Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 9
9 20. landsmót Kiwanis í golfi Það var bros og eftirvænt- ing sem skein úr andlitum heimilisfólksins í Sambýlinu að Markarflöt 1, þegar félag- ar úr Kiwanisklúbbnum Set- bergi í Garðbæ, bar þar að garði miðvikudaginn 30. október síðast liðinn. Erindi Setbergsfélaga var að af- henda formlega tölvu, prent- ara, pappír og aðra fylgihluti til sambýlisins. En gamla tölva Sambýlisins var orðin södd lífdaga og svaraði ekki lengur þörfum heimilisfólks- ins. Það var Þórhildur Svan- bergsdóttir, forstöðuþroska- þjálfi Sambýlisins að Markar- flöt 1, sem setti sig í samband við Kiwanisklúbbinn Setberg um miðjan október og óskaði eftir styrk til tölvukaupanna. Að venju brugðust Setbergs- félagar vel við þessari beiðni, enda hefur Setberg ávallt stutt vel við starfsemi Sam- býlanna á félagssvæði klúbbsins og veitt þeim stuðning með margvíslegum hætti. Við frágang tölvukaupanna var leitað aðstoðar hjá Ný- herja og Prentsmiðjunni Odda, sem á myndarlegan hátt komu að þessu verkefni sem stuðningsaðilar og kunna Setbergsfélagar þess- um fyrirtækjum alúðarþakkir fyrir framlag þerra. Eftir að tölvugjöfin hafði verið afhent var Setbergfé- lögum boðið að skoða að- stöðu heimilisfólksins á Sam- býlinu. Voru Setbergsfélagar leiddir um húsið undir styrk- tri leiðsögn þeirra þriggja af heimilisfólkinu, sem heima voru. Heimilisfólk á Sambýl- inu að Markarflöt 1 eru alls fimm, þrír karlmenn og tvær konur, en tvö þeirra voru að heiman kvöldið sem Set- bergsfélagar voru þar á ferð- inni. Að lokinni greinargóðri kynnisferð um húsið var boð- ið til herfilegrar kaffiveislu með tertum og kökum og set- ið að skemmtilegu skrafli yfir veitingum. Á heimleiðinni voru Set- bergsfélagar sammála um það að þetta væri með ánægjulegri stundum sem þeir hefðu átt í langan tíma. Með kiwaniskveðju Matthías G. Pétursson. Gefur tölvur og fylgihluti til sambýlisins að Markarflöt 1 í Garðabæ Á myndinni eru, talið frá vinstri: Steinþór Eyþórsson, forseti Setbergs, Þórhildur Svanbergsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Sigurður Axelsson, formaður Styrktarnefndar Setbergs, Guðmundur Ottó Þorsteinsson, Gunnar Örn Erlingsson og Dagbjört Þórleifsdóttir, heimilisfólk sambýlisins, Matthías G. Pétursson, Guðjón Smári og Hallmar Óskarsson Setbergsfélagar, Eyrún Fjóla Friðgeirsdóttir og Hilmar Már Jónsson voru að heiman. 1. flokkur karla: frv.: Atli Elíasson, Helgafell 3. s. Brian Mustard, Brú 2. sæti og Kristinn Eymundsson, Brú 1. sæti Verðlaun á 20. landsmóti í golfi 2002. Fleiri myndir frá landsmótinu er að finna á www.kiwanis.is Kiwanisklúbburinn Setberg:

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.