Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Síða 15

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Síða 15
15 Ágætu Kiwanisfélagar! Af okkur er allt gott að frétta enda búin að vera sum- arblíða mest af haustinu. Fjórir félagar mættu á þing sem haldið var á Selfossi. Þar hittum við Liivu Prink kjörforseta sem er ein af dætrum okkar í Kiwanis- klúbbnum Kinake í Eistlandi. Að vonum vorum við mjög spenntar að hitta þennan gest okkar. Áttum við með henni góðar stundir meðan við dvöldum á þinginu. Á þessu þingi hlotnaðist okkur sá heiður að fá fjöl- miðlabikarinn, okkur til mik- illar ánægju. Fórum við því glaðar af þingi þetta haust. Þá var komið að stjórnar- skiptum í Mývatnssveit. Í þetta sinn var skipt um stjórn í klúbbum Óðinssvæðis og haldið upp á afmæli Herðu- breiðar í Mývatnssveit um kvöldið. Fundarstarf hefur verið með hefðbundnum hætti. Kynningarfundur var haldinn í október og vonumst við til að fá inn nýja félaga. Á þess- um fundi fræddi Sigurgeir Aðalgeirsson kjörumdæmis- stjóri frá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda Húsavík gesti og félaga um málefni Kiwanis- hreyfingarinnar. Kom hann alla leið frá Egilsstöðum til að vera með okkur og færum v i ð honum b e s t u þakkir fyr- ir. Senn líður að jólum. Kertasala og kertaskreytinga- vinna sem er okkar aðal- fjáröflun er því framund- an og er það von okkar að sú vinna gangi vel. Í desem- ber höldum við hefðbundinn jólafund með jólaguðspjall- inu, jólagjöfum og jólasveini. Þá eigum við notalega stund yfir smákökum, kaffi eða kakói. Emblufélagar þakka sam- starfið á liðnu ári og óska fé- l ö g - um og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, árs og friðar. Vonumst til að sjá ykkur í heimsókn á komandi ári. Emblufélagar Góðir Kiwanisfélagar. Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að vera fé- lagar í Kiwanishreyfingunni, það er mikil vinna sem mörg ykkar leggið að mörkum til að gera starfið okkar öflugt og skemmtilegt. Ég hef á undanförnum vik- um heimsótt nokkra klúbba og kynnst mörgum áhuga- verðum verkefnum sem verið er að vinna að. Má þar nefna sameiginlegt verkefni klúb- bana í Ægissvæði ,,Lífsvísir“ sem er mjög athyglisvert og gott verkefni sem fleiri klúbbar gætu ef til vill tekið þátt í. Getum við gert þetta að samstarfsverkefni allra klúbba í Umdæminu? Ég er sannfærður um að við getum gert ýmislegt fleira, ég vil minna nokkur verkefni sem tengjast okkar markmiði ,, Hjálpum börnum heims“ eins og Unglingageð- deild Landspítalans, ýmislegt forvarnarstarf til að forða unglingum frá vímuefna- neyslu, barnadeildir sjúkra- húsanna um allt land, svona má lengi telja. Við skulum muna það að hvert eitt okkar er hlekkur í stórri keðju sem nær til um 90 landa í öllum heimsálfum. Heimsforseti Kiwanis Ido Torres frá Filippseyjum hvet- ur okkur til að auka þjónustu við börnin, til að við verðum besta þjónustuhreyfing heimsins sem hefur aðstoð við börn að aðalmarkmiði. Við Kiwanisfélagar um all- an heim höfum unnið sam- eiginlega að Joðverkefninu í nokkur ár, við erum næstum búin að klára þetta verkefni svo vonandi verður ekki langt að bíða þess að joðskortur tilheyri sögunni. Gamalt máltæki segir ,,Margar hendur vinna létt verk“. Til að svo megi verða þurfum við að auka félaga- fjöldann hjá okkur, á undan- förnum árum hefur okkur fækkað, við vorum komin niður í 1000 félaga 30. sept- ember síðastliðin. Ég vil hvetja ykkur öll til að taka höndum saman við að snúa þessari þróun við. Hvernig væri að allir klúbbar hefðu kynningarkvöld, til að kynna starfsemi Kiwanishreyfingar- innar, þar sem allir klúbbfé- lagar tækju með sér í það minnsta einn gest. Hvar eru makar okkar hafa þeir áhuga að gerast Kiwanis- félagar? Sumum finnst ef til vill of dýrt að hjón séu bæði félagar í kiwanisklúbb, getum við ekki mætt því með að ef hjón eru bæði félagar þá borga þau hvort fyrir sig aðeins 75% af gjaldi til Umdæmisins og hálft gjald til Kiwanisfrétta. Ef einhverjir klúbbar hafa áhuga við að fá aðstoð við kynningarfund frá Umdæm- inu þá erum við tilbúin að veita aðstoð. Við eigum ýmsa félaga og nefndir eins og til dæmis Útbreiðslunefnd, Fræðslunefnd, Svæðisstjóra, Umdæmisstjóra, og marga gamla reynda kiwanisfélaga sem eru tilbúnir til að að- stoða ef með þarf. Ég hef áður sagt frá því að stundum þegar ég hugsa um umdæmið okkar þá koma mér í hug nokkrar línur úr ljóði eftir Kristján frá Djúpa- læk og ætla ég að lofa þeim að fljóta hér með. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer. Skal sókn í huga hafinn og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda sé vilja beitt. Kæru félagar ég vil óska ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla, og far- sæls komandi árs, sem verð- ur vonandi árangursríkt fyrir Kiwanishreyfinguna. KIWANIS ER VINÁTTA. Valdimar Jörgensson. Umdæmisstjóri. Valdimar Jörgensson Margar hendur vinna létt verk Emblupistill

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.