Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 4
4 Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson fengu Lund- ann 2002 en það er viður- kenning sem Kiwanisklúbb- urinn Keilir í Keflavík afhenti þeim á sérstöku lundakvöldi sem haldið var í október s.l. Ákveðið hefur verið að gera lundakvöldið að árleg- um viðburði og ætlar Kiwanisklúbburinn Keilir að verðlauna einstaklinga sem hafa látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarfélagsins. Í verðlaunanefndinni sitja, Ragnar Örn Pétursson, Ævar Guðmundsson og Halldór Guðmundsson. Nefndinni bárust fjölmargar tillögur um einstaklinga sem allir voru vel að því að hljóta verðlaun- in. Nefndin var þó sammála um að verðlaunin færu til þeirra Vilhjálms og Óskars sem undanfarna áratugi hafa unnið við að fegra bæinn. Hafa þeir unnið þar mjög óeigingjarnt starf sem oft á tíðum hefur verið vanmetið. Vilhjálmur hóf störf hjá Áhaldahúsinu árið 1969 og hefur starfað þar óslitið síð- an, en hann fór á eftirlaun nú í haust. Óskar hóf störf á sama stað árið 1983 og star- far þar enn við að fegra bæ- inn. Þeir félagar fengu afhenta uppstoppaða lunda á steini með áletraðri plötu ásamt viðurkenningarskjali. Í þakkarræðu sagði Vil- hjálmur m.a. „Við höfum ver- ið að þjóna menningunni með starfi okkar. Þetta segi ég þar sem orðið menning er dregið af orðinu mennska, og það er jú ómannlegt að henda rusli“. Ragnar Örn Pétursson fjölmiðlafulltrúi Keilis Kiwanisklúbburinn Keilir Lundinn 2002 Er breytingaþörf á ýmsum áherslum í starfi Kiwanis- hreyfingarinnar? Þetta er spurning, sem kiwanisfélagar um allan heim eru að velta fyr- ir sér. Á undanförnu árum hef- ur félögum í kiwanis farið fækkandi á flestum stöðum í heiminum og verður því að skoða og leita svara við því og hvað er til úrbóta. Umdæmið Ísland - Færeyj- ar er engin undantekning varðandi það að breytinga er þörf í ýmsum þáttum starf- seminnar. Heimsstjórn hefur rætt þessi vandamál á sínum fund- um og hefur mikinn skilning á að naflaskoða þurfi alla starf- semi samtakanna og færa ýmsa hluti í okkar starfi og kynningu á hreyfingunni til betri vegar. Ég undirritaður ásamt Ást- birni Egilssyni kjörforseta Evrópusambandsins fórum sem fulltrúar Íslands á þriggja daga ráðstefnu til Gent í Belg- íu daganna 19.-21. september síðastliðinn, þar sem fjallað var um framtíð hreyfingarinn- ar á tveimur fyrstu dögunum og síðasta daginn var rætt um fjölgun í Evrópu, útbreiðslu kiwanis í austur Evrópu og hvað væri til ráða. Tveir aðilar á vegum K.I. sáu um og stýrðu umræðum og skoðanaskiptum um fram- tíð kiwanis í heiminum og lögðu spurningar fyrir þátt- takendur, sem síðan var skipt upp í starfshópa, sem skiluði svörum og úrlausnum til stjórnendanna, en þau voru Paul D. Meyer fulltrúi frá ráð- gjafafyrirtæki í USA og Shannon Wenninger fram- kvæmdastjóri markaðs/ sam- skiptasviðs og þinghalds í að- alstöðvum K.I. og munu þau vinna úr þessum svörum og þeim umræðum, sem fram fóru og nota það í sína skýrslu til stjórnar samtakanna.Þátt- takendur voru frá eftirtöldum löndum: Belgíu/Lúxemburg, Czech Republic, Frakk- land/Monaco, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Spánn/Portugal, Póllandi, Macedoniu, Nigeríu og Ís- landi. Síðasti dagur ráðstefnunnar fór í að ræða fjölgun í Evrópu og stofnun nýrra klúbba í austur Evrópu, Macedoníu, Nigeriu og fleiri stöðum. Engar padent lausnir á þessum vandamálum Kiwan- ishreyfingarinnar finnast á stuttum fundum, sem þessum, en öll slík samskipti og skoð- anaskipti við aðrar þjóðir eru nauðsynlegar og öllum hollar til að verða víðsínni um að- stæður og hagi annarra þjóða, því að uppbygging okkar sam- taka er breytileg milli landa, því að aðstæður geta verið mjög mismunandi. Ég vil taka það sérstaklega fram að undirbúningur og öll aðstaða, sem boðið var uppá á Þjónustuskrifstofu K.I. í Belg- íu undir stjórn Eyjólfs Sig- urðssonar var til fyrirmyndar og öll sú umgjörð sem er um rekstur þessa þjónustuvers kiwanisfélaga í Evrópu er til fyrirmyndar og hreyfingunni til sóma. Stundum hef ég heyrt að fé- lagar eru að segja að svona fundir og ráðstefnur erlendis, séu bara hálfgert bull og kostnaður fyrir hinn almenna félaga og við höfum ekkert út úr þessu. Mín skoðun er sú að svona tal sé til að draga úr afli okkar hreyfingar, því að svona samskipti sýna okkur hversu nauðsynleg svona samtök eru, því að staðreyndin er sú að mikill fjöldi fólks býr við mjög erfiðar aðstæður og skort, þar sem kiwanishreyf- ingin getur og hefur látið til sín taka. Samskipti við aðrar þjóðir er eins nauðsynleg og sam- skipti milli klúbba á Íslandi, til dæmis eins og með heim- sóknum milli klúbba, svæðis- fundum og umdæmisþingum. Ágætu kiwanisfélagar í Um- dæminu Ísland - Færeyjar tök- um höndum saman um að efla okkar starf, auka kynni milli klúbba, félaga og kynna starf- semi okkar fyrir þeim sem að við teljum að áhuga hefðu og mundu efla okkar klúbba og starfið allt, auk þess að hafa augun opin, ef við sjáum sóknarfæri á að stofna nýja klúbba. Ég vil svo að lokum óska öllum kiwanisfélögum og fjöl- skyldum þeirra gæfu og geng- is og gleðilegrar jólahátíða, sem senn fer í hönd. Með kiwaniskveðju, Sæ- mundur H. Sæmundsson form. fjölmiðla- og út- breiðslunefndar Kiwanis framtíðarinnar, er breytinga þörf?

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.