Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 14
14 Ágætu félagar. Þessi ritsmíð, eða öllu heldur tuð, hefur verið að myndast og mótast í kollin- um á mér nú um alllangt skeið. Tilefnið er rýrnun og öldrun innan raða okkar Kiwanismanna og -kvenna sem ekki dregur úr, heldur dragast saman okkar fylking- ar í æ hraðari skrefum. Ég hef svo sem ekki verið svo lengi innan þessarar hreyf- ingar að ég geti fullyrt um ástæður en þó svo lengi að mér finnst þessi þróun vera allill og verð að játa að ég sé ekki neinar töfralausnir til að snúa þessari þróun við þó svo að ég sé með grun um ástæðuna eða hluta hennar að minnsta kosti. Það hafa heyrst ýmsar raddir í gegnum tíðina sem hafa varað við fækkun félaga og mikið verið rætt um gegn- umstreymi og þátttökulitla félaga innan klúbba sem eru náttúrulega lítið betri en eng- ir félagar. Gegnumstreymið er útaf fyrir sig ekki svo slæmt því alltaf koma inn fé- lagar sem svo ekki finna sig í starfinu með okkur hinum og fara því burt aftur. Það vonda er aftur á móti það að æ fleiri reyndir félagar eru að hætta í hreyfingunni og að þeim er verulegur missir. Þegar mað- ur reynir að kíkja á bakvið framhliðina og gera sér grein fyrir mögulegum ástæðum fyrir flóttanum kemur manni óneitanlega í hug ástandið í samfélaginu í kringum okkur þar sem ávallt sést betur og betur að fólk er almennt ekki til í að gera hlutina sjálft heldur bendir sýknt og heil- agt á „aðra“ sem ættu að gera það sem gera á. Þessir „aðrir“ eru oftast okkar samfélags- apparöt sem því miður eru oftar en ekki tilbúin til að ljá lyddunum eyra og ganga í málin sem þá eru ekki lengur á höndum okkar sjálfra og engin hvöt verður eftir til að takast á við vandamálin. Ég er ekki að segja að hægt sé að taka þessa samfélags- mynd mína sem einhvern heilagan sannleik enda frek- ar um hugleiðingar að ræða en kenningu. Ef við tökum samt okkar innri mál og gerum saman- burð á þeim og því samfé- lagsástandi sem ég hef lýst hér að ofan þá fæ ég ekki bet- ur séð en að allveruleg sam- svörun komi í ljós. Sennilega er að hluta til um að ræða þreytu þeirra sem lengi hafa staðið í þessu félagsstarfi en mér finnst það varla næg ástæða til að ganga úr skaft- inu eins og menn hafa verið að gera ef um er að ræða að starfið hafi verið skemmti- legt og gefið færi á góðum fé- lagsskap. Því er ég dálítið hræddur um að starfið hjá okkur sé ekki eins skemmti- legt og lifandi eins og nútíma- maðurinn hefur þörf fyrir. Við sjáum í kringum okkur allra handa tækifæri til af- þreyingar í stöðluðu formi og ýmsar hverjar auglýstar mik- ið og byggð upp sú ímynd að þarna þurfi allir að koma að. Fólk sem er vant því að sam- félagið geri flest fyrir það er því ekki í vafa um að með fjöldanum vill það vera en ekki í einhverjum lokaðri fé- lagsskap sem leggur skyldur á herðar þátttakenda og þar að auki vinnu. Ég er því skrambi smeykur um að við verðum að breyta okkar grunnreglum í Kiwan- ishreyfingunni og létta mikið upp á félagsskapinn með minni kröfum á félagsmenn. Þetta er dálítið harkaleg til- laga þar sem við erum jú þjónustuhreyfing að grunni til og mest allt okkar starf hefur snúist um að vinna að þjónustuverkefnum sem aðr- ir njóta. Í samfélagi eins og okkar hér uppi á Íslandi þar sem þjónustuhreyfingar eins og Kiwanis, Lions og fleiri hafa unnið geysimikið starf á liðnum árum og áratugum og haft innan sinna raða mun fleiri félaga til hlutfalls við aðrar þjóðir er ég hræddur um að sæludagarnir séu runnir á enda og við komum til með að sjá verulegt brott- fall félaga á næstu árum sem ekki eru væntanlegir aftur. Aftur á móti er ég jafnviss um að samfélög eins og eru nú í vexti í Austur Evrópu og öðr- um þróunarsvæðum muni auka við sínar félagslegu hreyfingar og byggja mikið á þeim á næstu árum. Við hér á Íslandi erum í dá- lítið sérstakri aðstöðu gagn- vart svona klúbbastarfi vegna þessara mörgu og smáu byggða sem stráð er allt í kringum landið. Þessir byggðakjarnar eru flestir á undanhaldi og það sem verra er er það að eftir verða eldri íbúarnir en hinir flytja brott. Í svona byggð er því fyrirsjáan- legt að klúbbur sem Kiwanis (og eða Lions eða Rotary) fær ekki þrifist vegna mann- fæðar og þá skulum við at- huga annað: Meira en helm- ingur íslenskra Kiwan- ismanna eru landsbyggðar- menn!! þrátt fyrir færri íbúa en í stóru þéttbýliskjörnun- um á suð-vestur horninu. Á árum áður voru svona klúbb- ar jafnvel eini möguleikinn til að taka þátt í skipulögðu fé- lagsstarfi en svo er ekki í dag. Í dag er fjölbreytnin miklu meiri auk þess sem fjölmiðar og annað samfélagslegt áreiti bætist við. Vegalengdir hafa hafa einnig styst mikið og samgöngur batnað svo nú er miklu meiri samgangur milli svæða og félagslíf því meira. Ef við ætlum að etja kappi við allt þetta er jafngott að við förum að taka til í okkar ranni og taka þátt á sama hátt og tíminn krefst. Það er alls ekki víst að hægt sé að aðlaga starf eins og Kiwanis- starfið að þessum þáttum sem ég er að nefna en ég held að við höfum kannski ekki mikið val í því efni. Við vitum að með öllu frekari fækkun verðum við ekki lengur sjálf- stætt umdæmi með frændum okkar Færeyingum og verð- um færðir undir Norden að öllum líkindum. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað sú breyting gæti þýtt en senni- lega getum við aðlagað okkur því. Spurningin er kannski frekar sú hvort sú aðlögun gæti hentað okkur sem í hreyfingunni erum hér á Ís- landi og vanir því að ráða okkur að miklu leyti sjálfir. Það er heldur ekki víst að við fengjum neitt frjálsræði til að gera klúbbana okkar nútíma- legri ef við værum undir stjórn annars umdæmis. Ég held samt að við verðum að fara að hugsa um framtíðina á svolítið annan hátt en við höfum gert í samtíð og fortíð og búa okkur undir breyting- ar. Við getum tekið smá dæmi sem styður þessar tilgátur mínar en það er dalandi gengi K-lykils sölu á liðnum árum og þó sérstaklega nú síðast. Ég held að ekki sé um að kenna starfi okkar Kiwan- ismanna fyrst og fremst held- ur frekar aðferðinni. Hún er ekki nógu nýtískuleg til að hafa áhrif á fólk og það vill ekki fá einhverja kalla á dyra- þrepið hjá sér að selja sér eitthvað heldur vill það frek- ar horfa á þetta í imbanum eða á sviði og hrífast með æs- ingnum og taka þátt þar vegna þess að allir aðrir eru að gera það. Ég vona að ég sé ekki að særa einn né neinn með þessum rituðu hugleið- ingum en samt vona ég líka að þetta geti orðið til þess að við förum að hugsa um fram- tíðina eins og ég sagði: óbundnir af fortíðinni. Svo vil ég þakka þér les- andi góður langlundargeðið að hafa dregist í gegnum þetta tuð frá mér og að þú bíðir ekki skaða af. Einar Óskarsson Kiwanisklúbbnum Smyrli í Borgarnesi. Rýrnun og öldrun innan raða Kiwanis Kiwanisklúbburinn Smyrill, Borgarnesi:

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.