, og Karvel Ögmundsson útgerðarmaður, f. á Hellu í Beru- vík 1903, d. 2005. Systkini Þór- unnar eru Olga María, f. 1928, d. 2011, Guðlaug Svanfríður, f. 1929, d. 2014, Ester, f. 1933, d. 1989, Ögmundur, f. 1936, Sólveig, f. 1940, d. 2011, og Eggert, f. 1943, d. 1962. Hálfbróðir Þórunnar, samfeðra, er Eggert, f. 1964. Fyrri eiginmaður Þórunnar var Valur Sigurðsson smiður, f. 1924, d. 2012. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Valsdóttir, f. 1955. Börn: a) Valur Brynjar Antonsson, f. 1976, kvæntur Ellu Sverrir Vilhjálmsson matvæla- fræðingur, f. 1932. Þau skildu. Þórunn fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi 27. ágúst 1932, en flutti til Njarðvíkur með fjöl- skyldu sinni nokkurra mánaða gömul. Hún ólst upp í Njarðvík og gekk þar í barna- og unglinga- skóla og lauk síðan gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti í Borgarfirði. Hún lauk íþróttakennaraprófi frá Laug- arvatni 1959 og starfaði sem kennari alla starfsævi sína. Þór- unn var ein af frumkvöðlum leik- rænnar tjáningar á Íslandi. Hún var stofnfélagi í Félagi kennara um leikræna tjáningu, 1974, og beitti þeirri kennsluaðferð í kennslu og þjálfun. Starfsævi hennar var löng og varði frá 17 ára aldri allt til starfsloka við 69 ára aldur. Þórunn unni söng og tónlist og söng í fjölmörgum kór- um, síðast í Ekko-kórnum, kór kennara á eftirlaunum. Hún var virk í Félagi eldri borgara í Reykjavík og spilaði golf og brids með góðum vinkonum fram á síð- asta dag. Þórunn skilur eftir sig tvö börn, 11 barnabörn og sjö barnabarnabörn. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 17. janúar 2018, klukkan 13. Björt Teague, f. 1980. Sonur þeirra er Askur Valsson, f. 2014. b) Snæfríður Sól Thomasdóttir, f. 1996. 2) Hermann Valsson, f. 1956. Börn: a) Hermann Valur, f. 1976. Dóttir hans er Vigdís Elva, f. 2000. b) Rut, f. 1976. Dóttir hennar er Bryndís Guð- mundsdóttir, f. 1997. c) Atli Rún- ar, f. 1976. Sonur hans er Ísak Atlason, f. 2007. d) Þórunn, f. 1977, gift Einari Karlsen, f. 1976. Börn þeirra eru Emil Einarsson Karlsen, f. 2006, Elinor Einarsson Karlsen, f. 2008, og Eldar Ein- arsson Karlsen, f. 2010. e) Sverrir Vilhjálmur, f. 1983. f) Vera Guð- rún, f. 1988. g) Ester, f. 1991. h) Sigurður, f. 1992. i) Alexandra Jóna, f. 1994. Sambýlismaður hennar er Gunnar Gíslason. Dótt- ir þeirra er Aníta Rós, f. 2015. Seinni eiginmaður Þórunnar var Elsku besta mamma mín. Við höfðum séð fram á bjartari tíma með hækkandi sól, betri heilsu eftir erfiða mánuði. Við höfum stutt hvor aðra síðasta hálfa árið, farið í margar bílferðir út að Gróttu og Seltjörn, spjallað sam- an um gamla tímann og framtíð- ina, hvernig við yrðum hressari næsta sumar. En þessi aðgerð var of erfið fyrir þig, þó að þú hafir barist hetjulega fram á síðustu stund. Aldrei að gefast upp og gera sitt besta lærði ég af þér auk alls annars sem ég á þér að þakka. Ég fann kvæðið sem þú tókst með þér á spítalann og kveð með þeim orðum, elsku mamma. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson) Guðrún. Amma var mikil kjölfesta í mínu lífi. Á fyrstu árum mínum ól hún mig upp hluta úr ári og ég dvaldi oft hjá henni eftir það. Hún mótaði mikið vitund mína fyrstu árin og hún hjálpaði mér að uppgötva ímyndunaraflið með alls konar leik í hversdagslífinu. Amma var frá- skilin og unni sjálfstæði sínu og frelsi mikið, en lagði ríka áherslu á að hlúa vel að barnabörnum sínum. Það voru mín miklu forréttindi í líf- inu að fá vera oft hjá ömmu. Æsku- stundir með henni voru þessi sér- staka kyrrð, þessir sérstöku litir daganna, og þetta sérstaka ævin- týri sem ég kann ekki að lýsa nema með ljóðlínu úr Svaninum eftir Einar Ben., en það var eitt af henn- ar uppáhaldsljóðum: „Það er svo margt án máls sem eilíft lifir.“ Öll mín fullorðinsár hef ég getað hringt í ömmu. Hennar háttur var að veita leiðsögn með hrósi og gefa mér rými til þess að skilja hlutina sjálfur. Núna brjótast um tilfinn- ingar, hvort ég hefði getað hringt oftar og spurt um eitthvað. En skrýtnast er að geta aldrei hringt aftur í þetta númer og sagt: Amma mín. Minningarnar eru svo margar en ég fann fáar myndir af okkur ömmu saman. Góð ástæða er fyrir því. Það var amma sem stóð bak við myndavélina og passaði upp á að smella af mynd. Þá var það sem hún kallaði hátt og skýrt: Leikhús- bros, leikhúsbros! sem var nokkuð sem mér fannst hvimleitt á ung- lingsaldri en gat síðar meir aldrei varist brosi. Amma fór ekki oft í leikhús, en það var líka af því að hún bar sitt eigið leikhús innra með sér. Ólíkt mörgum konum sinnar kynslóðar braust hún til mennta og lærði til kennarans og starfaði sem leikfimikennari. En það voru engar venjulegar íþróttir sem hún hafði mestan áhuga á, heldur tók hún þátt í að innleiða á Íslandi leikræna tjáningu, slökun og hugleiðslu í íþróttakennslu. Hún rak einnig nudd- og slökunar- stofu, og kenndi íþróttir og slökun á geðdeild Landspítalans. Á mannamótum átti hún oft erfitt með að sitja lengi kyrr og var ef til vill of sérlunduð til þess að vilja taka þátt í því dægurþrasi sem bar upp hverju sinni í blöðunum. Þá fannst henni betra að tala við hvern gest einslega og setti hún oft á svið leik með börnunum sem voru í boðinu. Með börnunum birt- ist þetta leikhús sem hún bar innra með sér. Nú síðustu jól þegar heyrnin var ekki mikil þá hélt hún í tengslin við Ask son minn, sem er þriggja ára, með því að gera sér- kennilegar grettur og látbragðs- leik með höndunum, sló í glösin og bjó til leikrit, á stundum með meiri hávaða en hún gerði sér grein fyr- ir, og þegar hún náði athygli stráksins, þá gerði hún úr servíett- unum einhverjar fígúrur, til að mynda báta og svani. Ég man eftir áramótum sem við amma héldum ein. Ég hef verið svona átta eða níu ára. Þá átti amma heima í Mosfellssveit og allt í einu rétt fyrir tólfslagið kallar hún: Komdu við skulum hlaupa upp á fjall. Það var nú ekki meira fjall en Lágafell en í minningunni höldumst við í hendur upp fjallið og lítum yfir dýrðina, og þetta hand- tak, amma mín og ég, það er í svanalíki: „í svanalíki lyftist moldin hæst.“ Valur Brynjar Antonsson. Hún amma mín var alveg ein- stök kona. Sterk og sjálfstæð, glæsileg, ákveðin og fjörug. Ég hef alltaf haft margar sterkar, kven- kyns fyrirmyndir í lífi mínu og amma var svo sannarlega ein af þeim. Hún sýndi mér að með því að leggja hart að mér og trúa á sjálfa mig þá gæti ég allt. Hún hvatti öll barnabörnin sín til að leggja rækt við áhugamál sín og kynnti fyrir okkur heim listarinnar. Með söng, tónlist og látbragði gerði hún lífið og tilveruna skemmtilegri. Ég eyddi miklum tíma heima hjá ömmu, bæði þegar ég var lítil og á unglingsárum, og var það alltaf jafn góður staður að koma á. Við amma vorum að mörgu leyti mjög líkar og við náðum því alltaf vel saman, sama hvort við vorum að spjalla yfir bolla af heitu kakói eða í útsýnisferð í bílnum í góðu veðri. Öll okkar góðu samtöl og stundir munu ávallt fylgja mér. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Snæfríður Sól Thomasdóttir. Þórunn Karvelsdóttir ✝ Laufey Sigurð-ardóttir fædd- ist 13. janúar 1932 á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit. Hún lést á Land- spítalanum 3. jan- úar 2018. For- eldrar Laufeyjar voru Sigurður Haraldsson bóndi, f. 29. maí 1899, d. 15. desember 1980, og Kristjana Elín Gísladóttir húsfreyja, f. 1. júní 1908, d. 28. mars 1975. Systkini Laufeyjar: 1) Hermann, f. 28.11. 1933, d. 23.12. 2017, 2) Karl, f. 11.10. 1935, 3) Kristín, f. 27.5. 1937, d. 17.1. 2015, Skarphéðinn, f. 13.8. 1939, d. 26.6. 2011, Gísli Kristján, f. 20.9. 1945, d. 12.4. 2006. Laufey giftist 1958 Birni Reyni Alfreðssyni, f. 2.5. 1937, d. 10.10. 2015, þau slitu samvistum. Börn þeirra: Elín Kristín Björnsdóttir, f. 27.7. 1959, og Ósk- ar Sigurður Björnsson, f. 15.11. 1961. Laufey gift- ist 14.5. 1967 Sig- urjóni Pálssyni, f. 21.5. 1921, d. 20.2. 2015. Barn þeirra: Krist- rún Sigurjónsdóttir, f. 1.9. 1967. Fyrir átti Sigurjón son- inn Gunnar Berg Sigurjónsson, f. 21.10. 1948. Útför Laufeyjar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 17. janúar 2018, klukkan 13. Í dag kveðjum við systkinin þig í hinsta sinn, elsku mamma okkar. Við búum þó alltaf að því veganesti sem þú útbjóst okkur með út í lífið. Þú varst sannkall- aður dugnaðarforkur til allra verka og miðlaðir gildum þínum til okkar af festu og ákveðni. Þú lagðir áherslu á að við værum heiðarleg, dugleg og metnaðar- full í öllu sem við tækjum okkur fyrir hendur og hikaðir ekki við að segja okkur til ef þér fannst við fara út af sporinu. Þitt góða veganesti hefur styrkt okkur sem manneskjur og verður aldr- ei frá okkur tekið. Þú fylgdist vel með öllum afkomendum þín- um fram á síðasta dag, hafðir mikinn metnað fyrir okkar hönd og barnabarnanna og talaðir oft um hversu heppin og ánægð þú værir með hópinn þinn. Þú lagðir metnað í að halda gott og fallegt heimili og Smyrlahraunið ykkar pabba var það svo sannarlega. Gestir upp á hvern dag allt árið um kring og alltaf pláss fyrir næturgesti ut- an af landi þegar á þurfti að halda. Það var alltaf heitt á könnunni og fjörugar samræður við eldhúsborðið. Þú varst trygg vinum þínum og ættingjum og það skipti þig miklu máli að halda góðu sambandi við fólkið þitt. Við minnumst þín í dag sem móður sem lagði allan sinn metnað í að koma okkur til manns og kenna okkur að standa upprétt frammi fyrir hverri þraut sem á vegi okkar verður. Þinn styrkur lifir innra með okkur. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sín- um mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kær- leikurinn býr. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Minning þín lifir með okkur. Elín Kristín, Óskar Sigurður og Kristrún. Laufey Sigurðardóttir Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Veghúsum, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Keflavíkurkirkju Ingvi Þór Sigríðarson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabarn og systkini Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÁGÚSTSSON, útgerðarmaður, Hafnargötu 9, Vogum, lést fimmtudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnleysuströnd fimmtudaginn 18. janúar klukkan 14. Árni Kl. Magnússon Brynhildur Hafsteinsdóttir Magnús Árnason Þórarinn Halldór Árnason Valdimar Kristinn Árnason Hallveig Sigríður Árnadóttir Þóra Árnadóttir Hafsteinn Árnason Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GAUJU GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR. Magnús J. Kjartansson Sigríður K. Oddsdóttir Finnbogi G. Kjartansson Þuríður K. Hallgrímsdóttir Sigrún Kjartansdóttir Bjarni Jóh. Guðmundsson Ingvi Jón Kjartansson Erna Ólafsdóttir Kjartan Már Kjartansson Jónína Guðjónsdóttir Viktor Borgar Kjartansson Margrethe Ödegaard barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, OTTÓ BJÖRNSSON frá Borðeyri, Maríubakka 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 10. desember. Útför hans hefur farið fram. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks L2 Landakotsspítala. Erling Birkir Ottósson Gunnhildur Höskuldsdóttir Alda Sigrún Ottósdóttir Halldór Bergmann Þorvaldss. Sigurður Þór Ottósson Anni Midjord Heimir Ottósson Majbritt Hansen Sigríður Gísladóttir Helena Dagbjört Jónsdóttir afabörn, langafabörn og langalangafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR SIGURÐUR HINRIKSSON frá Framnesi í Neskaupstað, lést miðvikudaginn 10. janúar á hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 14. Hinrik Halldórsson Guðbjörg Stefánsdóttir Ragna Halldórsdóttir Ingólfur Jónsson Rósa Þóra Halldórsdóttir Hálfdan Hálfdanarson Rakel Halldórsdóttir Sturla Þórðarson Sigríður Ósk Halldórsdóttir Bergur Þorkelsson Bergþóra Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANDRÉSSON rennismiður, lést mánudaginn 15. janúar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Guðríður Ólöf Kjartansdóttir Gísli Jónsson Kjartan Jónsson Valdís Magnúsdóttir Guðný Jónsdóttir Birgir Svan Símonarson Lárus Þór Jónsson Lilja Björk Jónsdóttir Guðrún Elísabet Jónsdóttir Bjarni Gíslason Andrés Jónsson Iða Brá Vilhjálmsdóttir afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.