Morgunblaðið - 17.01.2018, Side 41
Í kjölfar háværrar umræðu um að
leikarinn Mark Wahlberg hafi feng-
ið margfalt hærri greiðslu en mót-
leikkona hans, Michelle Williams,
fyrir að taka þátt í endurtöku hluta
atriða í kvikmyndina All the Money
in the World, hefur hann ákveðið að
gefa féð, 1,5 milljónir dala, um 160
milljónir króna, í málsvarnarsjóð
hinna nýstofnuðu samtaka Time’s
Up, sem berjast fyrir jafnrétti á
vinnumarkaðinum.
Michelle Williams féllst á að taka
þátt í endurtöku atriðanna, eftir að
Christopher Plummer tók að sér að
leika í þeim atriðum sem Kevin
Spacey hafi þegar leikið en hann
var þurrkaður út úr kvikmyndinni
vegna ásakana um kynferðislega
misnotkun. Williams fékk 800 dali í
laun fyrir tíu daga en Wahlberg
fékk 800 dalina og krafðist 1,5
milljóna dala að auki. Umboðsskrif-
stofa hans, William Morris Endea-
vor, gefur jafnframt hálfa milljón
dala til Time’s Up.
Wahlberg gefur Time’s Up umdeild laun
AFP
Mismunun Wahlberg var gagnrýndur
fyrir að fara fram á margfalt hærri
greiðslur en Michelle Williams fékk.
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018
Háskólasöngsveitin Bard-en-bellurnar hefur unniðallt sem hægt er aðvinna í heimi acapella-
söngsveita. Frægðarsól þeirra er
hins vegar nokkuð gengin til viðar,
sér í lagi þar sem þær eru nær allar
löngu útskrifaðar úr háskóla og
komnar út á hinn grimma vinnu-
markað.
Beca (Anna Kendrick) virðist hafa
komið sinni ár vel fyrir borð sem
upptökustjóri en kemst að því fljót-
lega að starf hennar felst einkum í
því að kasta lagaperlum fyrir
rappsvín og segir því upp starfi sínu
án þess að hafa nokkra hugmynd um
hvernig hún eigi að eiga fyrir leig-
unni.
Sem betur fer vill svo til að faðir
Aubrey (Anna Camp) er hershöfð-
ingi og getur reddað Bellunum giggi
við að syngja á söngskemmtunum
Bandaríkjahers. Hinar sjálfskipuðu
„söngskríkjur“ skella sér að sjálf-
sögðu á það tækifæri en þegar á
fyrstu herstöðina er komið kemur í
ljós að þrjár aðrar hljómsveitir eru
fyrir á fleti. Til að bæta gráu ofan á
svart kemur í ljós að tónleikarnir
eru að sjálfsögðu hæfileikakeppni
líka, þar sem fyrstu verðlaun eru að
fá að hita upp fyrir engan annan en
„stórstjörnuna“ DJ Khaled. Geta
Bellurnar skotið hinum hljómsveit-
unum ref fyrir rass eða verða þær
dæmdar úr leik?
Ef þessi lýsing hljómar langsótt,
þá er það líklega vegna þess að
myndin nær varla að halda þræði,
sér í lagi miðað við fyrri tvær mynd-
irnar. Fyrir utan „samkeppnina“ um
hylli og aðdáun DJ Khaled, af öllum
mönnum, er mestu púðri mynd-
arinnar eytt í samband „Fat Amy“
(Rebel Wilson) við Fergus, föður
sinn (John Lithgow), en hann er
fremur vafasamur fýr. Hjálpar þar
ekki til að Fergus á að vera ástralsk-
ur, en Lithgow, sem hefur oftast
staðið sig betur en hér, nær að tala
með þeim versta hreim sem heyrst
hefur síðan Dick van Dyke sann-
færði engan um að hann væri enskur
í Mary Poppins.
Miðað við að myndin á að vera
söngvamynd eru tiltölulega fá lög í
henni og einungis tvö þeirra sem
standa upp úr í minningunni. Hin
mikla samkeppni er nánast leyst
með einu „montage“-atriði. Helstu
keppinautar Bellanna reynast vera
stúlknasveitin „Sírakar“ (e. Ever-
moist) en fátt við þær er til þess fall-
ið að lyfta myndinni á æðra plan.
Myndin er þó ekki alslæm og inn á
milli leynast góð atriði og ágætir
brandarar. Þá er sjarmatröllið Anna
Kendrick sérdeilis prýðileg í hlut-
verki sínu. Það er hins vegar erfitt
að ætla henni og Rebel Wilson að
bera uppi myndina þegar svo fátt
annað er fyrir hendi.
Það verður því að segjast að mið-
að við fyrri tvær myndirnar í þrí-
leiknum er síðasta myndin nokkur
vonbrigði og óskandi að Barden-
bellurnar hefðu getað kvatt okkur á
betri nótum.
Svanasöngur Barden-bellurnar mæta til leiks í þriðja og síðasta sinn. Beca (Anna Kendrick) tekur hér einsöng.
Tónafljóð missa flugið
Laugarásbíó, Smárabíó
og Borgarbíó Akureyri
Pitch Perfect 3 bbnnn
Leikstjóri: Trish Sie. Handrit: Kay Can-
non og Mike White. Aðalhlutverk: Anna
Kendrick, Rebel Wilson, Anna Camp,
Brittany Snow, Hailee Steinfeld, Ester
Dean, Hana Mae Lee, Chrissie Fit, Kelley
Jakle, Shelley Regner, Alexis Knapp,
John Michael Higgins og Elizabeth
Banks. Bandaríkin 2017, 93 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Leikarinn og kvikmyndaframleið-
andinn Steven Seagal neitar því að
hafa áreitt ensku leikkonuna Rachel
Grant kynferðislega við æfingar á
tökustað fyrir kvikmyndina Out for
a Kill árið 2002 í Sofiu í Búlgaríu.
Grant segir Seagal hafa bæði reynt
að bera sig fyrir henni og þvinga
hana til kynferðislegra athafna. Hún
greindi frá þessu í viðtali við breska
ríkisútvarpið, BBC, en hún missti
hlutverkið í fyrrnefndri kvikmynd. Í
viðtalinu sagðist hún vilja segja frá
því sem komið hefði fyrir hana í
þeim tilgangi að hvetja konur til að
koma fram og segja frá slíkum brot-
um og áreitni.
Grant er ekki eina konan sem sak-
að hefur Seagal um kynferðislega
áreitni og ofbeldi því um síðustu
helgi fjallaði bandaríska fréttastöðin
CBS News um rannsókn sem hafin
er á hendur Seagal vegna ákæru um
nauðgun. Ragina Simons, leikkona
sem var í aukahlutverki í kvikmynd-
inni On Deadly Ground, segir Seagal
hafa nauðgað sér í teiti sem hann
hélt að loknum tökum á kvikmynd-
inni. Hún var þá 18 ára. Önnur kona,
Faviola Davis, segir leikarann hafa
klipið hana í geirvörturnar og gripið
í klofið á henni í leikprufu árið 2002.
Hún hafði þá verið beðin um að
mæta í bikiníi svo Seagal gæti metið
vaxtarlag hennar.
Fleiri konur hafa ásakað leik-
arann um kynferðisbrot, m.a. leik-
konurnar Julianna Margulies,
Portia de Rossi, Katherine Heigl og
Eva LaRue. Seagal hefur tjáð sig
um þessar ákærur í gegnum lög-
fræðinga sína og neitað sök. Hann er
þekktastur fyrir leik sinn í hasar-
myndum og var fyrir tveimur árum
veittur rússneskur ríkisborgara-
réttur af forseta Rússlands, Vladím-
ír Pútín.
Seagal neitar sök
AFP
Ákærur Steven Seagal hefur verið
sakaður um kynferðislega áreitni,
kynferðisbrot og nauðgun.
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland
býður mikið úrval af
gæðagleraugum á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Jensen JN8846 umgjörð
kr. 18.900,-
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 10 Sýnd kl. 5.15