Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Síða 2

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Síða 2
Kiwanisklúbburinn Gull- foss er ekki fjölmennur, skráðir félagar eru einungis 10. Starfssvæði er uppsveitir Árnessýslu milli Hvítár og Þjórsár. Á Selfossi starfar Kiwanisklúbburinn Búrfell. Þar eru félagar einnig 10. Samt held ég að segja megi að þessir tveir klúbbar starfi vel og mjög vel ef notuð er hin al- kunna höfðatöluregla. Þessir tveir klúbar eru í nánu sam- starfi, þannig að annarhver fundur er sameiginlegur, ann- aðhvort á Selfossi eða á Flúð- um (Golfskálanum Efra-Seli). Þetta samstarf hefur gengið mjög vel nú um nokkurra ára skeið og er vinskapur góður félaga á millum. Hér skal nú greint frá hel- stu þáttum í starfi Gullfossfé- laga: Í meira en áratug hafa Gull- fossfélagar unnið að land- græðslustörfum á afréttar- landi Hrunamannahrepps ásamt fleiri aðilum þar í sveit. Hefur þetta starf borið góðan og sýnilegan árangur á svæði þar sem uppblástur herjaði. Er starf þetta unnað undir eftirliti og umsjá kunn- átumanna í þessum efnum. Búrfellsfélagar hafa einnig lagt hönd á plóginn á þessu svæði. Helstu fjáröflunarleiðir Gullfossmanna eru útgáfa símaskrár og sala á jóla- stjörnu og rennur ágóði til styrktarverkefna, svo sem stuðningur vi fólk sem á í erf- iðum veikindum eða lendir í óvæntdum áföllum. Í Hrunamannahreppi er unnið forvarnarstarf með unglingum 13 - 18 ára og hafa félög og aðrir aðilar í sveitar- félaginu skipulagt óvissu- ferðir að sumri til, fyrir ung- lingana. Gullfoss stóð fyrir óvissuferð fyrir unglingana inn í Þjórsárdal. Var það vel heppnuð ferð, þar sem ýmsar náttúruperlur voru heimsótt- ar svo sem Hjálparfoss, Stöng og Gjáin og Háifoss. Grillað var við Hólaskóg, en þar hafa Gnúpverjar reist mjög myndarlegt sæluhús. Í júní var tekið á móti eldri borgurum frá Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, sem voru á ferðalagi í boði Kiwanisklúbbsins Heklu. Gullfossfélagar voru leið- sögumenn um sveitina í þremur rútubílum og söfðu frá því helsta sem fyrir augu bar. Þá var drukkið kaffi í fé- lagsheimilinu á Flúðum. Hygg ég að þetta hafi verið mjög ánægjulegur dagur fyrir alla viðkomandi. Frá upphafi starfsins hafa árlega verið haldinn konu- kvöld í desembermánuði. Þangað er boðið eiginkonum og gestum og er jafnan glatt á hjalla. Snæddur er góður matur og eitt og annað til skemmtunar haft og mikið sungið. Fundir eru yfirleitt vel sótt- ir og hins ýmsu mál rædd. Oft eru fengnir ræðumenn utan klúbbanna og heppnast slíkir fundir undantekningarlítið mjög vel. Með bestu óskum og kveðjum til Kiwanisfélaga um land allt. Jóhannes Sig- mundsson, blaðafulltrúi Gullfoss. Betra er fylgi en fjölmenni Ágætu félagar Nú er hafið nýtt starfsár og vetur konungur genginn í garð og við horfum eins og ávallt björtum augum til framtíðarinnar. Félagafjölg- un er eitt af þeim markmið- um sem við verðum að setja stefnuna á - ekki seinna en núna. Töluverð fækkun hefur orðið í hreyfingunni á undan- förnum árum og nú verðum við að snúa blaðinu við. Hvert lykilorðið er til að fjöl- ga, veit ég ekki, en allt verð- um við að gera sem í okkar valdi stendur til að afla fé- laga. Ég er viss um ef við leggjumst öll á eitt þá er hálf- ur sigur unninn. Við í rit- stjórninni höfum ákveðið að verða með blaðið á svipuðum nótum og það var á síðasta starfsári. Umdæmisstjóri hef- ur samþykkt að vera með smágreinar í hverju blaði og verður ugglaust fróðlegt að fylgja honum eftir í vetur. Svæðisstjórarnir verða von- andi með í hverju blaði líkt og í fyrra og koma á framfæri því sem er að gerast í svæð- unum og þar sem út koma þrjú blöð á starfsárinu og svæðisstjórarnir eru sex - verða tveir svæðisstjórar í hverju blaði. „Fræðsluhorn- ið“ verður á sínum stað undir öruggri stjórn Ingibjargar Gunnarsdóttur. Þá vil ég hvetja alla félaga að senda okkur fréttir hvort sem þær eru smáar eða stórar. Dreif- ing á Kiwanisfréttum verður á sama hátt og á síðasta starfsári enda var henni vel tekið. En allt er breytingum háð - og ef þú Kiwanisfélagi góður hefur eitthvað gott í pokahorninu handa okkur þá láttu okkur endilega vita. Að lokum óskar ritstjórnin ykk- ur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Með jólakveðjum Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri Kiwanisfrétta. 2 Kiwanisfréttir Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Valdimar Jörgenson, umsdæmisstjóri Ritstjórn: Þyrí Marta Baldursdóttir Umsjón: Ragnar Örn Pétursson Forsíðumynd: Dómkirkjan í Reykjavík, Prentvinnsla: Grágás ehf.32. árg. • 1. tbl. • Desember 2002 Þyrí Marta Baldursdóttir Horfum björtum augum til framtíðarinnar

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.