Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Qupperneq 10

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Qupperneq 10
10 Prag - Kutna Hora - Sedlec Fljótlega upp úr áramótun- um fóru Setbergsfélagar að ía að því að skemmtilegt væri að fara túr til útlanda. Undir- ritaður ásamt eiginkonu, dóttur og fjölskyldu hennar höfðu dvalið í Prag yfir jólin í góðu yfirlæti. Þessa jóladaga í Prag nutum við leiðsagnar Silviu tékkneskrar vinkonu dóttur okkar, en Silvia talaði nokkuð góða íslensku. Það var tillaga mín að við færum með Heimsferðum til Prag í 4 daga, notuðum tvo af af þrem dögum í Prag en einn dag færum við til bæjar sem heitir Kutna Hora og liggur 70 km fyrir austan Prag. Þangað færum við undir leið- sögn Silviu, en þangað höfð- um við og fjölskyldan farið um jólin. Kutna Hora er gamall og merkur háskólabær, þar sátu áður konungar og fyrirmenn, þar voru einnig frægar og miklar silfurnámur og vegna þeirra var þar mikil mynt- slátta ekki aðeins fyrir Tékk- land heldur mörg önnur ríki í Evrópu á þeim tíma. Um það bil 2 km frá Kutna Hora er lít- ið þorp sem heitir Sedlec, en þar er hin fræga beinakirkja. Nú var farið að skipuleggja ferðina. 10 félagar + eigin- konur ákváðu að fara. Milli undirritaðs og Silviur fóru nú ótal bréf á milli á netinu varð- andi skipulag dvalarinnar og sérstaklega varðandi ferð okkar til Kutna Hora og Sed- lec en í þeirri ferð ætlaði hún að vera leiðsögumaður okk- ar. Hluti af skipulaginu var að útvega litla rútu til fararinnar til K.H. Endirinn varð sá að Silvia fékk rútu sem sótti okkur á flugvöllinn og flutti okkur á hótelið og svo einnig aftur út á flugvöll. Einnnig rútu til að keyra okkur til K.H. Flogið var frá Keflavík um eftirmiðdaginn 21. apríl og beint til Prag. Þangað var komið um kvöldið og var því ekki mikið gert það kvöld en að koma sér fyrir á hótelinu og ná áttum. Morgunin eftir voru allir snemma á fótum og nú var stefnan tekin fótgang- andi á Hradcany (kastala- hverfið). Þar var skoðað sig um og t.d. farið í „Gullnu göt- una“ sem er með vinsælustu svæðum kastalans. Hér tvís- traðist hópurinn nokkuð en undirritaður og hans kona drifu sig niður í Mala Strana (Litlu borgina) yfir Karls- brúna og alla leið upp að Týnský chrám (Týn-kirkju) til að ganga frá og borga fyrir rúturnar. Þökk sé „Gemsun- um“ náði hópurinn aftur sam- an. Var nú verið að „hringla“ um Gömlu borgina (Staré Mésto) þann dag og fram á kvöld. Þriðjudaginn 9.00 var lagt af stað til Sedlec og Kutna Hora. Nú var Silvia með okk- ur. Á leiðinni í gegnum Prag fræddi hún okkur um sögu Tékklands og var erindi henn- ar mjög áhugavert og fróðlegt. Var nú ekið í austurátt og ekki stansað fyrr en komið var að beinakirkjunni í Sedlec. Það kom mér ekki á óvart við- brögðin hjá fólkinu þegar það kom inn í kirkjuna. Fyrst varð fólkið orðlaust en eftir að það var búið að jafna sig á undruninni hafði það nóg að skoða og tala um. Sagan á bak við beinakirkjuna er of löng til að segja hana í þessari stuttu ferðasögu, en í stuttu máli eru geymd bein af um það bil 40000 manneskjum í kirkj- unni. Öll skreyting í kirkjunni er úr mannabeinum. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðju gólfinu innan um öll þessi bein og maður verður djúpt snortinn. Nú var ekið til K.H. og stansað við St. Barböru kirkj- una, sem er önnur stærsta dóm- kirkja í Tékklandi. Kirkjan er byggð í há-síðgot- neskum stíl. Byrjað var að byggja kirkjuna síðast á 14. öld og var því lokið á fyrri- hluta 16. aldar. Nú var gott að hafa Silviu með því nú fræddi hún okkur um allt sem fyrir augu bar í kirkj- unni. Um altarið, allar hliðar kapellurnar, styttur og dýr- lingamyndir, og var það mjög fróðlegt og skemmtilegt. Næst var gengið niður í bæ- inn og var þá gengið framhjá bústað eiganda silfur- námunnar, þaðan var gengið að vatnsþrónni, niður á bæj- artorgið og þar í hliðar- götu hafði Silvía pantað borð fyrir allan hópinn á litlu og snotru veitingarhúsi. Var það þreytt- ur en sæll hópur sem settist þar niður og fór yfir allt sem fyrir augu hafði borið og sem Silvia hafði sagt okkur frá. Var góð stemmning í hópnum og allir nutu góðra veitinga í mat og drykk. Þegar fólk hafði hvílst og hafði satt hungur sitt var far- ið niður í höllina þar sem konungarnir höfðu búið og þar sem myntsláttan hafði farið fram. Vorum við frædd Frá beinakirkjunni í Sedlec. Frá beinakirkjunni í Sedlec.

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.