Páskablaðið - 01.04.1919, Síða 4

Páskablaðið - 01.04.1919, Síða 4
Sögn um Pílatus. Pað er til sögn um Pontíus Pílatus, sem sýnir að vinátta hans við keisarann helst ekki áfram, eins og hann þó svo innilega óskaði sér. Öll þau illvirki, sem hann hafði gert, urðu of mörg og viðbjóðsleg jafnvei fyrir keisara sem Tíberíus. Hann var því kallaður til Róm, til þess að standa reikn- ingsskap á þeim sakargiftum, sem voru bornar á hann, og taka út hegningu sína. Hversu mikil varð þá ekki undrun hans yfir því að fá vingjarnlegar viðtökur af keis- aranum; og vera sendur á burt aftur, með öll skírteini góðvildar. En varla hafði hann yfirgefið höllina, ennþá undrandi yfir, að hinn reiði landsdrottinn hans gat skift þann- ig um skap, fyr en hann var skyndilega kallaður til baka. Pað leit út fyrir að Tíbe- ríus væri orðinn utan við sig yfir veikleika sínum gagnvart svo blóðþyrstum óbóta- manni. Hversu mikið óx ekki undrun Píla- tusar, þegar hann sá hina hörðu andlits- drætti víkja, ekki einungis fyrir mildara út- liti, heldur fyrir Ijúflyndi — já fyrir hylli. Aftur yfirgaf hann keisarann, en aðeins til þess að vera einu sinni enn kallaður til baka. Pað var einhver launung við þetta alt saman, sem keisarinn gat ekki komist eftir. Pjónarnir tóku þá að sér að rannsaka líkama hans nákvæmlega — og þá kom launungin í ljós. Pílatus hafði keypt hinn ósaumaða kyrtil Drottins, af hermanni þeim sem hlaut hann, þá hlutkestinu var varpað um hann, og hann hafði borið hann innan undir sínum eigin kyrtli. Og það var kyrt- illinn sem gerði það undur, að réttlætið gat ekki krafist fórnar sinnar. Pegar búið var að færa hann úr kyrtlinum, var hann aftur færður fram fyrir hinn reiða Tíberíus, til þess að verða dæmdur til háðunglegs dauða, hvers aðferð skyldi ákveðast síðar.—Næsta dag var það tilkynt í höllinni, að Pílatus hefði framið sjálfsmorð, þar sem hann þjak- aður af samvizkukvölum hefði drekt sér, annaðhvort í Rónu eða í vatni, sem liggur hjá fjalli því sem enn þann dag í dag ber nafn Pílatusar og er við Luzern í Sviss^ Um hinn dómarann, sem dæmdi Drottinn, Heródes, segir einn rómverskur rithöfund- ur, að keisari Kaligula hafi Iátið taka hann af lífi. Pannig enti líf þeirra dómara, sem fyrir- litu og lítilsvirtu konung konunganna, Jes- úm Krist. Pað stendur um svikarann Júdas að hann við dauða sinn aflaði akurs »fyrir sín ranglætislaun« (Post. 1, 18), fyrir Píla- tusi og Heródesi varð endirinn á líkan hátt. Landflótti, morð og sjálfsmorð urðu þeirra ranglætislaun. Litla skrúfan. Pað var einu sinni afar lítil skrúfa — þannig segir eitt skáld — sem ásamt mörgum öðrum jafn litlum skrúfum hafði það ætlunarverk að tengja saman tvær stórar stálplötur í risavöxnum bryn- dreka. Þessari litlu skrúfu fanst hún sjálf vera svo lítilfjörleg og óþörf í þessu stóra skipi, og þess vegna misti hún allan kraft og alla löngun til að gera sitt ákveðna verk. Hún losaði sig því altaf smátt og smátt, og þegar að skipið var úti á miðju Indlandshafinu, sagði hún við nábýlisskrúfu sína: »Vertu ekki hrædd þótt eg detti brátt úr, því að þið erúð nógu margar til að halda plötunum sam- an, svo að mér er ofaukið.* En hinar skrúfurnar sögðu henni að þær væru hvorki stærri né sterkari en hún, og ef að hún færi, þá gætu þær heldur ekki haldið út að vera á sínum stað. Petta barst til eyrna naglanna og járngaddanna niðri í skipinu og þeir hrópuðu strax: »Það mundi koma okkur í vand- ræði, og ef að þið ætlið að skerast úr Ieik, þá slepp- um við einnig takinu.« En stóru járnplöturnar, sem var haldið saman af nöglunum og skrúfunum, geifl- uðust og stundu og báðu svo aumkvunarlega: »Þið megið til með umfram alla muni að vera kyr. Því ef að þið haldið okkur ekki saman þá er úti um okkur og skipið Iíka.« Og hinar mörgu þúsundiraf skrúfum, nöglum og járngöddum sendu sameigin- lega áskorun til Iitlu skrúfunnar um að hún yrði kyr á sínum stað, því annars mundi skipið leysast i sundur og farast og engin af þeim komast heim aftur. Þá skyldi litla skrúfan, að starfið, sem henni virtist svó lítilmótlegt og óþarft, hafði þó mikla þýðingu fyrir heildina. Og hún skyldi nú alt í einu að hún var í sam- ábyrgð með hvernig gekk fyrir skipinu. Hinir nagl- arnir og skrúfurnar fylgdu dæmi hennar, og skipið komst hamingjusamlega heim aftur. Kæri vinur, skilur þú þessa sögu? Ert þú kanske eins og litla skrúfan, finst þér þú vera ónýtur og þér ofaukið? Minstu þá þess, að hvar sem þú nú ert og hversu þýðingarlítið sem starf þitt virðist í þínum eigin augum, að það eru til ótal augu, sem hvíla á þér, menn sem taka þig sér til fyrirmyndar, bæði í hinu vomja og hinu góða. Ræktu því trúlega skyldur þínar á þeim stað sem Ouð hefir sett þig á; og gættu þess nákvæmlega að gera alt þitt bezta. »Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg setja þig.« (Matt. 25, 21.) Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. 1919.

x

Páskablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Páskablaðið
https://timarit.is/publication/1293

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.